„Leyfiskerfi KSÍ er ekkert nema sýndarmennska“ Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2021 11:00 Fylkismenn féllu niður í 1. deild í haust og þar hafa kröfur um yngri flokka starf nú verið rýmkaðar. Formaður Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands telur það mikið óheillaskref. vísir/hulda margrét Breytingar á leyfiskerfi KSÍ, sem mæta þörfum félaga á borð við Kórdrengi, Þrótt Vogum og KV, bitna á grasrótarstarfinu í íslenskum fótbolta. Þær stuðla að því að fjármagn fari enn frekar í starf meistaraflokka í stað þess að byggja upp íslenskan fótbolta með skýrum kröfum um öflugt yngri flokka starf. Þetta segir Þórður Einarsson, yfirþjálfari hjá Þrótti Reykjavík og nýr formaður Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands. Hann segir félög sem sköpuð séu utan um meistaraflokkslið en ali ekki upp og móti nýja knattspyrnumenn, og eigi sér ekki hverfi eða bæjarfélag, lítið gildi hafa fyrir heildarhagsmuni íslensks fótbolta eða íslensks samfélags. „Það er ekki farsælt fyrir íslenska knattspyrnu til lengri tíma litið að við séum að láta félög sem sinna ekki grasrótarstarfi taka svona mikið pláss og pening í íslenskum fótbolta.“ Þórður vakti í vikunni athygli á nýsamþykktum breytingum bráðabirgðastjórnar KSÍ á leyfiskerfi sambandsins. Nú þegar knattspyrnan á íslandi þarf að taka næstu skref. Innleiða öflugra system í þjálfun ungs fólks og nálgast nágrannalönd í þjálfun og aðbúnaði þá er þetta innlegg KSÍ. minnka kröfurnar, lækka standardinn. Frípassar til að valdra aðila. @footballiceland ???? pic.twitter.com/bmUd6YlA0y— Þórður Einarsson (@doddi_111) November 15, 2021 Með breytingunum er slakað á kröfum hvað varðar yngri flokka starf félaga í næstefstu deild karla, þannig að í stað þess að hvert félag þurfi að starfrækja ákveðinn fjölda yngri flokka liða er nóg að þau „myndi tengsl“ við annað félag sem er með barna- og unglingastarf, gegn því reyndar að þau styðji við starfið með sjáanlegum hætti. „Það er ekki leyfiskerfi í 1. deild lengur, miðað við þetta,“ segir Þórður. „Strikað yfir knattspyrnulega kaflann“ Leyfiskerfi KSÍ gerir ýmsar kröfur á knattspyrnufélög sem snúa meðal annars að fjárhag þeirra, mannvirkjum og yngri flokka starfi. Kerfinu var komið á í efstu deild karla árið 2003 og fyrir tímabilið 2007 var það útvíkkað fyrir næstefstu deild karla, með aðeins rýmri reglum fyrir þá deild. Í ár var svo í fyrsta sinn tekið upp leyfiskerfi fyrir úrvalsdeild kvenna. Þórður Einarsson er yfirþjálfari hjá Þrótti Reykjavík.trottur.is Á hverju vori er það svo í höndum leyfisráðs KSÍ að úrskurða um hvort félög fái keppnisleyfi. Ljóst er að félög hafa fengið, og fá jafnvel ítrekað, undanþágu frá sumum af kröfum leyfiskerfisins. Þórður segir kerfið því í raun sýndarmennsku, og að steininn taki úr með þeim breytingum sem nú hafi verið gerðar á „knattspyrnulegu“ forsendum kerfisins. „Núna er strikað yfir knattspyrnulega kaflann [hjá 1. deildarfélögum], mannvirkjaforsendunum hefur aldrei verið farið eftir og lið sem eru langt frá því að standast kerfið hafa fengið að spila án þess að uppfylla þær kröfur, og að auki hefur svo verið gefinn afsláttur af fjárhagslega kaflanum hægri-vinstri. Þetta leyfiskerfi KSÍ er heilt yfir ekkert nema sýndarmennska,“ segir Þórður. Þróttur Vogum komst upp í 1. deild í haust og þarf því að lúta leyfiskerfi KSÍ. Félagið starfrækir ekki 2. eða 3. flokk, hvorki karla né kvenna, og þarf þess ekki miðað við nýju reglurnar.Facebook/Þróttur Vogum „Ekki hægt að slaka bara á kröfum eftir því hvaða lið eru í deildinni“ Í 1. deild karla á næstu leiktíð munu leika lið Kórdrengja, líkt og á síðustu leiktíð, Knattspyrnufélag Vesturbæjar og Þróttur Vogum. Ekkert þeirra hefði að óbreyttu staðist kröfurnar varðandi yngri flokka sem gerðar voru í leyfiskerfinu áður en tilkynnt var um breytingarnar í byrjun vikunnar. „Ástæðan fyrir þessum breytingum er mjög einföld. Það eru félög þarna sem standast ekki kröfur leyfiskerfisins. Þróttur Vogum er frá litlu bæjarfélagi en það er hægt að gera kröfur um starfið þeirra og móta kerfið svo lið frá fámennari stöðum eigi kost á keppnisleyfi. Það er margt sem Kórdrengir uppfylla ekki í leyfisferlinu og KV er eitt af þessum venslafélögum sem ræða þarf hve hátt ættu að mega fara í íslenskri deildakeppni. Þetta eru ólík félög með ólíka starfsemi en þurfa öll breytingu á leyfiskerfinu sem er skaðleg fyrir knattspyrnuna í heild. Í stað þess að sækja í þá átt að félag eins og Þróttur nái að uppfylla lágmarkskröfur, þá eru kröfurnar um fagmennsku í uppbyggingunni bara lagðar niður. Annað hvort erum við með kerfi sem gerir kröfur eða ekki. Það er ekki hægt að slaka bara á kröfum eftir því hvaða lið eru í deildinni,“ segir Þórður sem tekur fram að hann sé aðeins að lýsa sinni skoðun þó að eflaust endurómi hann skoðun margra þjálfara. „Þarna er heill kafli hjá 1. deildarfélögunum, uppeldiskaflinn, í raun og veru strokaður út. Ég sé ekki hvernig KSÍ ætlar í kjölfarið að þvinga þau félög sem eru með yngri flokka starf til að standast eitthvað leyfiskerfi, ef það er hægt að fá undanþágu frá því að vera með slíkt starf. Knattspyrnulegi kaflinn, sá mikilvægasti í leyfiskerfinu varðandi uppbyggingu á knattspyrnustarfinu á Íslandi, er bara afskrifaður,“ segir Þórður. Lækka kröfur sem voru allt of litlar Það skjóti skökku við að á meðan að í nágrannalöndum aukist kröfur um að stærri hluti fjármagnsins í fótboltanum fari í grasrótarstarfið, minnki þær hér á landi. „Það er nýbúið að gera nýja sjónvarpssamninga hér á Íslandi en eins og gengur og gerist þá munu tekjurnar af þeim að fara í að kaupa nýja leikmenn, en ekki í uppbygginguna. Við þurfum að hafa regluverk sem gerir að verkum að félögin verði að nýta fjármagn sem kemur í það að styrkja grasrótina. Við erum ekki að gera það með þessu,“ segir Þórður og bætir við: Með þessu er enn frekar verið að færa peningana inn í meistaraflokksstarfið. Fjármunirnir fara til félaganna í efstu tveimur deildunum en kröfurnar eru núna minnkaðar um að þeir séu nýttir til að efla yngri flokka starfið. Kröfur sem eru allt of litlar nú þegar. Það er verið að koma í veg fyrir að við aukum fagmennskuna í uppbyggingu á íþróttastarfinu okkar, sem er sorglegt, sérstaklega þegar við sjáum núna að við erum ekki alveg eins snjallir í knattspyrnunni eins og við héldum. Kórdrengir fóru upp úr 4. deild í þá næstefstu á þremur árum og voru nokkuð nálægt því að komast upp í úrvalsdeild í sumar. Þeir léku í næstefstu deild í sumar þrátt fyrir að uppfylla ekki öll skilyrði í leyfiskerfi KSÍ. Heimaleikir Kórdrengja voru á æfingavelli Leiknis í Breiðholti og þeir gætu leitað til Leiknis til að uppfylla breytt skilyrði leyfiskerfisins.vísir/hulda margrét En hvaða aðra leið væri hægt að fara? Þórður tekur undir að hann telji ekki ákjósanlegt að ný félög reyni að ryðja sér til rúms á höfuðborgarsvæðinu og berjast við þau félög sem þar eru um að fá börn og unglinga á æfingar. „Langtímahugsjónin mín er að við séum með færri afrekslið í íslenskri knattspyrnu, svo hægt sé að efla fagmennskuna í kringum þau. Að við færum okkur nær því sem tíðkast á Norðurlöndum þar sem félögin bjóði upp á sömu þjónustu eins og núna upp 4. flokkinn, en að í 3. flokki komi afrekskademíur án þess þó að lokað sé á starf fyrir krakka sem ekki fara í þær akademíur,“ segir Þórður sem vill einnig nánara samstarf skóla og íþróttahreyfingarinnar, og gæti vísast haldið langa tölu um þessi mál. Félögin verði að þjóna samfélaginu Rétta lausnin sé hins vegar aldrei sú að lækka bara kröfur í leyfiskerfinu eins og nú hafi verið gert: „Ég tel bara ekki eðlilegt að gefa félögum keppnisrétt sem að ekki uppfylla kröfur leyfiskerfisins. Ef að þau eru of langt frá kröfunum, ná til dæmis ekki 90% marki, þá eru þau ekki tækt lið til að spila í þeirri keppni sem um ræðir. Þannig er það bara. Það fengju ekki öll lið að fara í Evrópukeppnina. Það þarf að uppfylla ákveðnar kröfur. Þróttur Vogum er félag og það þarf að finna lausnir með Vogabúum. Ég veit ekki hver heimilisfesti Kórdrengja er. Ég er á móti því að hægt sé að stofna félag sem er ekki tengt samfélaginu. Ef þú ert ekki þjónustumiðstöð í hverfinu þínu, meira en bara íþróttalið, þá hefur þú ekkert gildi fyrir samfélagið. Félögin verða að hafa samfélagslega vísun. Við eigum að hafa leyfiskerfi sem að farið er eftir, gerir kröfur á félögin um að þjálfun og menntun sé í samræmi við löndin í kringum okkur, að starfið sé afreksmiðað og eflt í gegnum grunnskóla og framhaldsskóla, en alls ekki að stíga þau skref að gefa afslætti á uppbyggingu íþróttafélaganna,“ segir Þórður. Setur spurningamerki við að bráðabirgðastjórn taki svona ákvörðun Hugsanlegt er að málið verði tekið upp á ársþingi KSÍ í febrúar en Þórður efast hreinlega um heimild bráðabirgðastjórnar til að leyfa breytingarnar sem hún samþykkti: „Ég er ekki viss um að félögin myndu samþykkja þetta og svo hlýtur maður að spyrja sig hvort að þetta fólk hafi hreinlega heimild til að taka þessa ákvörðun, bráðabirgðastjórn. Ef ég skil þetta rétt þá er bráðabirgðastjórn með frekar afmörkuð verkefni og á ekki að breyta risastórum reglum fyrir knattspyrnuna á Íslandi. Þetta er skrýtnasta skref sem ég hef séð tekið í langan tíma.“ Lengjudeild karla KSÍ Kórdrengir KV Þróttur Vogum Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Þetta segir Þórður Einarsson, yfirþjálfari hjá Þrótti Reykjavík og nýr formaður Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands. Hann segir félög sem sköpuð séu utan um meistaraflokkslið en ali ekki upp og móti nýja knattspyrnumenn, og eigi sér ekki hverfi eða bæjarfélag, lítið gildi hafa fyrir heildarhagsmuni íslensks fótbolta eða íslensks samfélags. „Það er ekki farsælt fyrir íslenska knattspyrnu til lengri tíma litið að við séum að láta félög sem sinna ekki grasrótarstarfi taka svona mikið pláss og pening í íslenskum fótbolta.“ Þórður vakti í vikunni athygli á nýsamþykktum breytingum bráðabirgðastjórnar KSÍ á leyfiskerfi sambandsins. Nú þegar knattspyrnan á íslandi þarf að taka næstu skref. Innleiða öflugra system í þjálfun ungs fólks og nálgast nágrannalönd í þjálfun og aðbúnaði þá er þetta innlegg KSÍ. minnka kröfurnar, lækka standardinn. Frípassar til að valdra aðila. @footballiceland ???? pic.twitter.com/bmUd6YlA0y— Þórður Einarsson (@doddi_111) November 15, 2021 Með breytingunum er slakað á kröfum hvað varðar yngri flokka starf félaga í næstefstu deild karla, þannig að í stað þess að hvert félag þurfi að starfrækja ákveðinn fjölda yngri flokka liða er nóg að þau „myndi tengsl“ við annað félag sem er með barna- og unglingastarf, gegn því reyndar að þau styðji við starfið með sjáanlegum hætti. „Það er ekki leyfiskerfi í 1. deild lengur, miðað við þetta,“ segir Þórður. „Strikað yfir knattspyrnulega kaflann“ Leyfiskerfi KSÍ gerir ýmsar kröfur á knattspyrnufélög sem snúa meðal annars að fjárhag þeirra, mannvirkjum og yngri flokka starfi. Kerfinu var komið á í efstu deild karla árið 2003 og fyrir tímabilið 2007 var það útvíkkað fyrir næstefstu deild karla, með aðeins rýmri reglum fyrir þá deild. Í ár var svo í fyrsta sinn tekið upp leyfiskerfi fyrir úrvalsdeild kvenna. Þórður Einarsson er yfirþjálfari hjá Þrótti Reykjavík.trottur.is Á hverju vori er það svo í höndum leyfisráðs KSÍ að úrskurða um hvort félög fái keppnisleyfi. Ljóst er að félög hafa fengið, og fá jafnvel ítrekað, undanþágu frá sumum af kröfum leyfiskerfisins. Þórður segir kerfið því í raun sýndarmennsku, og að steininn taki úr með þeim breytingum sem nú hafi verið gerðar á „knattspyrnulegu“ forsendum kerfisins. „Núna er strikað yfir knattspyrnulega kaflann [hjá 1. deildarfélögum], mannvirkjaforsendunum hefur aldrei verið farið eftir og lið sem eru langt frá því að standast kerfið hafa fengið að spila án þess að uppfylla þær kröfur, og að auki hefur svo verið gefinn afsláttur af fjárhagslega kaflanum hægri-vinstri. Þetta leyfiskerfi KSÍ er heilt yfir ekkert nema sýndarmennska,“ segir Þórður. Þróttur Vogum komst upp í 1. deild í haust og þarf því að lúta leyfiskerfi KSÍ. Félagið starfrækir ekki 2. eða 3. flokk, hvorki karla né kvenna, og þarf þess ekki miðað við nýju reglurnar.Facebook/Þróttur Vogum „Ekki hægt að slaka bara á kröfum eftir því hvaða lið eru í deildinni“ Í 1. deild karla á næstu leiktíð munu leika lið Kórdrengja, líkt og á síðustu leiktíð, Knattspyrnufélag Vesturbæjar og Þróttur Vogum. Ekkert þeirra hefði að óbreyttu staðist kröfurnar varðandi yngri flokka sem gerðar voru í leyfiskerfinu áður en tilkynnt var um breytingarnar í byrjun vikunnar. „Ástæðan fyrir þessum breytingum er mjög einföld. Það eru félög þarna sem standast ekki kröfur leyfiskerfisins. Þróttur Vogum er frá litlu bæjarfélagi en það er hægt að gera kröfur um starfið þeirra og móta kerfið svo lið frá fámennari stöðum eigi kost á keppnisleyfi. Það er margt sem Kórdrengir uppfylla ekki í leyfisferlinu og KV er eitt af þessum venslafélögum sem ræða þarf hve hátt ættu að mega fara í íslenskri deildakeppni. Þetta eru ólík félög með ólíka starfsemi en þurfa öll breytingu á leyfiskerfinu sem er skaðleg fyrir knattspyrnuna í heild. Í stað þess að sækja í þá átt að félag eins og Þróttur nái að uppfylla lágmarkskröfur, þá eru kröfurnar um fagmennsku í uppbyggingunni bara lagðar niður. Annað hvort erum við með kerfi sem gerir kröfur eða ekki. Það er ekki hægt að slaka bara á kröfum eftir því hvaða lið eru í deildinni,“ segir Þórður sem tekur fram að hann sé aðeins að lýsa sinni skoðun þó að eflaust endurómi hann skoðun margra þjálfara. „Þarna er heill kafli hjá 1. deildarfélögunum, uppeldiskaflinn, í raun og veru strokaður út. Ég sé ekki hvernig KSÍ ætlar í kjölfarið að þvinga þau félög sem eru með yngri flokka starf til að standast eitthvað leyfiskerfi, ef það er hægt að fá undanþágu frá því að vera með slíkt starf. Knattspyrnulegi kaflinn, sá mikilvægasti í leyfiskerfinu varðandi uppbyggingu á knattspyrnustarfinu á Íslandi, er bara afskrifaður,“ segir Þórður. Lækka kröfur sem voru allt of litlar Það skjóti skökku við að á meðan að í nágrannalöndum aukist kröfur um að stærri hluti fjármagnsins í fótboltanum fari í grasrótarstarfið, minnki þær hér á landi. „Það er nýbúið að gera nýja sjónvarpssamninga hér á Íslandi en eins og gengur og gerist þá munu tekjurnar af þeim að fara í að kaupa nýja leikmenn, en ekki í uppbygginguna. Við þurfum að hafa regluverk sem gerir að verkum að félögin verði að nýta fjármagn sem kemur í það að styrkja grasrótina. Við erum ekki að gera það með þessu,“ segir Þórður og bætir við: Með þessu er enn frekar verið að færa peningana inn í meistaraflokksstarfið. Fjármunirnir fara til félaganna í efstu tveimur deildunum en kröfurnar eru núna minnkaðar um að þeir séu nýttir til að efla yngri flokka starfið. Kröfur sem eru allt of litlar nú þegar. Það er verið að koma í veg fyrir að við aukum fagmennskuna í uppbyggingu á íþróttastarfinu okkar, sem er sorglegt, sérstaklega þegar við sjáum núna að við erum ekki alveg eins snjallir í knattspyrnunni eins og við héldum. Kórdrengir fóru upp úr 4. deild í þá næstefstu á þremur árum og voru nokkuð nálægt því að komast upp í úrvalsdeild í sumar. Þeir léku í næstefstu deild í sumar þrátt fyrir að uppfylla ekki öll skilyrði í leyfiskerfi KSÍ. Heimaleikir Kórdrengja voru á æfingavelli Leiknis í Breiðholti og þeir gætu leitað til Leiknis til að uppfylla breytt skilyrði leyfiskerfisins.vísir/hulda margrét En hvaða aðra leið væri hægt að fara? Þórður tekur undir að hann telji ekki ákjósanlegt að ný félög reyni að ryðja sér til rúms á höfuðborgarsvæðinu og berjast við þau félög sem þar eru um að fá börn og unglinga á æfingar. „Langtímahugsjónin mín er að við séum með færri afrekslið í íslenskri knattspyrnu, svo hægt sé að efla fagmennskuna í kringum þau. Að við færum okkur nær því sem tíðkast á Norðurlöndum þar sem félögin bjóði upp á sömu þjónustu eins og núna upp 4. flokkinn, en að í 3. flokki komi afrekskademíur án þess þó að lokað sé á starf fyrir krakka sem ekki fara í þær akademíur,“ segir Þórður sem vill einnig nánara samstarf skóla og íþróttahreyfingarinnar, og gæti vísast haldið langa tölu um þessi mál. Félögin verði að þjóna samfélaginu Rétta lausnin sé hins vegar aldrei sú að lækka bara kröfur í leyfiskerfinu eins og nú hafi verið gert: „Ég tel bara ekki eðlilegt að gefa félögum keppnisrétt sem að ekki uppfylla kröfur leyfiskerfisins. Ef að þau eru of langt frá kröfunum, ná til dæmis ekki 90% marki, þá eru þau ekki tækt lið til að spila í þeirri keppni sem um ræðir. Þannig er það bara. Það fengju ekki öll lið að fara í Evrópukeppnina. Það þarf að uppfylla ákveðnar kröfur. Þróttur Vogum er félag og það þarf að finna lausnir með Vogabúum. Ég veit ekki hver heimilisfesti Kórdrengja er. Ég er á móti því að hægt sé að stofna félag sem er ekki tengt samfélaginu. Ef þú ert ekki þjónustumiðstöð í hverfinu þínu, meira en bara íþróttalið, þá hefur þú ekkert gildi fyrir samfélagið. Félögin verða að hafa samfélagslega vísun. Við eigum að hafa leyfiskerfi sem að farið er eftir, gerir kröfur á félögin um að þjálfun og menntun sé í samræmi við löndin í kringum okkur, að starfið sé afreksmiðað og eflt í gegnum grunnskóla og framhaldsskóla, en alls ekki að stíga þau skref að gefa afslætti á uppbyggingu íþróttafélaganna,“ segir Þórður. Setur spurningamerki við að bráðabirgðastjórn taki svona ákvörðun Hugsanlegt er að málið verði tekið upp á ársþingi KSÍ í febrúar en Þórður efast hreinlega um heimild bráðabirgðastjórnar til að leyfa breytingarnar sem hún samþykkti: „Ég er ekki viss um að félögin myndu samþykkja þetta og svo hlýtur maður að spyrja sig hvort að þetta fólk hafi hreinlega heimild til að taka þessa ákvörðun, bráðabirgðastjórn. Ef ég skil þetta rétt þá er bráðabirgðastjórn með frekar afmörkuð verkefni og á ekki að breyta risastórum reglum fyrir knattspyrnuna á Íslandi. Þetta er skrýtnasta skref sem ég hef séð tekið í langan tíma.“
Lengjudeild karla KSÍ Kórdrengir KV Þróttur Vogum Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti