Gera upp gamlar sakir við Gauta í viðtali við Rolling Stone Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. nóvember 2021 16:40 Hljómsveitin Reykjavíkurdætur. Aðsend Rappsveitin Reykjavíkurdætur var í viðtali við tónlistartímaritið Rolling Stone í gær. Í viðtalinu fara þær meðal annars yfir stofnun hljómsveitarinnar, móðurhlutverkið og baráttuna við feðraveldið. Rappsveitin hefur notið mikilla vinsælda bæði hér á landi og úti í heimi. Sveitin hefur jafnan tæklað hin ýmsu pólitísku mál og hafa Reykjavíkurdætur þótt öflugar í baráttu sinni gegn feðraveldinu. Í viðtalinu segjast þær hafa mætt mótlæti innan rappsenunnar. Senan hefur enda jafnan verið talin mjög karllæg. Reykjavíkurdætur rifjuðu upp atvik sem átti sér stað þegar þær hittu rappara baksviðs á tónleikum hér á landi. „Þetta er okkar tónlist“ „Hann byrjaði að hæðast að okkur og rappinu okkar. Síðar tísti hann: „Þetta er slæm tónlist. Þetta er eins og barnaafmæli þar sem öllum er boðið,“ segja þær í viðtalinu. Hér er væntanlega átt við rapparann þekkta Emmsjé Gauta, en hann lét orðin falla á Twitter síðu sinni árið 2015. Þá sagði rapparinn meðal annars í samtali við fréttastofu: „Okkur langar öll að hafa góðar rappstelpur, sem geri góð lög. Og þess vegna þorir enginn að segja neitt um Reykjavíkurdætur. Það hefur verið tabú að gagnrýna þær. Stundum er erfitt að heyra sannleikann en svona er þetta.“ Gauti sagði enn fremur á Twitter-síðu sinni að rappsveitin væri „feit pæling sem gekk ekki upp.“ Reykjavíkurdætur segja í viðtalinu að sá hlæi best sem síðast hlær. Enn gangi tónlistin mjög vel, átta árum eftir stofnun hljómsveitarinnar og ekkert lát virðist vera á vinsældum hljómsveitarinnar. „Hann [Emmsjé Gauti] var í hlaðvarpi og baðst fyrirgefningar. En þetta snýst ekki um hann. Þetta er okkar tónlist,“ segja Reykjavíkurdætur í viðtalinu. Emmsjé Gauti var í hlaðvarpinu Skoðanabræðrum nýlega, þar sem hann beinlínis baðst afsökunar á ummælunum. Tónlist Tengdar fréttir Drekka brjóstamjólk á Sumri hinna heitu mæðra Mæður eru kynþokkafullar, allavega í sumar, að mati Reykjavíkurdætra. Rapphópurinn sendi frá sér glænýtt myndband í dag við nýjasta lag sitt sem kom út um miðjan mánuðinn í samvinnu við rapparann STEPMOM. 28. júlí 2021 16:17 „Ekki nóg talað um það hvað er hot að vera mamma“ Rappsveitin Reykjavíkurdætur hefur sent frá sér nýtt lag, Hot Milf Summer, sem er fyrsta lagið sem sveitin gefur út á árinu. Tökur á tónlistarmyndbandinu við lagið hafa vakið mikla athygli en fjöldi þekktra Íslendinga leikur í myndbandinu. 16. júlí 2021 13:18 Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Rappsveitin hefur notið mikilla vinsælda bæði hér á landi og úti í heimi. Sveitin hefur jafnan tæklað hin ýmsu pólitísku mál og hafa Reykjavíkurdætur þótt öflugar í baráttu sinni gegn feðraveldinu. Í viðtalinu segjast þær hafa mætt mótlæti innan rappsenunnar. Senan hefur enda jafnan verið talin mjög karllæg. Reykjavíkurdætur rifjuðu upp atvik sem átti sér stað þegar þær hittu rappara baksviðs á tónleikum hér á landi. „Þetta er okkar tónlist“ „Hann byrjaði að hæðast að okkur og rappinu okkar. Síðar tísti hann: „Þetta er slæm tónlist. Þetta er eins og barnaafmæli þar sem öllum er boðið,“ segja þær í viðtalinu. Hér er væntanlega átt við rapparann þekkta Emmsjé Gauta, en hann lét orðin falla á Twitter síðu sinni árið 2015. Þá sagði rapparinn meðal annars í samtali við fréttastofu: „Okkur langar öll að hafa góðar rappstelpur, sem geri góð lög. Og þess vegna þorir enginn að segja neitt um Reykjavíkurdætur. Það hefur verið tabú að gagnrýna þær. Stundum er erfitt að heyra sannleikann en svona er þetta.“ Gauti sagði enn fremur á Twitter-síðu sinni að rappsveitin væri „feit pæling sem gekk ekki upp.“ Reykjavíkurdætur segja í viðtalinu að sá hlæi best sem síðast hlær. Enn gangi tónlistin mjög vel, átta árum eftir stofnun hljómsveitarinnar og ekkert lát virðist vera á vinsældum hljómsveitarinnar. „Hann [Emmsjé Gauti] var í hlaðvarpi og baðst fyrirgefningar. En þetta snýst ekki um hann. Þetta er okkar tónlist,“ segja Reykjavíkurdætur í viðtalinu. Emmsjé Gauti var í hlaðvarpinu Skoðanabræðrum nýlega, þar sem hann beinlínis baðst afsökunar á ummælunum.
Tónlist Tengdar fréttir Drekka brjóstamjólk á Sumri hinna heitu mæðra Mæður eru kynþokkafullar, allavega í sumar, að mati Reykjavíkurdætra. Rapphópurinn sendi frá sér glænýtt myndband í dag við nýjasta lag sitt sem kom út um miðjan mánuðinn í samvinnu við rapparann STEPMOM. 28. júlí 2021 16:17 „Ekki nóg talað um það hvað er hot að vera mamma“ Rappsveitin Reykjavíkurdætur hefur sent frá sér nýtt lag, Hot Milf Summer, sem er fyrsta lagið sem sveitin gefur út á árinu. Tökur á tónlistarmyndbandinu við lagið hafa vakið mikla athygli en fjöldi þekktra Íslendinga leikur í myndbandinu. 16. júlí 2021 13:18 Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Drekka brjóstamjólk á Sumri hinna heitu mæðra Mæður eru kynþokkafullar, allavega í sumar, að mati Reykjavíkurdætra. Rapphópurinn sendi frá sér glænýtt myndband í dag við nýjasta lag sitt sem kom út um miðjan mánuðinn í samvinnu við rapparann STEPMOM. 28. júlí 2021 16:17
„Ekki nóg talað um það hvað er hot að vera mamma“ Rappsveitin Reykjavíkurdætur hefur sent frá sér nýtt lag, Hot Milf Summer, sem er fyrsta lagið sem sveitin gefur út á árinu. Tökur á tónlistarmyndbandinu við lagið hafa vakið mikla athygli en fjöldi þekktra Íslendinga leikur í myndbandinu. 16. júlí 2021 13:18