Forseti norska þingsins til rannsóknar hjá lögreglu og segir af sér Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 23:31 Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, og Eva Kristin Hansen, forseti norska þingsins á fundi í norska þinginu. Hansen hefur sagt af sér eftir að upp komst að hún hafði misnotað aðgang sinn að íbúð í eigu norska þingsins. Getty/Britta Pedersen Lögreglan í Osló hefur til rannsóknar sex þingmenn í Noregi að beiðni ríkissaksóknara. Eva Kristin Hansen, forseti þingsins, hefur staðfest að hún sé þeirra á meðal og hefur sagt af sér. „Það hefur verið tilkynnt að lögreglan í Osló hefur til rannsóknar sex þingmenn eftir umfjöllun fjölmiðla. Ég er ein af þeim,“ sagði Hansen í yfirlýsingu. „Ég tel það ekki boða gott að þingforseti sé starfandi á meðan hann er til rannsóknar hjá lögreglu. Ég hef þess vegna rætt við formann flokksins míns og þingflokksformann og greint þeim frá því að ég ætli að stíga til hliðar sem forseti þingsins.“ Þetta staðfesti Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs og formaður Verkamannaflokksins. „Ég veit að þetta mál er henni þungbært og að henni þykir fyrir þessu. Samt sem áður tel ég það rétt metið hjá henni að stíga til hliðar sem forseti þingsins,“ sagði forsætisráðherrann í samtali við norska ríkisútvarpið. Lögreglan rannsakar þingmennina vegna meintrar misnotkunar á íbúðum í eigu þingsins. Norska þingið á 143 íbúðir í Osló sem þingmönnum, sem búa meira en fjörutíu kílómetra frá þinghúsinu, er heimilt að nota sem annað heimili á meðan á þingsetu stendur. Ástæða þess að Hansen er til skoðunar, og líklega hinir sex líka, er sú að Hansen á sjálf íbúð í Ski, rétt fyrir utan Osló. Þrátt fyrir það hélt hún áfram að nota íbúð þingsins sem sitt annað heimili. Lögheimili Hansen var til ársins 2017 skráð í Þrándheimi, en hún er þingmaður þess svæðis. Samkvæmt reglum þingsins mega þingmenn búa í þessum íbúðum ef lögheimili þeirra er meira en 40 km í burtu frá þinghúsinu. Fjölskyldumeðlimir þeirra mega svo að sjálfsögðu búa þar líka, svo lengi sem þingmaðurinn býr þar á sama tíma. Þingmaðurinn greiðir hvorki leigu á meðan hann býr þar né nokkur önnur útgjöld sem fylgja heimilishaldi, eins og fyrir rafmagn, vatn, hita eða net og sjónvarp. Að sögn Hansen lánaði hún kollega sínum úr þinginu íbúðina sína, þá sem er samt í eigu þingsins, vegna hjónabandsvandræða kollegans. Það er á skjön við reglur þingsins um íbúðirnar. Noregur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
„Það hefur verið tilkynnt að lögreglan í Osló hefur til rannsóknar sex þingmenn eftir umfjöllun fjölmiðla. Ég er ein af þeim,“ sagði Hansen í yfirlýsingu. „Ég tel það ekki boða gott að þingforseti sé starfandi á meðan hann er til rannsóknar hjá lögreglu. Ég hef þess vegna rætt við formann flokksins míns og þingflokksformann og greint þeim frá því að ég ætli að stíga til hliðar sem forseti þingsins.“ Þetta staðfesti Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs og formaður Verkamannaflokksins. „Ég veit að þetta mál er henni þungbært og að henni þykir fyrir þessu. Samt sem áður tel ég það rétt metið hjá henni að stíga til hliðar sem forseti þingsins,“ sagði forsætisráðherrann í samtali við norska ríkisútvarpið. Lögreglan rannsakar þingmennina vegna meintrar misnotkunar á íbúðum í eigu þingsins. Norska þingið á 143 íbúðir í Osló sem þingmönnum, sem búa meira en fjörutíu kílómetra frá þinghúsinu, er heimilt að nota sem annað heimili á meðan á þingsetu stendur. Ástæða þess að Hansen er til skoðunar, og líklega hinir sex líka, er sú að Hansen á sjálf íbúð í Ski, rétt fyrir utan Osló. Þrátt fyrir það hélt hún áfram að nota íbúð þingsins sem sitt annað heimili. Lögheimili Hansen var til ársins 2017 skráð í Þrándheimi, en hún er þingmaður þess svæðis. Samkvæmt reglum þingsins mega þingmenn búa í þessum íbúðum ef lögheimili þeirra er meira en 40 km í burtu frá þinghúsinu. Fjölskyldumeðlimir þeirra mega svo að sjálfsögðu búa þar líka, svo lengi sem þingmaðurinn býr þar á sama tíma. Þingmaðurinn greiðir hvorki leigu á meðan hann býr þar né nokkur önnur útgjöld sem fylgja heimilishaldi, eins og fyrir rafmagn, vatn, hita eða net og sjónvarp. Að sögn Hansen lánaði hún kollega sínum úr þinginu íbúðina sína, þá sem er samt í eigu þingsins, vegna hjónabandsvandræða kollegans. Það er á skjön við reglur þingsins um íbúðirnar.
Noregur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira