„Þeir sögðu hluti sem ég átti mjög erfitt með að fyrirgefa“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2021 10:30 Jón Rúnar Halldórsson og Lúðvík Arnarson létu gamminn geysa eftir leik FH og Vals í Kaplakrika 2013. vísir/vilhelm Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að ásakanir FH-inga um að hann hafi tekið hluta af sölu leikmanna til sín hafi fengið á sig. Mikið gekk á eftir 3-3 jafntefli FH og Vals í Kaplakrika sumarið 2013. Forráðamenn FH, þeir Jón Rúnar Halldórsson og Lúðvík Arnarson, fullyrtu meðal annars við blaðamenn að Börkur tæki hlut af sölu leikmanna Vals. „Hann er eini formaðurinn sem tekur hlut (e. cut) af öllum sölum, það er hann. Vitið þið þetta ekki? Eruð þið ekki fréttamenn? Hvað eruð þið að gera?“ sagði Jón Rúnar. Lúðvík tók svo við boltanum. „Þessi maður tekur peninga þegar leikmaður fer frá Val. Hann gerir það, komist að því og þefið það uppi. Talið við mennina sem vita það. Það segir enginn frá þessu,“ sagði Lúðvík. Jón Rúnar og Lúðvík sendu frá sér afsökunarbeiðni sem Börkur tók gilda. FH fékk fjörutíu þúsund króna sekt fyrir ummæli þeirra. Börkur ræddi þessa uppákomu í Foringjunum á Stöð 2 Sport í gær. „Skipstjórinn í Hafnarfirði kemur siglandi eins og freygáta inn garðinn, þá var ég kominn hálfur inn í klefa, og lætur mig heyra það óþvegið. Hann er skapkall líka og ég er úr Fellunum. Þú verður að átta þig á því. Ég fór á móti og þetta voru eins og tveir hanar, í andlitinu á hvor öðrum. Það er ekkert gott að rifja upp hvað var sagt.“ Klippa: Foringjarnar - Börkur um deilurnar við FH-inga Börkur og Jón Rúnar héldu áfram að kítast úti á bílastæði áður en sá fyrrnefndi hélt heim á leið. Þar frétti hann af ummælum Jóns Rúnars og Lúðvíks. „Það var augljóst að menn misstu sig gjörsamlega. Ég veit fyrir víst að þetta tók mikið á Lúlla. Hann bætti ráð sitt og bað mig afsökunar á mjög einlægan hátt og Jón Rúnar einnig. Ég ákvað að vera maður með meiru og taka þessari afsökunarbeiðni því ég veit alveg hvað það er að missa sig. Ég ætlaði ekkert að halda því gegn mönnum, strax eftir leik og maður er keppnismaður sjálfur,“ sagði Börkur. „Þeir sögðu hluti sem voru ljótir og hafa legið utan á mér síðan þá. En ég er með þykkan skráp og læt það ekki á mig hafa. En þeir sögðu hluti sem ég átti mjög erfitt með að fyrirgefa en ég ákvað að gera það og er búinn að fyrirgefa þeim að fullu í dag.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Valur Foringjarnir Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Sjá meira
Mikið gekk á eftir 3-3 jafntefli FH og Vals í Kaplakrika sumarið 2013. Forráðamenn FH, þeir Jón Rúnar Halldórsson og Lúðvík Arnarson, fullyrtu meðal annars við blaðamenn að Börkur tæki hlut af sölu leikmanna Vals. „Hann er eini formaðurinn sem tekur hlut (e. cut) af öllum sölum, það er hann. Vitið þið þetta ekki? Eruð þið ekki fréttamenn? Hvað eruð þið að gera?“ sagði Jón Rúnar. Lúðvík tók svo við boltanum. „Þessi maður tekur peninga þegar leikmaður fer frá Val. Hann gerir það, komist að því og þefið það uppi. Talið við mennina sem vita það. Það segir enginn frá þessu,“ sagði Lúðvík. Jón Rúnar og Lúðvík sendu frá sér afsökunarbeiðni sem Börkur tók gilda. FH fékk fjörutíu þúsund króna sekt fyrir ummæli þeirra. Börkur ræddi þessa uppákomu í Foringjunum á Stöð 2 Sport í gær. „Skipstjórinn í Hafnarfirði kemur siglandi eins og freygáta inn garðinn, þá var ég kominn hálfur inn í klefa, og lætur mig heyra það óþvegið. Hann er skapkall líka og ég er úr Fellunum. Þú verður að átta þig á því. Ég fór á móti og þetta voru eins og tveir hanar, í andlitinu á hvor öðrum. Það er ekkert gott að rifja upp hvað var sagt.“ Klippa: Foringjarnar - Börkur um deilurnar við FH-inga Börkur og Jón Rúnar héldu áfram að kítast úti á bílastæði áður en sá fyrrnefndi hélt heim á leið. Þar frétti hann af ummælum Jóns Rúnars og Lúðvíks. „Það var augljóst að menn misstu sig gjörsamlega. Ég veit fyrir víst að þetta tók mikið á Lúlla. Hann bætti ráð sitt og bað mig afsökunar á mjög einlægan hátt og Jón Rúnar einnig. Ég ákvað að vera maður með meiru og taka þessari afsökunarbeiðni því ég veit alveg hvað það er að missa sig. Ég ætlaði ekkert að halda því gegn mönnum, strax eftir leik og maður er keppnismaður sjálfur,“ sagði Börkur. „Þeir sögðu hluti sem voru ljótir og hafa legið utan á mér síðan þá. En ég er með þykkan skráp og læt það ekki á mig hafa. En þeir sögðu hluti sem ég átti mjög erfitt með að fyrirgefa en ég ákvað að gera það og er búinn að fyrirgefa þeim að fullu í dag.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Valur Foringjarnir Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Sjá meira