10 kröfur leigjenda á Íslandi Vilborg Bjarkardóttir skrifar 22. nóvember 2021 08:00 Stjórn Samtaka leigjenda á Íslandi vinnur að því að leggja fram frumvarp að kröfum leigjanda fyrir leigjendaþing sem haldið verður í febrúar eða mars á næsta ári. Tillögur stjórnar verða ræddar á félagsfundi Samtakanna, sem haldinn verður í Breiðfirðingabúð og á zoom kl. 14 næsta laugardag, 27. nóvember. Ef þú vilt styðja þessar kröfur og taka þátt í mótun þeirra ættir þú að ganga í Samtök leigjenda, en það má gera hér: Skráning félaga. Húsnæðiskerfið á Íslandi og þá sérstaklega leigumarkaðurinn er sá einstaki þáttur sem mest dregur niður lífskjör stærsta hópsins. Það er löngu orðið ljóst að óbreytt húsnæðisstefna bætir ekki ástandið heldur ýtir undir ágalla húsnæðiskerfsins. Til að bæta stöðuna og lyfta upp lífskjörum um 30 þúsund fjölskyldna á leigumarkaði og alls almennings leggur stjórn Samtaka leigjenda fram þessar tíu kröfur. 1. Heimili er grunnþörf og mannréttindi Það er frumskylda samfélagsins að sinna grunnþörfum íbúanna, fullorðinna sem barna. 2. Allir eiga að hafa aðgengi að ódýru og öruggu húsnæði Húsnæðismál eru grunnur allar velferðar. Það er sama hvað við gerum til að bæta stöðu þeirra sem standa illa, eru veik eða glíma við erfiðleika, ef fólk býr við okur, óöryggi og afkomukvíða þurrkast út öll áhrif af annarrar aðstoðar. Húsnæðisóöryggi og hár húsnæðiskostnaður er helsta forsenda fyrir fátækt barna. 3. Húsnæði er hluti af innviðum samfélagsins, ekki markaðsvara Byggja á upp heilbrigt húsnæðiskerfi sem þjónar öllum almenningi. Húsnæðiskerfið á ekki að vera leikvangur þau sem vilja hagnast mikið á skömmum tíma. Húsnæðiskerfið á að vera stöðugt og traust og skila lágri ávöxtun til langs tíma, en fyrst og fremst öryggi og hagsæld fyrir íbúanna. 4. Tryggja þarf nægt framboð af ódýru og öruggu leiguhúsnæði Eina leiðin til að tryggja ódýrt og öruggt húsnæði er að byggja íbúðir sem varðar eru fyrir braski og sveiflum á fasteigna- og fjármagnsmarkaði. Þessi hluti markaðarins er miklum mun minni á Íslandi en í nágrannalöndum okkar, þar sem betra jafnvægi er í húsnæðiskerfinu. Ríki, sveitarfélög, verkalýðsfélög, lífeyrissjóðir, samvinnufélög almennings, húsnæðisfélög almannasamtaka og aðrir aðilar geta og eiga að mæta þessari þörf. Auðvelda þarf sérstaklega að byggja upp byggingarsamvinnufélög leigjenda. Því stærri sem óhagnaðardrifni hluti húsnæðiskerfisins er því meira jafnvægi verður á öðrum hlutum hans. 5. Íbúðarhúsnæði þarf að vera íbúðarhæft Allt húsnæði sem leigt er út sem íbúðarhúsnæði þarf af vera íbúðarhæft og uppfylla kröfur fyrir umgjörð utan um gefandi heimilislíf. Leigjendur eiga að geta sótt um heimild til að lagfæra húsnæðið á kostnað leigusala ef það uppfyllir ekki kröfur og fá til þess stuðning opinberra aðila. Óíbúðarhæft húsnæði á ekkert erindi inn á leigumarkað. 6. Setja þarf þak á hversu dýr húsaleigu getur orðið Hið opinbera á að gefa út viðmiðunarverð og hámarksverð húsaleigu. Fólk sem kýs að leiga hærra ætti þá ekki rétt á afslætti á fjármagnstekjuskatti vegna leigutekna né öðrum stuðningi ríkisvaldsins við húsnæðiseigendur. Aðeins leigusalar sem leigja á sanngjörnu verði geta tilheyrt opinberu húsnæðiskerfi. Okur á að vera neðanjarðarstarfsemi ekki viðurkennd viðskipti. Greiðslufallstrygging á að vera hluti af leiguverð og leggja ber niður fyrirframgreiðslu og tryggingarfé frá leigjendum. 7. Banna þarf hækkanir á húsaleigu umfram hækkun á kostnaði leigusala Setja þarf í lög að óheimilt sé að hækka leigu umfram kostnað leigusala við viðhald, fjármögnun eða annað sem tengist rekstri húsnæðisins. Leiguverð á ekki að elta fasteignaverð eða kaupgetu almennings, þannig að leigusalar éti upp alla kaupmáttaraukningu launafólks. 8. Hækka ber húsnæðisbætur Alþjóðlegir mælikvarðar segja að eðlilegur húsnæðiskostnaður sé um 25% af ráðstöfunartekjum og að húsnæðiskostnaður umfram 40% af ráðstöfunartekjum sé verulega íþyngjandi. Þrátt fyrir núverandi húsnæðisbætur ber stærsti hluti leigjenda íþyngjandi húsnæðiskostnað. Þessir leigjendur bera því kostnaðinn af óheilbrigðu húsnæðiskerfi og greiðir fyrir galla þess með skertum lífskjörum. Eðlileg ráðstöfun er að hið opinbera beri þennan kostnað með því að hækka húsnæðisbætur. Hið opinbera hefur þá beinan hag af því að lagfæra kerfið, lækka verð og auka öryggi, til að draga úr kostnaði sínum við húsnæðisbætur. 9. Nota ber lög, reglugerðir, eftirlit, opinber framlög og skatta til að hemja húsnæðismarkaðinn Eftir margra ára tilraunir stjórnvalda um að láta óheftan markað um uppbyggingu húsnæðiskerfisins er ljóst að slíkt spennir upp húsnæðisverð, ýtir undir brask og grefur undan öryggi og lífskjörum almennings. Hinu opinbera ber því að beita öllum tiltækum ráðum til að hemja markaðinn, hrekja burt braskara og byggja upp stöðugt og réttlátt húsnæðiskerfi sem þjónar almenningi. Markmið á að vera að byggja upp formfast og öruggt kerfi. Ein leið er að skylda húsnæðiseigendur til að leggja íbúðir sínar inn í leigufélög til að tryggja löglega og faglega útleigu þeirra. 10. Styrkja þarf réttindabaráttu leigjenda Styrkja þarf samtök leigjenda svo þau geti sinnt hagsmuna- og réttindabaráttu fyrir hópinn. Enginn hópur á Íslandi býr við lakari kjör og réttindi í samanburði við sambærilegan hóp í nágrannalöndum okkar. Á vettvangi þar sem staða fólks er ójöfn er samtakamáttur og skipulögð barátta besta leiðin til að verja hin veiku gegn því að hin sterku misnoti stöðu sína. Við þekkjum jákvæðar afleiðingar af skipulagðri baráttu af vinnumarkaði en neikvæðar afleiðingar af skortinum á slíku á húsnæðismarkaði. Samtök leigjenda eiga að hafa samningsrétt um leiguverð og skilmála fyrir hönd félaga sinna og annara leigjenda á sama hátt og verkalýðsfélög hafa samningsrétt um launakjör. Styrkja þarf sérstaklega stöðu jaðarsettra hópa til að koma í veg fyrir mismunun á húsnæðismarkaði vegna uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls, litarháttar, trúarbragða, lífs-, stjórnmálaskoðana, trúleysis, kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna, aldurs, fötlunar, holdafars, líkamsgerðar, heilsufars, atgervis eða annarrar stöðu. Styrkja þarf réttarstöðu einstakra leigjenda gagnvart leigusölum. Leigjendur sem uppljóstra um lögbrot, okur, hótanir og annað óréttlæti af hálfu leigusala þurfa sérstaka vernd svo frásagnir þeirra leiði ekki til heimilisleysis. Höfundur er formaður stjórnar Samtaka leigjenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Sjá meira
Stjórn Samtaka leigjenda á Íslandi vinnur að því að leggja fram frumvarp að kröfum leigjanda fyrir leigjendaþing sem haldið verður í febrúar eða mars á næsta ári. Tillögur stjórnar verða ræddar á félagsfundi Samtakanna, sem haldinn verður í Breiðfirðingabúð og á zoom kl. 14 næsta laugardag, 27. nóvember. Ef þú vilt styðja þessar kröfur og taka þátt í mótun þeirra ættir þú að ganga í Samtök leigjenda, en það má gera hér: Skráning félaga. Húsnæðiskerfið á Íslandi og þá sérstaklega leigumarkaðurinn er sá einstaki þáttur sem mest dregur niður lífskjör stærsta hópsins. Það er löngu orðið ljóst að óbreytt húsnæðisstefna bætir ekki ástandið heldur ýtir undir ágalla húsnæðiskerfsins. Til að bæta stöðuna og lyfta upp lífskjörum um 30 þúsund fjölskyldna á leigumarkaði og alls almennings leggur stjórn Samtaka leigjenda fram þessar tíu kröfur. 1. Heimili er grunnþörf og mannréttindi Það er frumskylda samfélagsins að sinna grunnþörfum íbúanna, fullorðinna sem barna. 2. Allir eiga að hafa aðgengi að ódýru og öruggu húsnæði Húsnæðismál eru grunnur allar velferðar. Það er sama hvað við gerum til að bæta stöðu þeirra sem standa illa, eru veik eða glíma við erfiðleika, ef fólk býr við okur, óöryggi og afkomukvíða þurrkast út öll áhrif af annarrar aðstoðar. Húsnæðisóöryggi og hár húsnæðiskostnaður er helsta forsenda fyrir fátækt barna. 3. Húsnæði er hluti af innviðum samfélagsins, ekki markaðsvara Byggja á upp heilbrigt húsnæðiskerfi sem þjónar öllum almenningi. Húsnæðiskerfið á ekki að vera leikvangur þau sem vilja hagnast mikið á skömmum tíma. Húsnæðiskerfið á að vera stöðugt og traust og skila lágri ávöxtun til langs tíma, en fyrst og fremst öryggi og hagsæld fyrir íbúanna. 4. Tryggja þarf nægt framboð af ódýru og öruggu leiguhúsnæði Eina leiðin til að tryggja ódýrt og öruggt húsnæði er að byggja íbúðir sem varðar eru fyrir braski og sveiflum á fasteigna- og fjármagnsmarkaði. Þessi hluti markaðarins er miklum mun minni á Íslandi en í nágrannalöndum okkar, þar sem betra jafnvægi er í húsnæðiskerfinu. Ríki, sveitarfélög, verkalýðsfélög, lífeyrissjóðir, samvinnufélög almennings, húsnæðisfélög almannasamtaka og aðrir aðilar geta og eiga að mæta þessari þörf. Auðvelda þarf sérstaklega að byggja upp byggingarsamvinnufélög leigjenda. Því stærri sem óhagnaðardrifni hluti húsnæðiskerfisins er því meira jafnvægi verður á öðrum hlutum hans. 5. Íbúðarhúsnæði þarf að vera íbúðarhæft Allt húsnæði sem leigt er út sem íbúðarhúsnæði þarf af vera íbúðarhæft og uppfylla kröfur fyrir umgjörð utan um gefandi heimilislíf. Leigjendur eiga að geta sótt um heimild til að lagfæra húsnæðið á kostnað leigusala ef það uppfyllir ekki kröfur og fá til þess stuðning opinberra aðila. Óíbúðarhæft húsnæði á ekkert erindi inn á leigumarkað. 6. Setja þarf þak á hversu dýr húsaleigu getur orðið Hið opinbera á að gefa út viðmiðunarverð og hámarksverð húsaleigu. Fólk sem kýs að leiga hærra ætti þá ekki rétt á afslætti á fjármagnstekjuskatti vegna leigutekna né öðrum stuðningi ríkisvaldsins við húsnæðiseigendur. Aðeins leigusalar sem leigja á sanngjörnu verði geta tilheyrt opinberu húsnæðiskerfi. Okur á að vera neðanjarðarstarfsemi ekki viðurkennd viðskipti. Greiðslufallstrygging á að vera hluti af leiguverð og leggja ber niður fyrirframgreiðslu og tryggingarfé frá leigjendum. 7. Banna þarf hækkanir á húsaleigu umfram hækkun á kostnaði leigusala Setja þarf í lög að óheimilt sé að hækka leigu umfram kostnað leigusala við viðhald, fjármögnun eða annað sem tengist rekstri húsnæðisins. Leiguverð á ekki að elta fasteignaverð eða kaupgetu almennings, þannig að leigusalar éti upp alla kaupmáttaraukningu launafólks. 8. Hækka ber húsnæðisbætur Alþjóðlegir mælikvarðar segja að eðlilegur húsnæðiskostnaður sé um 25% af ráðstöfunartekjum og að húsnæðiskostnaður umfram 40% af ráðstöfunartekjum sé verulega íþyngjandi. Þrátt fyrir núverandi húsnæðisbætur ber stærsti hluti leigjenda íþyngjandi húsnæðiskostnað. Þessir leigjendur bera því kostnaðinn af óheilbrigðu húsnæðiskerfi og greiðir fyrir galla þess með skertum lífskjörum. Eðlileg ráðstöfun er að hið opinbera beri þennan kostnað með því að hækka húsnæðisbætur. Hið opinbera hefur þá beinan hag af því að lagfæra kerfið, lækka verð og auka öryggi, til að draga úr kostnaði sínum við húsnæðisbætur. 9. Nota ber lög, reglugerðir, eftirlit, opinber framlög og skatta til að hemja húsnæðismarkaðinn Eftir margra ára tilraunir stjórnvalda um að láta óheftan markað um uppbyggingu húsnæðiskerfisins er ljóst að slíkt spennir upp húsnæðisverð, ýtir undir brask og grefur undan öryggi og lífskjörum almennings. Hinu opinbera ber því að beita öllum tiltækum ráðum til að hemja markaðinn, hrekja burt braskara og byggja upp stöðugt og réttlátt húsnæðiskerfi sem þjónar almenningi. Markmið á að vera að byggja upp formfast og öruggt kerfi. Ein leið er að skylda húsnæðiseigendur til að leggja íbúðir sínar inn í leigufélög til að tryggja löglega og faglega útleigu þeirra. 10. Styrkja þarf réttindabaráttu leigjenda Styrkja þarf samtök leigjenda svo þau geti sinnt hagsmuna- og réttindabaráttu fyrir hópinn. Enginn hópur á Íslandi býr við lakari kjör og réttindi í samanburði við sambærilegan hóp í nágrannalöndum okkar. Á vettvangi þar sem staða fólks er ójöfn er samtakamáttur og skipulögð barátta besta leiðin til að verja hin veiku gegn því að hin sterku misnoti stöðu sína. Við þekkjum jákvæðar afleiðingar af skipulagðri baráttu af vinnumarkaði en neikvæðar afleiðingar af skortinum á slíku á húsnæðismarkaði. Samtök leigjenda eiga að hafa samningsrétt um leiguverð og skilmála fyrir hönd félaga sinna og annara leigjenda á sama hátt og verkalýðsfélög hafa samningsrétt um launakjör. Styrkja þarf sérstaklega stöðu jaðarsettra hópa til að koma í veg fyrir mismunun á húsnæðismarkaði vegna uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls, litarháttar, trúarbragða, lífs-, stjórnmálaskoðana, trúleysis, kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna, aldurs, fötlunar, holdafars, líkamsgerðar, heilsufars, atgervis eða annarrar stöðu. Styrkja þarf réttarstöðu einstakra leigjenda gagnvart leigusölum. Leigjendur sem uppljóstra um lögbrot, okur, hótanir og annað óréttlæti af hálfu leigusala þurfa sérstaka vernd svo frásagnir þeirra leiði ekki til heimilisleysis. Höfundur er formaður stjórnar Samtaka leigjenda á Íslandi.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun