Óvænt orðinn stjarna í Svíþjóð Snorri Másson skrifar 20. nóvember 2021 12:13 Birkir Blær Óðinsson, tvítugur Akureyringur, á sviði með Peter Jöback, einum ástsælasta söngvara Svía. Skjáskot/Idol Sigurganga Akureyringsins Birkis Blæs í sænska Idol-inu heldur áfram. Hann er kominn í fimm manna úrslit og segist allt í einu vera farinn að eygja raunverulegan möguleika á að sigra keppnina. Sænska Idolið er ekkert grín. Áhorfendur eru oft hátt í tvær milljónir og þjóðin fylgist með. Nú ber svo við að ein helsta stjarnan er Íslendingur, Birkir Blær Óðinsson. „Fyrst var ég meira svona að þetta væri bara skemmtilegt tækifæri en nú er komið meira keppnisskap í mann,“ segir Birkir Blær í samtali við fréttastofu. Það eru þrjár vikur eftir af keppninni og spennan magnast. Finnurðu fyrir athyglinni? „Já, reyndar. Það er eiginlega pínu skrýtið, maður er stundum bara stoppaður út á götu og beðinn um myndir, sem er voða spes. En maður er náttúrulega á meðan maður er í keppninni í sjónvarpinu einu sinni í viku,“ segir Birkir. View this post on Instagram A post shared by Birkir Blær (@birkir.blaer) Birkir flutti fyrst til Svíþjóðar fyrir tæpu ári, var að leita að vinnu og var hvattur til að skella sér í prufur. Síðan hefur þetta undið upp á sig - og Birkir kveðst sannarlega ekki hafa gert ráð fyrir þessu fyrir tveimur árum. „Þetta er eiginlega það fyrsta sem ég geri í landinu og ég er ekki einu sinni búinn að finna vinnu á þessum tíma,“ segir Birkir, sem keppir í næstu umferð eftir tæpa viku. Hann er búinn að velja lag - en neitar að ljóstra upp um hernaðarleyndarmálin í bili. Svíþjóð Íslendingar erlendis Hælisleitendur Birkir Blær í sænska Idol Tengdar fréttir Birkir Blær kominn í fimm manna úrslit í Svíþjóð Hinn 21 árs gamli Birkir Blær er nú kominn í fimm manna úrslit í söngvakeppninni Idol í Svíþjóð. Í kvöld duttu tveir keppendur úr leik en Birkir söng dúett með frægum sænskum söngvara. 19. nóvember 2021 23:19 Idol-ævintýri Birkis heldur áfram Hinn 21 árs gamli Birkir Blær er nú kominn í átta manna úrslit í söngvakeppninni Idol í Svíþjóð. Eftir að úrslitin voru kynnt í síðasta þætti flutti hann ABBA-lagið Lay All Your Love On Me sem hann verður dæmdur út frá í næsta þætti. 9. nóvember 2021 15:32 Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
Sænska Idolið er ekkert grín. Áhorfendur eru oft hátt í tvær milljónir og þjóðin fylgist með. Nú ber svo við að ein helsta stjarnan er Íslendingur, Birkir Blær Óðinsson. „Fyrst var ég meira svona að þetta væri bara skemmtilegt tækifæri en nú er komið meira keppnisskap í mann,“ segir Birkir Blær í samtali við fréttastofu. Það eru þrjár vikur eftir af keppninni og spennan magnast. Finnurðu fyrir athyglinni? „Já, reyndar. Það er eiginlega pínu skrýtið, maður er stundum bara stoppaður út á götu og beðinn um myndir, sem er voða spes. En maður er náttúrulega á meðan maður er í keppninni í sjónvarpinu einu sinni í viku,“ segir Birkir. View this post on Instagram A post shared by Birkir Blær (@birkir.blaer) Birkir flutti fyrst til Svíþjóðar fyrir tæpu ári, var að leita að vinnu og var hvattur til að skella sér í prufur. Síðan hefur þetta undið upp á sig - og Birkir kveðst sannarlega ekki hafa gert ráð fyrir þessu fyrir tveimur árum. „Þetta er eiginlega það fyrsta sem ég geri í landinu og ég er ekki einu sinni búinn að finna vinnu á þessum tíma,“ segir Birkir, sem keppir í næstu umferð eftir tæpa viku. Hann er búinn að velja lag - en neitar að ljóstra upp um hernaðarleyndarmálin í bili.
Svíþjóð Íslendingar erlendis Hælisleitendur Birkir Blær í sænska Idol Tengdar fréttir Birkir Blær kominn í fimm manna úrslit í Svíþjóð Hinn 21 árs gamli Birkir Blær er nú kominn í fimm manna úrslit í söngvakeppninni Idol í Svíþjóð. Í kvöld duttu tveir keppendur úr leik en Birkir söng dúett með frægum sænskum söngvara. 19. nóvember 2021 23:19 Idol-ævintýri Birkis heldur áfram Hinn 21 árs gamli Birkir Blær er nú kominn í átta manna úrslit í söngvakeppninni Idol í Svíþjóð. Eftir að úrslitin voru kynnt í síðasta þætti flutti hann ABBA-lagið Lay All Your Love On Me sem hann verður dæmdur út frá í næsta þætti. 9. nóvember 2021 15:32 Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
Birkir Blær kominn í fimm manna úrslit í Svíþjóð Hinn 21 árs gamli Birkir Blær er nú kominn í fimm manna úrslit í söngvakeppninni Idol í Svíþjóð. Í kvöld duttu tveir keppendur úr leik en Birkir söng dúett með frægum sænskum söngvara. 19. nóvember 2021 23:19
Idol-ævintýri Birkis heldur áfram Hinn 21 árs gamli Birkir Blær er nú kominn í átta manna úrslit í söngvakeppninni Idol í Svíþjóð. Eftir að úrslitin voru kynnt í síðasta þætti flutti hann ABBA-lagið Lay All Your Love On Me sem hann verður dæmdur út frá í næsta þætti. 9. nóvember 2021 15:32