Handbolti

Bjarki Már markahæstur í naumum sigri | Kristján og Aðalsteinn töpuðu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Bjarki Már Elísson evar markahæsti maður vallarins í kvöld.
Bjarki Már Elísson evar markahæsti maður vallarins í kvöld. Getty/Marius Becker

Það voru Íslendingar í eldlínunni í þremur leikjum sem nú er nýlokið í Evrópubikarkeppni karla í handbolta. Bjarki Már Elísson var markahæsti maður vallarins er lið hans, Lemgo, vann nauman sigur á útivelli gegn rússneska liðinu Checkhovskiye Medvedi í B-riðli, 28-30.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi leiks, en í stöðunni 5-5 skoruðu heimamenn þrjú mörk í röð og héldu þeirri forystu út hálfleikinn. Þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 15-16, Medvedi í vil.

Í seinni hálfleik sveiflaðist foyrstan fram og til baka. Bjarki og félagar náðu eins mark forystu snemma í seinni hálfleik, en Rússarnir snéru leiknum fljótlega aftur sér í vil. Heimamenn náðu þriggja marka forskoti á ný, en leikmenn Lemgo jöfnuðu leikinni í stöðunni 22-22.

Við tóku æsispennandi lokamínútur þar sem liðin skiptust á að skora. Að lokum voru það Bjarki og félagar sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Lokatölur 28-30, en Bjarki og félagar hafa nú fengið fjögur stig úr fyrstu þrem leikjum sínum í riðlinum og eru jafnir GOG í öðru sæti, en hafa leikið einum leik meira.

Í C-riðli máttu Kristján Örn Kristjánsson g félagar hans í PAUC Aix þola fimm marka tap er liðið tók á móti sænska liðinu Savehof. Gestirnir tóku forystuna snemma leiks og fóru inn í hlé með sex marka forskot, 16-10. Kristján og félagar náðu aðeins að klóra í bakkan, en þurftu að lokum að sætta sig við fimm marka tap, 25-30.

Kristján skoraði þrjú mörk fyrir PAUC sem er enn í leit að sínum fyrstu stigum eftir þrjá leiki í riðlinum.

Þá töpuðu Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í svissneska liðinu Kadetten gegn ungverska liðinu Tatabanya í D-riðli, 31-23. Kadetten hefur fengið eitt stig í fyrstu þrem leikjum liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×