Með ólæknandi krabbamein en einstakt viðhorf Stefán Árni Pálsson skrifar 17. nóvember 2021 11:31 Hjörleifur og Anna eru með eindæmum jákvæð í gegnum erfiðasta verkefni lífsins. Það er mikil jákvæðni og gleði sem umkringir Önnu Dröfn Sigurjónsdóttur og fjölskyldu hennar, þrátt fyrir að þau standi frammi fyrir einni stærstu áskorun sem fyrir finnst. Anna Dröfn er með ólæknandi krabbamein, en er með einstakt viðhorf og tekst á við verkefnið með eiginmanni sínum og börnum, sem hafa fylgt henni hvert fótmál og tekið þátt í baráttunni með ýmsum hætti. Anna Dröfn hefur talað opinskátt um baráttu sína við meinið á Instagram síðu sinni undir myllumerkinu #látumdælunaganga og í Facebook-hópnum Föruneyti hringsins. Rætt var við Önnu Dröfn, eiginmann hennar og börn í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég finn hnútinn hjá mér 2015 í desember á afmælisdegi dóttur minnar og leita inn á Krabbameinsfélag og fæ greininguna í janúar um að þetta væri orðið þriðju gráðu illkynja krabbamein komið inn í holhöndina líka, brjóstakrabbamein. Við erum svo í átján mánuði í meðferð. Þá var ég búin að fara í 22 lyfjameðferðir og 33 geislameðferðir og eina aðgerð,“ segir Anna. Anna Dröfn ákvað strax að vera ekki feimin við að tala um meinið og stofnaði Facebook hópinn þar sem hún deildi öllum fréttum af meðferðinni og því sem var að gerast hverju sinni. „Á mjög stuttum tíma voru komnir þarna um fjögur hundruð af mínum nánustu vinum komnir í hópinn,“ segir Anna og þau hjónin hlægja. Ekkert kjaftæði „Þarna talaði ég ekki öðruvísi en ég talaði við krakkana mína eða tengdaforeldra. Þarna komu bara fram almennar upplýsingar,“ segir Anna og bætir eiginmaður hennar Hjörleifur Stefánsson við; „Þarna varð til no bullshit stefnan okkar.“ En er ekki erfitt að halda í húmorinn á erfiðum dögum? „Þetta eru svo súrrealískar aðstæður að þú getur ekki annað en séð það fyndna. Einhver tímann fór ég í skoðun og það var of mikið af blóði. Ég spyr hvort ég eigi þá að fara á fjöll og fékk þá svarið, nei en farðu í kafbát ef þú getur. Hvernig getur maður annað en viðhaldið húmor í svona aðstæðum.“ Það sem Önnu og Hjörleifi fannst frá upphafi skipta miklu máli var að halda börnunum sínum upplýstum um stöðu mála. „Ég sagði bara við strákana, heyrðu ég er hérna með hnút. Viljið þið finna? Þetta er eitthvað skrýtið, ég held ég panti mér bara tíma hjá lækni. Þeir voru með alveg frá fyrstu. Þau eru besta teymið. Ef þú ætlar að hafa einhvern með þér í þessu, þá eru það þínir nánustu, þínir allra nánustu,“ segir Anna. „Þau eru bara svo mögnuð. Þau eru bara svo miklu klárari heldur en almennt samfélag og börn skilja og geta meira heldur en fólk gerir sér grein fyrir,“ segir Hjörleifur. Börnin hafa tekið þátt á ýmsan hátt, þar á meðal með því að bæta inn lögum á lagalista mömmu sinnar Ég dey ekki í dag sem hún hlustar á á leið í lyfjameðferðir og það er augljóst að þau deila húmor foreldra sinna. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Anna Dröfn er með ólæknandi krabbamein, en er með einstakt viðhorf og tekst á við verkefnið með eiginmanni sínum og börnum, sem hafa fylgt henni hvert fótmál og tekið þátt í baráttunni með ýmsum hætti. Anna Dröfn hefur talað opinskátt um baráttu sína við meinið á Instagram síðu sinni undir myllumerkinu #látumdælunaganga og í Facebook-hópnum Föruneyti hringsins. Rætt var við Önnu Dröfn, eiginmann hennar og börn í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég finn hnútinn hjá mér 2015 í desember á afmælisdegi dóttur minnar og leita inn á Krabbameinsfélag og fæ greininguna í janúar um að þetta væri orðið þriðju gráðu illkynja krabbamein komið inn í holhöndina líka, brjóstakrabbamein. Við erum svo í átján mánuði í meðferð. Þá var ég búin að fara í 22 lyfjameðferðir og 33 geislameðferðir og eina aðgerð,“ segir Anna. Anna Dröfn ákvað strax að vera ekki feimin við að tala um meinið og stofnaði Facebook hópinn þar sem hún deildi öllum fréttum af meðferðinni og því sem var að gerast hverju sinni. „Á mjög stuttum tíma voru komnir þarna um fjögur hundruð af mínum nánustu vinum komnir í hópinn,“ segir Anna og þau hjónin hlægja. Ekkert kjaftæði „Þarna talaði ég ekki öðruvísi en ég talaði við krakkana mína eða tengdaforeldra. Þarna komu bara fram almennar upplýsingar,“ segir Anna og bætir eiginmaður hennar Hjörleifur Stefánsson við; „Þarna varð til no bullshit stefnan okkar.“ En er ekki erfitt að halda í húmorinn á erfiðum dögum? „Þetta eru svo súrrealískar aðstæður að þú getur ekki annað en séð það fyndna. Einhver tímann fór ég í skoðun og það var of mikið af blóði. Ég spyr hvort ég eigi þá að fara á fjöll og fékk þá svarið, nei en farðu í kafbát ef þú getur. Hvernig getur maður annað en viðhaldið húmor í svona aðstæðum.“ Það sem Önnu og Hjörleifi fannst frá upphafi skipta miklu máli var að halda börnunum sínum upplýstum um stöðu mála. „Ég sagði bara við strákana, heyrðu ég er hérna með hnút. Viljið þið finna? Þetta er eitthvað skrýtið, ég held ég panti mér bara tíma hjá lækni. Þeir voru með alveg frá fyrstu. Þau eru besta teymið. Ef þú ætlar að hafa einhvern með þér í þessu, þá eru það þínir nánustu, þínir allra nánustu,“ segir Anna. „Þau eru bara svo mögnuð. Þau eru bara svo miklu klárari heldur en almennt samfélag og börn skilja og geta meira heldur en fólk gerir sér grein fyrir,“ segir Hjörleifur. Börnin hafa tekið þátt á ýmsan hátt, þar á meðal með því að bæta inn lögum á lagalista mömmu sinnar Ég dey ekki í dag sem hún hlustar á á leið í lyfjameðferðir og það er augljóst að þau deila húmor foreldra sinna. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira