Sigurður Ingi vill skoða aðgangsstýringu með bólusetningarvottorðum Heimir Már Pétursson skrifar 16. nóvember 2021 19:20 Miklar vonir eru bundnar við að örvunarskammturinn dragi verulega úr líkum á því að bólusettir smitist af kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm Samgönguráðherra vill skoða hvort taka ætti upp aðgangsstýringu að opinberum stöðum með bólusetningarvottorðum líkt og gert hefur verið í ýmsum öðrum löndum. Sóttvarnalæknir telur það koma til greina eftir að búið verður að gefa meirihluta þjóðarinnar örvunarskammt til varnar covid-19. Enn eitt metið var slegið í gær þegar smituðum fjölgaði um 206 innanlands og 9 á landamærunum. Nú eru 25 á sjúkrahúsi, þarf af fjórir á gjörgæslu og af þeim þurfa tveir á öndunarvél að halda. Sóttvarnalæknir segir miklu meiri líkur á að óbólusettir smitist, að þeir smiti aðra og leggist lengur alvarlega veikir inn á spítala en óbólusettir. Enn eitt metið var slegið í gær í fjölda smitaðra af covid-19.Grafík/Helgi Það hafi þó ekki verið rætt að veita bólusettum meira frelsi umfram óbúlusetta með framvísun bólusetningarvottorða eins og gert hafi verið víða annars staðar á meðan bólusettir væru einnig að smita út frá sér. Það gæti breyst ef örvunarskammturinn skili tilætluðum árangri. Þórólfur Guðnason segir koma til greina að skoða aðgangstýringu að opinberum stöðum með bólusetningarvottorði eftir að búið er gefa meirihluta þjóðarinnar örvunarskammtinn.Vísir/Vilhelm „Þá held ég að menn geti farið að skoða hvort það sé hægt að auka frelsi eða minnka takmarkanir á þá sem eru virkilega vel bólusettir og eru ólíklegir til að smitast og þannig smita aðra. Við þurfum að skoða þetta út frá þeim sjónarhóli,“ segir Þórólfur. Danir og fleiri þjóðir hafa hins vegar beitt þeirri leið í faraldrinum að fólk þurfi að framvísa bólusetningarvottorði eða vottorði um að hafa jafnað sig á covid til að komast inn á opinbera staði og í almenningssamgöngur. Samgönguráðherra vill skoða að taka upp aðgangsstýringu að ýmsum opinberum stöðum með bólusetningarvottorðum.vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segja þessa leið hafa verið farna á landamærunum hér á landi. „Mér hefur alveg þótt það áhugavert að við myndum fara að skoða það hér innanlands í ljósi þess að geta þá haft minni takmarkanir á okkur öllum hinum sem erum bólusett og erum þar af leiðandi í minni áhættu. Bæði með að smitast og að smita aðra,“ segir Sigurður Ingi. Forsætisráðherra segir aðgerðir Íslendinga hafa skilað góðum árangri og þeir standi framarlega varðandi árangur í bólusetningum og fáum dauðsföllum. Í dag þurfi bæði bólusettir og óbólusettir að sýna niðurstöðu hraðprófs á tilteknum viðburðum. Forsætisráðherra segir Íslendninga hafa náð góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna með því að láta jafnt yfir alla ganga.Stöð 2/Sigurjón „Þetta er auðvitað spurning og álitamál sem vekur upp ýmsar bæði siðferðilegar og pólitískar spurningar. Við erum opið, frjálslynt lýðræðissamfélag sem eins og ég segi hefur reitt sig á upplýsingamiðlun,“ segir Katrín. Þess vegna hvetji stjórnvöld fólk til að þiggja bæði almenna bólusetningu og nú örvunarskammtinn sem dragi mjög úr líkum á alvarlegum veikindum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sprenging í miðasölu á tónleika og kvikmyndasýningar Greiðslukortavelta nam rúmum 94 milljörðum króna í október og jókst um 35% samannborið við sama tímabil árið 2020. Veltan stóð nánast í stað frá því í september síðastliðnum. 16. nóvember 2021 14:32 Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. 16. nóvember 2021 12:56 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira
Enn eitt metið var slegið í gær þegar smituðum fjölgaði um 206 innanlands og 9 á landamærunum. Nú eru 25 á sjúkrahúsi, þarf af fjórir á gjörgæslu og af þeim þurfa tveir á öndunarvél að halda. Sóttvarnalæknir segir miklu meiri líkur á að óbólusettir smitist, að þeir smiti aðra og leggist lengur alvarlega veikir inn á spítala en óbólusettir. Enn eitt metið var slegið í gær í fjölda smitaðra af covid-19.Grafík/Helgi Það hafi þó ekki verið rætt að veita bólusettum meira frelsi umfram óbúlusetta með framvísun bólusetningarvottorða eins og gert hafi verið víða annars staðar á meðan bólusettir væru einnig að smita út frá sér. Það gæti breyst ef örvunarskammturinn skili tilætluðum árangri. Þórólfur Guðnason segir koma til greina að skoða aðgangstýringu að opinberum stöðum með bólusetningarvottorði eftir að búið er gefa meirihluta þjóðarinnar örvunarskammtinn.Vísir/Vilhelm „Þá held ég að menn geti farið að skoða hvort það sé hægt að auka frelsi eða minnka takmarkanir á þá sem eru virkilega vel bólusettir og eru ólíklegir til að smitast og þannig smita aðra. Við þurfum að skoða þetta út frá þeim sjónarhóli,“ segir Þórólfur. Danir og fleiri þjóðir hafa hins vegar beitt þeirri leið í faraldrinum að fólk þurfi að framvísa bólusetningarvottorði eða vottorði um að hafa jafnað sig á covid til að komast inn á opinbera staði og í almenningssamgöngur. Samgönguráðherra vill skoða að taka upp aðgangsstýringu að ýmsum opinberum stöðum með bólusetningarvottorðum.vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segja þessa leið hafa verið farna á landamærunum hér á landi. „Mér hefur alveg þótt það áhugavert að við myndum fara að skoða það hér innanlands í ljósi þess að geta þá haft minni takmarkanir á okkur öllum hinum sem erum bólusett og erum þar af leiðandi í minni áhættu. Bæði með að smitast og að smita aðra,“ segir Sigurður Ingi. Forsætisráðherra segir aðgerðir Íslendinga hafa skilað góðum árangri og þeir standi framarlega varðandi árangur í bólusetningum og fáum dauðsföllum. Í dag þurfi bæði bólusettir og óbólusettir að sýna niðurstöðu hraðprófs á tilteknum viðburðum. Forsætisráðherra segir Íslendninga hafa náð góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna með því að láta jafnt yfir alla ganga.Stöð 2/Sigurjón „Þetta er auðvitað spurning og álitamál sem vekur upp ýmsar bæði siðferðilegar og pólitískar spurningar. Við erum opið, frjálslynt lýðræðissamfélag sem eins og ég segi hefur reitt sig á upplýsingamiðlun,“ segir Katrín. Þess vegna hvetji stjórnvöld fólk til að þiggja bæði almenna bólusetningu og nú örvunarskammtinn sem dragi mjög úr líkum á alvarlegum veikindum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sprenging í miðasölu á tónleika og kvikmyndasýningar Greiðslukortavelta nam rúmum 94 milljörðum króna í október og jókst um 35% samannborið við sama tímabil árið 2020. Veltan stóð nánast í stað frá því í september síðastliðnum. 16. nóvember 2021 14:32 Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. 16. nóvember 2021 12:56 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira
Sprenging í miðasölu á tónleika og kvikmyndasýningar Greiðslukortavelta nam rúmum 94 milljörðum króna í október og jókst um 35% samannborið við sama tímabil árið 2020. Veltan stóð nánast í stað frá því í september síðastliðnum. 16. nóvember 2021 14:32
Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. 16. nóvember 2021 12:56