Arnar Guðjónsson: Það sem þurfti í Garðabæinn var sigur og hann kom Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. nóvember 2021 22:46 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, fylgdist með sigri sinna manna úr stúkunni í kvöld. Vísir/Bára Stjörnumenn unnu góðan 87-73 sigur á Tindastól í síðasta leiknum fyrir landsleikjafrí í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var kaflaskiptur en að lokum voru það heimamenn úr Garðabænum sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var í banni í kvöld en fylgdist auðvitað með leiknum úr stúkunni. Honum var mjög létt eftir sigurinn í kvöld. „Gríðarlega sáttur, okkur veitti ekki af sigrinum. Búnar að vera þungar síðustu tvær vikur og því var þetta bara mjög kærkomið. Mér fannst við á köflum spila mjög vel, mér fannst hluti af fyrri hálfleik gríðarlega góður og svo bara sigldum við þessu heim hérna í þriðja leikhluta,“ sagði Arnar og var eins og þungu fargi hafi verið af honum létt en fyrir leikinn hafði Stjarnan tapað niður forystu gegn Val og KR. Stjarnan lenti undir í upphafi en eftir um fimm mínútna leik tóku þeir yfir leikinn í um tíu mínútur. Tindastóll klóraði í bakkann og tókst að jafna í upphafi síðari hálfleiks en svo var aftur komið að Stjörnunni. „Upphafið á seinni hálfleik var dapurt, bara vondur körfubolti. Mér fannst við svona komast fyrr upp úr þessari holu sem bæði lið voru að djöflast í. Það kannski gerði gæfumuninn,“ sagði Arnar. Liðið spilaði góða vörn í leiknum í dag og tók meðal annars 15 fleiri fráköst en lið Tindastóls. Arnar segir að vörnin í bland við framlag nokkurra leikmanna, meðal annars frá Ragnari Nathanaelssyni, hafi skilað sigrinum í dag. „Margir sem komu með eitthvað að borðinu. Raggi Nat var ‚outstanding‘ í dag og bara besti maður vallarins. Hann virkar í sumum aðstæðum og hann mætti í kvöld. Þetta er ekkert grín að vera þolinmóður og það koma leikir þar sem hann virkar ekki og þá þarf hann bara að sitja og klappa. Hann var tilbúinn þegar tækifærið kom og stóð sig virkilega vel í dag,“ sagði Arnar. Ragnar spilaði ekki eina sekúndu í síðasta leik en fékk tækifærið í dag. Arnar endurtók það að Ragnar virki ekki alltaf. „KR-ingar eru með lið sem hentar honum mjög illa. Hann er með kosti sem aðrir hafa ekki og þar af leiðandi veikleika sem aðrir hafa ekki. Hann var klár í kvöld, þetta er lið sem hentar honum og hann var ‚outstanding‘,“ sagði Arnar. Framundan er líkt og fyrr segir landsleikjafrí. Arnar segir liðið þurfa að bæta sig heilt yfir, en fyrst og fremst hafi liðið þurft þennan sigur í kvöld. „Við ætlum bara að reyna að vera betri, þetta var ekkert framúrskarandi leikur. Það sem þurfti í Garðabæinn var sigur og hann kom. Það var í raun og veru, bara með fullri virðingu, okkur var drullu sama hvernig hann kæmi en hann þurfti að koma og hann kom. Þetta hjálpar mikið inn í fríið,“ sagði Arnar að lokum. Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 87-73 | Öruggur sigur Stjörnumanna Stjarnan vann í kvöld nokkuð öruggan 14 stiga sigur er liðið tók á móti Tindastól í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 87-73. 18. nóvember 2021 22:04 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Körfubolti Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
„Gríðarlega sáttur, okkur veitti ekki af sigrinum. Búnar að vera þungar síðustu tvær vikur og því var þetta bara mjög kærkomið. Mér fannst við á köflum spila mjög vel, mér fannst hluti af fyrri hálfleik gríðarlega góður og svo bara sigldum við þessu heim hérna í þriðja leikhluta,“ sagði Arnar og var eins og þungu fargi hafi verið af honum létt en fyrir leikinn hafði Stjarnan tapað niður forystu gegn Val og KR. Stjarnan lenti undir í upphafi en eftir um fimm mínútna leik tóku þeir yfir leikinn í um tíu mínútur. Tindastóll klóraði í bakkann og tókst að jafna í upphafi síðari hálfleiks en svo var aftur komið að Stjörnunni. „Upphafið á seinni hálfleik var dapurt, bara vondur körfubolti. Mér fannst við svona komast fyrr upp úr þessari holu sem bæði lið voru að djöflast í. Það kannski gerði gæfumuninn,“ sagði Arnar. Liðið spilaði góða vörn í leiknum í dag og tók meðal annars 15 fleiri fráköst en lið Tindastóls. Arnar segir að vörnin í bland við framlag nokkurra leikmanna, meðal annars frá Ragnari Nathanaelssyni, hafi skilað sigrinum í dag. „Margir sem komu með eitthvað að borðinu. Raggi Nat var ‚outstanding‘ í dag og bara besti maður vallarins. Hann virkar í sumum aðstæðum og hann mætti í kvöld. Þetta er ekkert grín að vera þolinmóður og það koma leikir þar sem hann virkar ekki og þá þarf hann bara að sitja og klappa. Hann var tilbúinn þegar tækifærið kom og stóð sig virkilega vel í dag,“ sagði Arnar. Ragnar spilaði ekki eina sekúndu í síðasta leik en fékk tækifærið í dag. Arnar endurtók það að Ragnar virki ekki alltaf. „KR-ingar eru með lið sem hentar honum mjög illa. Hann er með kosti sem aðrir hafa ekki og þar af leiðandi veikleika sem aðrir hafa ekki. Hann var klár í kvöld, þetta er lið sem hentar honum og hann var ‚outstanding‘,“ sagði Arnar. Framundan er líkt og fyrr segir landsleikjafrí. Arnar segir liðið þurfa að bæta sig heilt yfir, en fyrst og fremst hafi liðið þurft þennan sigur í kvöld. „Við ætlum bara að reyna að vera betri, þetta var ekkert framúrskarandi leikur. Það sem þurfti í Garðabæinn var sigur og hann kom. Það var í raun og veru, bara með fullri virðingu, okkur var drullu sama hvernig hann kæmi en hann þurfti að koma og hann kom. Þetta hjálpar mikið inn í fríið,“ sagði Arnar að lokum.
Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 87-73 | Öruggur sigur Stjörnumanna Stjarnan vann í kvöld nokkuð öruggan 14 stiga sigur er liðið tók á móti Tindastól í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 87-73. 18. nóvember 2021 22:04 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Körfubolti Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 87-73 | Öruggur sigur Stjörnumanna Stjarnan vann í kvöld nokkuð öruggan 14 stiga sigur er liðið tók á móti Tindastól í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 87-73. 18. nóvember 2021 22:04