Rögnvaldur hefur fundið Eyjurnar sínar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 12:31 Aðalleikkonurnar í sýningunni, Nína Tamimi og Iðunn Stefánsdóttir, eru sjö ára gamlar og skipta þær með sér hlutverki Eyju í vetur. Siggi Sigurjóns leikur Rögnvald. Vísir/Vilhelm Búið er að velja leikhópinn fyrir sýninguna Langelstur að eilífu sem sett verður á svið í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Frumsýning barnaleikritsins er 15. janúar næstkomandi. Langelstur að eilífu er byggt á samnefndri barnabók um Eyju og vin hennar Rögnvald eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Bókin hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka árið 2019 en fyrri bækurnar tvær, Langelstur í bekknum (2017) og Langelstur í leynifélaginu (2018), voru báðar tilnefndar til Fjöruverðlaunanna þegar þær komu út. Leikarinn Siggi Sigurjóns verður Rögnvaldur, en hann var draumaval höfundar Langelstur bókaseríunnar þegar ákveðið var að gera bækurnar að barnasýningu. Leikstjóri verksins er Björk Jakobsdóttir og leikhópurinn hefur nú þegar hafið æfingar. Nú er búið að velja hverjar munu skipta með sér hlutverki Eyju og hlutverkið fengu þær Nína Sólrún Tamimi og Iðunn Eldey Stefánsdóttir. Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Ásgrímur Geir Logason leika með þeim í sýningunni ásamt hæfileikaríkum hópi barna sem valin voru eftir fjölmennar áheyrnaprufur fyrr á árinu. Konurnar á bak við sýninguna Langelstur að eilífu, Björk Jakobsdóttir leikstjóri og Bergrún Íris Sævarsdóttir höfundur.Vísir/Vilhelm „Það mættu mörg hundruð börn í prufur í haust og valið var virkilega erfitt. Björk er hins vegar vön að leikstýra krökkum og gat sigtað út tólf stykki stórstjörnur. Það hefur verið magnað að fylgjast með því hvað þessir ungu leikarar eru agaðir og flinkir. Aðalleikkonurnar okkar tvær eru bara sjö ára gamlar og eiga stóra framtíð fyrir sér í leikhúsinu,“ segir Bergrún Íris höfundur Langelstur-bókanna. Krakkaleikhópinn skipa Hildur María Reynisdóttir, Nína Sólrún Tamimi, Rafney Birna Guðmundsdóttir, Rebecca Lív Biraghi, Árni Magnússon, Stormur Björnsson, Iðunn Eldey Stefánsdóttir, Helga Karen Aðalsteinsdóttir, Kolbrún Helga Friðriksdóttir, Oktavía Gunnarsdóttir, Steinar Thor Stefánsson og Tómas Bjartur Skúlínuson. Ljósmyndari Vísis leit við á æfingu hjá hópnum á dögunum.Vísir/Vilhelm Langelstur að eilífu er afskaplega falleg saga af vináttu og hugrekki, því Eyja þarf svo sannarlega að vera hugrökk og takast á við mikil umskipti og erfiðar tilfinningar. Stelpurnar eru mjög spenntar að takast á við þetta krefjandi hlutverk. Höfundur tónlistar og tónlistarstjórn er í höndum Mána Svavars. Söngstjóri er Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og hönnuður búninga er Eva Björg Harðardóttir. Friðþjófur Þorsteinsson sér um ljós og leikmynd en grafík hannaði Bergrún Íris Sævarsdóttir. Danshöfundur og sviðshreyfingar eru á vegum Chantelle Carey. Hæfileikaríkur hópur leikara setur upp sýninguna Langelstur að eilífu. Vísir/Vilhelm Leikhús Hafnarfjörður Bókmenntir Menning Börn og uppeldi Krakkar Tengdar fréttir Verðlaunahafarnir á íslensku hljóðbókaverðlaununum Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel Awards, voru afhent í Norðurljósasal Hörpu í dag. 26. mars 2021 14:58 Bergrún Íris, Jón Viðar og Sölvi Björn hljóta bókmenntaverðlaunin Sigurverkið í flokki fagurbókmennta var lengi að fæðast. 28. janúar 2020 20:30 Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Sjá meira
