Þá verður rætt við sérfræðing sem segir fólk hafa verið útskúfað úr samfélaginu eftir óvægna umræðu um kynferðisofbeldi. Dæmi séu um að fólk hafi svipt sig lífi í kjölfarið.
Við ræðum við formann Landverndar sem varð fyrir vonbrigðum með niðurstöðu loftlagsráðstefnunnar í Glasgow þó ljósir punktar finnist í samningsdrögunum.
Fáum að skyggnast inn í nýtt Hótel á Austurvelli og förum á söngvakeppni Verslunarskóla Íslands. Vælið. Þetta og ýmislegt fleira á samtengdum rásum okkar klukkan hálf sjö.