Sara Sigmunds hannaði húðflúr fyrir aðdáanda sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2021 08:31 Sara Sigmundsdóttir og Benedikte Hayes þegar þær hittust á Íslandi á dögunum. Instagram/@chasingexcellencewithhayes Sara Sigmundsdóttir er ekki aðeins frábær CrossFit kona því hún hefur einnig slegið í gegn sem hönnuður. Sara hefur eins og margir vita verið að hanna íþróttavörur fyrr WIT Fitness og eru fötin hennar komin úr framleiðslu og á markað. Sara er líka að hanna annað og enn persónulegri hluti. Hér má sjá nýja húðflúrið.Instagram/@chasingexcellencewithhayes Einkaþjálfarinn Benedikte Hayes frá Danmörku er mikill aðdáandi Söru og talaði um það sem hápunkt Íslandsferðarinnar fyrir nokkrum vikum þegar hún hitti Söru. Hayes vinnur hjá tölvuleikjafyrirtækinu Sybo á daginn en er síðan einkaþjálfari á kvöldin í fyrirtæki sínu Chasing Excellence with Hayes. Sara er mjög vinsæl íþróttakona ekki aðeins fyrir árangurinn á keppnisgólfinu heldur einnig hvernig hún kemur fram við aðdáendur sína af virðingu og með elskulegheitum. Hún er líka tilbúin í að gera greinilega nýja hluti. Flestir láta sér nægja að gefa aðdáendum sínum eiginhandaáritun en Sara er augljóslega tilbúin að hugsa út fyrir boxið. Hin danska Benedikte Hayes lét nefnilega vita af því á Instagram að Sara hefði hannað fyrir hana húðflúr og það sem meira er að það er núna komið á hana. Orðið er Perseverance í sérstöku rúnaletri en það er þrautseigja á íslenskunni. Það er ljós að Sara sjálf þarf að sýna mikla þrautseigju þessa dagana þegar hún vinnur að því að koma sér aftur inn á keppnisgólfið eftir krossbandsslit. Benedikte þakkaði Söru fyrir hönnunina og fékk líka kveðju til baka frá Söru. „Elska þetta. Þakka þér fyrir að treysta mér fyrir hönnuninni,“ skrifaði Sara. View this post on Instagram A post shared by Benedikte Hayes (@chasingexcellencewithhayes) CrossFit Húðflúr Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Sjá meira
Sara hefur eins og margir vita verið að hanna íþróttavörur fyrr WIT Fitness og eru fötin hennar komin úr framleiðslu og á markað. Sara er líka að hanna annað og enn persónulegri hluti. Hér má sjá nýja húðflúrið.Instagram/@chasingexcellencewithhayes Einkaþjálfarinn Benedikte Hayes frá Danmörku er mikill aðdáandi Söru og talaði um það sem hápunkt Íslandsferðarinnar fyrir nokkrum vikum þegar hún hitti Söru. Hayes vinnur hjá tölvuleikjafyrirtækinu Sybo á daginn en er síðan einkaþjálfari á kvöldin í fyrirtæki sínu Chasing Excellence with Hayes. Sara er mjög vinsæl íþróttakona ekki aðeins fyrir árangurinn á keppnisgólfinu heldur einnig hvernig hún kemur fram við aðdáendur sína af virðingu og með elskulegheitum. Hún er líka tilbúin í að gera greinilega nýja hluti. Flestir láta sér nægja að gefa aðdáendum sínum eiginhandaáritun en Sara er augljóslega tilbúin að hugsa út fyrir boxið. Hin danska Benedikte Hayes lét nefnilega vita af því á Instagram að Sara hefði hannað fyrir hana húðflúr og það sem meira er að það er núna komið á hana. Orðið er Perseverance í sérstöku rúnaletri en það er þrautseigja á íslenskunni. Það er ljós að Sara sjálf þarf að sýna mikla þrautseigju þessa dagana þegar hún vinnur að því að koma sér aftur inn á keppnisgólfið eftir krossbandsslit. Benedikte þakkaði Söru fyrir hönnunina og fékk líka kveðju til baka frá Söru. „Elska þetta. Þakka þér fyrir að treysta mér fyrir hönnuninni,“ skrifaði Sara. View this post on Instagram A post shared by Benedikte Hayes (@chasingexcellencewithhayes)
CrossFit Húðflúr Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Sjá meira