Langelstur að eilífu er byggt á samnefndri barnabók um Eyju og vin hennar Rögnvald eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Bókin hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka árið 2019 en fyrri bækurnar tvær, Langelstur í bekknum (2017) og Langelstur í leynifélaginu (2018), voru báðar tilnefndar til Fjöruverðlaunanna þegar þær komu út. Leikarinn Siggi Sigurjóns verður Rögnvaldur, en hann var draumaval höfundar Langelstur bókaseríunnar þegar ákveðið var að gera bækurnar að barnasýningu. Leikstjóri verksins er Björk Jakobsdóttir og leikhópurinn hefur nú þegar hafið æfingar. Nú er búið að velja hverjar munu skipta með sér hlutverki Eyju og hlutverkið fengu þær Nína Sólrún Tamimi og Iðunn Eldey Stefánsdóttir. Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Ásgrímur Geir Logason leika með þeim í sýningunni ásamt hæfileikaríkum hópi barna sem valin voru eftir fjölmennar áheyrnaprufur fyrr á árinu. Konurnar á bak við sýninguna Langelstur að eilífu, Björk Jakobsdóttir leikstjóri og Bergrún Íris Sævarsdóttir höfundur.Vísir/Vilhelm „Það mættu mörg hundruð börn í prufur í haust og valið var virkilega erfitt. Björk er hins vegar vön að leikstýra krökkum og gat sigtað út tólf stykki stórstjörnur. Það hefur verið magnað að fylgjast með því hvað þessir ungu leikarar eru agaðir og flinkir. Aðalleikkonurnar okkar tvær eru bara sjö ára gamlar og eiga stóra framtíð fyrir sér í leikhúsinu,“ segir Bergrún Íris höfundur Langelstur-bókanna. Krakkaleikhópinn skipa Hildur María Reynisdóttir, Nína Sólrún Tamimi, Rafney Birna Guðmundsdóttir, Rebecca Lív Biraghi, Árni Magnússon, Stormur Björnsson, Iðunn Eldey Stefánsdóttir, Helga Karen Aðalsteinsdóttir, Kolbrún Helga Friðriksdóttir, Oktavía Gunnarsdóttir, Steinar Thor Stefánsson og Tómas Bjartur Skúlínuson. Ljósmyndari Vísis leit við á æfingu hjá hópnum á dögunum.Vísir/Vilhelm Langelstur að eilífu er afskaplega falleg saga af vináttu og hugrekki, því Eyja þarf svo sannarlega að vera hugrökk og takast á við mikil umskipti og erfiðar tilfinningar. Stelpurnar eru mjög spenntar að takast á við þetta krefjandi hlutverk. Höfundur tónlistar og tónlistarstjórn er í höndum Mána Svavars. Söngstjóri er Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og hönnuður búninga er Eva Björg Harðardóttir. Friðþjófur Þorsteinsson sér um ljós og leikmynd en grafík hannaði Bergrún Íris Sævarsdóttir. Danshöfundur og sviðshreyfingar eru á vegum Chantelle Carey. Hæfileikaríkur hópur leikara setur upp sýninguna Langelstur að eilífu. Vísir/Vilhelm
Leikhús Hafnarfjörður Bókmenntir Menning Börn og uppeldi Krakkar Tengdar fréttir Verðlaunahafarnir á íslensku hljóðbókaverðlaununum Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel Awards, voru afhent í Norðurljósasal Hörpu í dag. 26. mars 2021 14:58 Bergrún Íris, Jón Viðar og Sölvi Björn hljóta bókmenntaverðlaunin Sigurverkið í flokki fagurbókmennta var lengi að fæðast. 28. janúar 2020 20:30 Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Sjá meira
Verðlaunahafarnir á íslensku hljóðbókaverðlaununum Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel Awards, voru afhent í Norðurljósasal Hörpu í dag. 26. mars 2021 14:58
Bergrún Íris, Jón Viðar og Sölvi Björn hljóta bókmenntaverðlaunin Sigurverkið í flokki fagurbókmennta var lengi að fæðast. 28. janúar 2020 20:30