Handbolti

Þýski handboltinn: Ómar Ingi frábær í ósigrandi Magdeburg

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon í leik með íslenska landsliðinu
Ómar Ingi Magnússon í leik með íslenska landsliðinu

Íslenskir leikmenn voru í stórum hlutverkum hjá liðum sínum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Þeir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson léku fyrir Magdeburg sem vann sigur á Fusche Berlin, 29-33.

Ómar Ingi Magnússon átti stórleik fyrir Magdeburg sem vann góðan útisigur á Fusche Berlin í toppslag deildarinnar 29-33. Fyrir leikinn voru liðin í fyrsta og öðru sæti deildarinnar. Ómar Ingi átti sannkallaðan stórleik og skoraði níu mörk í leiknum sem Magduburg stjórnaði allt frá fyrstu mínútu leiksins. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði þrjú mörk fyrir Magdeburg og er alltaf að koma betur og betur inn í liðið.

Markahæstur hjá Fusche Berlin var Lasse Andersson sem skoraði sex mörk og þá skoraði Hans Lindbergh fjögur. Ómar Ingi var markahæstur hjá gestunum með sín níu mörk og Michael Damsgaard skoraði sex mörk. Magdeburg er taplaust eftir ellefu umferðir í deildinni.

Flensburg fékk Ljónin í Rhein-Neckar Löwen í heimsókn og vann flottan sigur, 31-26. Fyrir leikinn sat Flensburg í fimmta sæti deildarinnar en gestirnir sátu í því níunda. Teitur Örn Einarsson átti fínan leik fyrir Flensburg og skoraði fjögur mörk en Ýmir Örn Gíslason komst ekki á blað hjá Löwen. Flensburg stökk upp í fjórða sætið með sigrinum en Rhein-Neckar Löwen eru í tíunda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×