Valskonur höfðu mikla yfirburði nær allan leikinn og unnu að lokum sautján marka sigur, 33-16 eftir að staðan í leikhléi var 17-9.
Auður Ester Gestsdóttir var markahæst Valskvenna með sex mörk en Thea Imani Sturludóttir, Mariam Eradze og Hildigunnur Einarsdóttir gerðu fimm mörk hver.
Katrín Helga Davíðsdóttir atkvæðamest í liði Aftureldingar með fimm mörk.