Blóm allan sólarhringinn á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. nóvember 2021 20:15 Tinna Bjarnadóttir, blómaskreytir við nýja blómasjálfsalann sinn í nýja miðbænum á Selfossi en þar rekur hún líka blómabúð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýr blómasjálfsali í nýja miðbænum á Selfossi hefur slegið í gegn, ekki síst hjá karlmönnum, sem fara í sjálfsalann á kvöldin og jafnvel á nóttunni um helgar til að kaupa blóm handa elskunni sinni. Það hefur verið meira en nóg að gera í nýju blómabúðinni í nýja miðbænum hjá Tinnu Bjarnadóttur eftir að hún opnaði í júlí í sumar. Til að auðvelda vinnuálagið á sér þá ákvað hún í haust að opna blómasjálfsala við búðina, sem hefur heldur betur slegið í gegn enda er hann opinn allan sólarhringinn. Það eru ekki bara blóm í sjálfsalanum því þar eru líka kökur, konfekt, pottaplöntur og gjafavörur. Fjórtán misstór hólf eru í sjálfsalanum. „Þetta er algjör bylting og fyrir stærð af sveitarfélagi eins og við erum. Ég nenni ekki að vera hérna til 21:00 á kvöldin en mikil blómasala fer oft á milli 18:00 og 21:00 því fólk er á leið í matarboð eða veislur eða er óvænt að fá einhvern í matarboð, þá er auðvelt að redda sér hérna í sjálfsalanum í nýja miðbænum,“ segir Tinna. Tinna segir mjög auðvelt að nálgast vörur úr sjálfsalanum, allt snertilaust og góðar leiðbeiningar á íslensku og ensku. „Sjálfsalinn er að slá í gegn enda vekur hann mikla athygli, það eru mjög margir, sem snar hemla hérna fyrir utan og segja „sjálfsali“, „blómasjálfsali“ og taka myndir ánægðir með framtakið,“ bætir Tinna við. 14 hólf eru í nýja sjálfssalnum þar sem hægt er að fá blóm, konfekt, kökur og pottaplöntur allan sólarhringinn allt árið um kring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Tinna segir fólk á öllum aldri duglegt að nota sjálfsalann þó karlarnir séu í meirihluta seint á kvöldin þegar blómin eru annars vegar og á nóttunni um helgar. „Ég get mögulega verið að bjarga þeim stundum ef þeir eru aðeins of lengi, koma ekki heim á réttum tíma, þá gætu þeir nú reddað sér í blómasjálfsalanum,“ segir Tinna og hlær. Fréttamaður prófaði að sjálfsögðu nýja sjálfsalann og fór með glæsilegan blómvönd heim handa sinni heittelskuðu. Anna, eiginkona fréttamanns snar hissa á manni sínum að vera að koma heim með blómvönd af engu sérstöku tilefni en hún þáði hann þó með þökkum og var ánægð með sinn mann, þó hann eigi þetta ekki oft til.Aðsend Árborg Landbúnaður Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Sjá meira
Það hefur verið meira en nóg að gera í nýju blómabúðinni í nýja miðbænum hjá Tinnu Bjarnadóttur eftir að hún opnaði í júlí í sumar. Til að auðvelda vinnuálagið á sér þá ákvað hún í haust að opna blómasjálfsala við búðina, sem hefur heldur betur slegið í gegn enda er hann opinn allan sólarhringinn. Það eru ekki bara blóm í sjálfsalanum því þar eru líka kökur, konfekt, pottaplöntur og gjafavörur. Fjórtán misstór hólf eru í sjálfsalanum. „Þetta er algjör bylting og fyrir stærð af sveitarfélagi eins og við erum. Ég nenni ekki að vera hérna til 21:00 á kvöldin en mikil blómasala fer oft á milli 18:00 og 21:00 því fólk er á leið í matarboð eða veislur eða er óvænt að fá einhvern í matarboð, þá er auðvelt að redda sér hérna í sjálfsalanum í nýja miðbænum,“ segir Tinna. Tinna segir mjög auðvelt að nálgast vörur úr sjálfsalanum, allt snertilaust og góðar leiðbeiningar á íslensku og ensku. „Sjálfsalinn er að slá í gegn enda vekur hann mikla athygli, það eru mjög margir, sem snar hemla hérna fyrir utan og segja „sjálfsali“, „blómasjálfsali“ og taka myndir ánægðir með framtakið,“ bætir Tinna við. 14 hólf eru í nýja sjálfssalnum þar sem hægt er að fá blóm, konfekt, kökur og pottaplöntur allan sólarhringinn allt árið um kring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Tinna segir fólk á öllum aldri duglegt að nota sjálfsalann þó karlarnir séu í meirihluta seint á kvöldin þegar blómin eru annars vegar og á nóttunni um helgar. „Ég get mögulega verið að bjarga þeim stundum ef þeir eru aðeins of lengi, koma ekki heim á réttum tíma, þá gætu þeir nú reddað sér í blómasjálfsalanum,“ segir Tinna og hlær. Fréttamaður prófaði að sjálfsögðu nýja sjálfsalann og fór með glæsilegan blómvönd heim handa sinni heittelskuðu. Anna, eiginkona fréttamanns snar hissa á manni sínum að vera að koma heim með blómvönd af engu sérstöku tilefni en hún þáði hann þó með þökkum og var ánægð með sinn mann, þó hann eigi þetta ekki oft til.Aðsend
Árborg Landbúnaður Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Sjá meira