De Gea: Erfitt að horfa upp á þetta - Ekki stjóranum að kenna Arnar Geir Halldórsson skrifar 20. nóvember 2021 17:35 De Gea í leikslok. vísir/Getty David De Gea var ekki að skafa af hlutunum í viðtali eftir niðurlægjandi tap Man Utd gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. „Það er ekki mikið hægt að segja. Það var vandræðalegt að sjá Man Utd spila eins og við gerðum í dag. Þetta er ekki ásættanlegt; hvernig við spilum og hvernig við gerum hluti inn á vellinum. Það er auðvelt að kenna stjóranum um en stundum er við leikmennina að sakast. Við verðum að gera miklu betur,“ segir De Gea. Spænski markvörðurinn varði vítaspyrnu frá Ismaila Sarr í tvígang í fyrri hálfleik en heimamenn hefðu hæglega getað farið með meiri forystu en 2-0 inn í leikhléið. „Fyrri hálfleikur var vandræðalegur. Við hefðum getað fengið á okkur fjögur mörk á 45 mínútum. Það var erfitt að horfa upp á þetta. Martröð á eftir martröð. Við getum ekki sætt okkur við þetta.“ „Við erum að reyna að gera okkar besta og berjast fyrir liðið en það er klárlega eitthvað að. Það sjá það allir í leikjunum. Spilamennskan er í mjög lágum gæðaflokki. Við þurfum að biðja stuðningsmennina afsökunar, enn og aftur,“ sagði De Gea. De Gea hefur leikið 456 leiki fyrir Man Utd og augljóst að hann er ekki ánægður með á hvaða stað liðið er í dag. „Þetta er ekki Manchester United eða spilamennskan sem við viljum standa fyrir. Þetta hefur verið mjög vont í langan tíma. Félag eins og Man Utd verður að vera að keppa um titla og berjast í fremstu röð. Ef ég er alveg heiðarlegur þá erum við langt frá því.“ „Við verðum að halda áfram og standa saman. Við erum alltaf að segja sömu hlutina en þetta er sannleikurinn. Við verðum að líta á okkur sjálfa og sjá hvað við getum bætt,“ segir De Gea. Enski boltinn Tengdar fréttir Watford niðurlægði Manchester United | Enn þyngist róðurinn hjá Solskjær Manchester United tapaði í fjórða sinn í síðustu fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið mætti í heimsókn til Watford og heimamenn gerðu sér lítið fyrir og unnu sigur, 4-1. 20. nóvember 2021 17:05 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
„Það er ekki mikið hægt að segja. Það var vandræðalegt að sjá Man Utd spila eins og við gerðum í dag. Þetta er ekki ásættanlegt; hvernig við spilum og hvernig við gerum hluti inn á vellinum. Það er auðvelt að kenna stjóranum um en stundum er við leikmennina að sakast. Við verðum að gera miklu betur,“ segir De Gea. Spænski markvörðurinn varði vítaspyrnu frá Ismaila Sarr í tvígang í fyrri hálfleik en heimamenn hefðu hæglega getað farið með meiri forystu en 2-0 inn í leikhléið. „Fyrri hálfleikur var vandræðalegur. Við hefðum getað fengið á okkur fjögur mörk á 45 mínútum. Það var erfitt að horfa upp á þetta. Martröð á eftir martröð. Við getum ekki sætt okkur við þetta.“ „Við erum að reyna að gera okkar besta og berjast fyrir liðið en það er klárlega eitthvað að. Það sjá það allir í leikjunum. Spilamennskan er í mjög lágum gæðaflokki. Við þurfum að biðja stuðningsmennina afsökunar, enn og aftur,“ sagði De Gea. De Gea hefur leikið 456 leiki fyrir Man Utd og augljóst að hann er ekki ánægður með á hvaða stað liðið er í dag. „Þetta er ekki Manchester United eða spilamennskan sem við viljum standa fyrir. Þetta hefur verið mjög vont í langan tíma. Félag eins og Man Utd verður að vera að keppa um titla og berjast í fremstu röð. Ef ég er alveg heiðarlegur þá erum við langt frá því.“ „Við verðum að halda áfram og standa saman. Við erum alltaf að segja sömu hlutina en þetta er sannleikurinn. Við verðum að líta á okkur sjálfa og sjá hvað við getum bætt,“ segir De Gea.
Enski boltinn Tengdar fréttir Watford niðurlægði Manchester United | Enn þyngist róðurinn hjá Solskjær Manchester United tapaði í fjórða sinn í síðustu fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið mætti í heimsókn til Watford og heimamenn gerðu sér lítið fyrir og unnu sigur, 4-1. 20. nóvember 2021 17:05 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Watford niðurlægði Manchester United | Enn þyngist róðurinn hjá Solskjær Manchester United tapaði í fjórða sinn í síðustu fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið mætti í heimsókn til Watford og heimamenn gerðu sér lítið fyrir og unnu sigur, 4-1. 20. nóvember 2021 17:05
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti