„Þeir sögðu hluti sem ég átti mjög erfitt með að fyrirgefa“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2021 10:30 Jón Rúnar Halldórsson og Lúðvík Arnarson létu gamminn geysa eftir leik FH og Vals í Kaplakrika 2013. vísir/vilhelm Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að ásakanir FH-inga um að hann hafi tekið hluta af sölu leikmanna til sín hafi fengið á sig. Mikið gekk á eftir 3-3 jafntefli FH og Vals í Kaplakrika sumarið 2013. Forráðamenn FH, þeir Jón Rúnar Halldórsson og Lúðvík Arnarson, fullyrtu meðal annars við blaðamenn að Börkur tæki hlut af sölu leikmanna Vals. „Hann er eini formaðurinn sem tekur hlut (e. cut) af öllum sölum, það er hann. Vitið þið þetta ekki? Eruð þið ekki fréttamenn? Hvað eruð þið að gera?“ sagði Jón Rúnar. Lúðvík tók svo við boltanum. „Þessi maður tekur peninga þegar leikmaður fer frá Val. Hann gerir það, komist að því og þefið það uppi. Talið við mennina sem vita það. Það segir enginn frá þessu,“ sagði Lúðvík. Jón Rúnar og Lúðvík sendu frá sér afsökunarbeiðni sem Börkur tók gilda. FH fékk fjörutíu þúsund króna sekt fyrir ummæli þeirra. Börkur ræddi þessa uppákomu í Foringjunum á Stöð 2 Sport í gær. „Skipstjórinn í Hafnarfirði kemur siglandi eins og freygáta inn garðinn, þá var ég kominn hálfur inn í klefa, og lætur mig heyra það óþvegið. Hann er skapkall líka og ég er úr Fellunum. Þú verður að átta þig á því. Ég fór á móti og þetta voru eins og tveir hanar, í andlitinu á hvor öðrum. Það er ekkert gott að rifja upp hvað var sagt.“ Klippa: Foringjarnar - Börkur um deilurnar við FH-inga Börkur og Jón Rúnar héldu áfram að kítast úti á bílastæði áður en sá fyrrnefndi hélt heim á leið. Þar frétti hann af ummælum Jóns Rúnars og Lúðvíks. „Það var augljóst að menn misstu sig gjörsamlega. Ég veit fyrir víst að þetta tók mikið á Lúlla. Hann bætti ráð sitt og bað mig afsökunar á mjög einlægan hátt og Jón Rúnar einnig. Ég ákvað að vera maður með meiru og taka þessari afsökunarbeiðni því ég veit alveg hvað það er að missa sig. Ég ætlaði ekkert að halda því gegn mönnum, strax eftir leik og maður er keppnismaður sjálfur,“ sagði Börkur. „Þeir sögðu hluti sem voru ljótir og hafa legið utan á mér síðan þá. En ég er með þykkan skráp og læt það ekki á mig hafa. En þeir sögðu hluti sem ég átti mjög erfitt með að fyrirgefa en ég ákvað að gera það og er búinn að fyrirgefa þeim að fullu í dag.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Valur Foringjarnir Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sjá meira
Mikið gekk á eftir 3-3 jafntefli FH og Vals í Kaplakrika sumarið 2013. Forráðamenn FH, þeir Jón Rúnar Halldórsson og Lúðvík Arnarson, fullyrtu meðal annars við blaðamenn að Börkur tæki hlut af sölu leikmanna Vals. „Hann er eini formaðurinn sem tekur hlut (e. cut) af öllum sölum, það er hann. Vitið þið þetta ekki? Eruð þið ekki fréttamenn? Hvað eruð þið að gera?“ sagði Jón Rúnar. Lúðvík tók svo við boltanum. „Þessi maður tekur peninga þegar leikmaður fer frá Val. Hann gerir það, komist að því og þefið það uppi. Talið við mennina sem vita það. Það segir enginn frá þessu,“ sagði Lúðvík. Jón Rúnar og Lúðvík sendu frá sér afsökunarbeiðni sem Börkur tók gilda. FH fékk fjörutíu þúsund króna sekt fyrir ummæli þeirra. Börkur ræddi þessa uppákomu í Foringjunum á Stöð 2 Sport í gær. „Skipstjórinn í Hafnarfirði kemur siglandi eins og freygáta inn garðinn, þá var ég kominn hálfur inn í klefa, og lætur mig heyra það óþvegið. Hann er skapkall líka og ég er úr Fellunum. Þú verður að átta þig á því. Ég fór á móti og þetta voru eins og tveir hanar, í andlitinu á hvor öðrum. Það er ekkert gott að rifja upp hvað var sagt.“ Klippa: Foringjarnar - Börkur um deilurnar við FH-inga Börkur og Jón Rúnar héldu áfram að kítast úti á bílastæði áður en sá fyrrnefndi hélt heim á leið. Þar frétti hann af ummælum Jóns Rúnars og Lúðvíks. „Það var augljóst að menn misstu sig gjörsamlega. Ég veit fyrir víst að þetta tók mikið á Lúlla. Hann bætti ráð sitt og bað mig afsökunar á mjög einlægan hátt og Jón Rúnar einnig. Ég ákvað að vera maður með meiru og taka þessari afsökunarbeiðni því ég veit alveg hvað það er að missa sig. Ég ætlaði ekkert að halda því gegn mönnum, strax eftir leik og maður er keppnismaður sjálfur,“ sagði Börkur. „Þeir sögðu hluti sem voru ljótir og hafa legið utan á mér síðan þá. En ég er með þykkan skráp og læt það ekki á mig hafa. En þeir sögðu hluti sem ég átti mjög erfitt með að fyrirgefa en ég ákvað að gera það og er búinn að fyrirgefa þeim að fullu í dag.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Valur Foringjarnir Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sjá meira