Blóm allan sólarhringinn á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. nóvember 2021 20:15 Tinna Bjarnadóttir, blómaskreytir við nýja blómasjálfsalann sinn í nýja miðbænum á Selfossi en þar rekur hún líka blómabúð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýr blómasjálfsali í nýja miðbænum á Selfossi hefur slegið í gegn, ekki síst hjá karlmönnum, sem fara í sjálfsalann á kvöldin og jafnvel á nóttunni um helgar til að kaupa blóm handa elskunni sinni. Það hefur verið meira en nóg að gera í nýju blómabúðinni í nýja miðbænum hjá Tinnu Bjarnadóttur eftir að hún opnaði í júlí í sumar. Til að auðvelda vinnuálagið á sér þá ákvað hún í haust að opna blómasjálfsala við búðina, sem hefur heldur betur slegið í gegn enda er hann opinn allan sólarhringinn. Það eru ekki bara blóm í sjálfsalanum því þar eru líka kökur, konfekt, pottaplöntur og gjafavörur. Fjórtán misstór hólf eru í sjálfsalanum. „Þetta er algjör bylting og fyrir stærð af sveitarfélagi eins og við erum. Ég nenni ekki að vera hérna til 21:00 á kvöldin en mikil blómasala fer oft á milli 18:00 og 21:00 því fólk er á leið í matarboð eða veislur eða er óvænt að fá einhvern í matarboð, þá er auðvelt að redda sér hérna í sjálfsalanum í nýja miðbænum,“ segir Tinna. Tinna segir mjög auðvelt að nálgast vörur úr sjálfsalanum, allt snertilaust og góðar leiðbeiningar á íslensku og ensku. „Sjálfsalinn er að slá í gegn enda vekur hann mikla athygli, það eru mjög margir, sem snar hemla hérna fyrir utan og segja „sjálfsali“, „blómasjálfsali“ og taka myndir ánægðir með framtakið,“ bætir Tinna við. 14 hólf eru í nýja sjálfssalnum þar sem hægt er að fá blóm, konfekt, kökur og pottaplöntur allan sólarhringinn allt árið um kring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Tinna segir fólk á öllum aldri duglegt að nota sjálfsalann þó karlarnir séu í meirihluta seint á kvöldin þegar blómin eru annars vegar og á nóttunni um helgar. „Ég get mögulega verið að bjarga þeim stundum ef þeir eru aðeins of lengi, koma ekki heim á réttum tíma, þá gætu þeir nú reddað sér í blómasjálfsalanum,“ segir Tinna og hlær. Fréttamaður prófaði að sjálfsögðu nýja sjálfsalann og fór með glæsilegan blómvönd heim handa sinni heittelskuðu. Anna, eiginkona fréttamanns snar hissa á manni sínum að vera að koma heim með blómvönd af engu sérstöku tilefni en hún þáði hann þó með þökkum og var ánægð með sinn mann, þó hann eigi þetta ekki oft til.Aðsend Árborg Landbúnaður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Sjá meira
Það hefur verið meira en nóg að gera í nýju blómabúðinni í nýja miðbænum hjá Tinnu Bjarnadóttur eftir að hún opnaði í júlí í sumar. Til að auðvelda vinnuálagið á sér þá ákvað hún í haust að opna blómasjálfsala við búðina, sem hefur heldur betur slegið í gegn enda er hann opinn allan sólarhringinn. Það eru ekki bara blóm í sjálfsalanum því þar eru líka kökur, konfekt, pottaplöntur og gjafavörur. Fjórtán misstór hólf eru í sjálfsalanum. „Þetta er algjör bylting og fyrir stærð af sveitarfélagi eins og við erum. Ég nenni ekki að vera hérna til 21:00 á kvöldin en mikil blómasala fer oft á milli 18:00 og 21:00 því fólk er á leið í matarboð eða veislur eða er óvænt að fá einhvern í matarboð, þá er auðvelt að redda sér hérna í sjálfsalanum í nýja miðbænum,“ segir Tinna. Tinna segir mjög auðvelt að nálgast vörur úr sjálfsalanum, allt snertilaust og góðar leiðbeiningar á íslensku og ensku. „Sjálfsalinn er að slá í gegn enda vekur hann mikla athygli, það eru mjög margir, sem snar hemla hérna fyrir utan og segja „sjálfsali“, „blómasjálfsali“ og taka myndir ánægðir með framtakið,“ bætir Tinna við. 14 hólf eru í nýja sjálfssalnum þar sem hægt er að fá blóm, konfekt, kökur og pottaplöntur allan sólarhringinn allt árið um kring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Tinna segir fólk á öllum aldri duglegt að nota sjálfsalann þó karlarnir séu í meirihluta seint á kvöldin þegar blómin eru annars vegar og á nóttunni um helgar. „Ég get mögulega verið að bjarga þeim stundum ef þeir eru aðeins of lengi, koma ekki heim á réttum tíma, þá gætu þeir nú reddað sér í blómasjálfsalanum,“ segir Tinna og hlær. Fréttamaður prófaði að sjálfsögðu nýja sjálfsalann og fór með glæsilegan blómvönd heim handa sinni heittelskuðu. Anna, eiginkona fréttamanns snar hissa á manni sínum að vera að koma heim með blómvönd af engu sérstöku tilefni en hún þáði hann þó með þökkum og var ánægð með sinn mann, þó hann eigi þetta ekki oft til.Aðsend
Árborg Landbúnaður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Sjá meira