Orkuveitan hagnaðist um ellefu milljarða Eiður Þór Árnason skrifar 22. nóvember 2021 22:27 Bjarni Bjarnason, forstjóri OR. Samstæða Orkuveitu Reykjavíkur (OR) hagnaðist um 10,9 milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaður nam 744 milljónum króna á sama tímabili í fyrra. 10,6 milljarða króna sveifla var í verðmæti langtíma raforkusölusamninga OR á tímabilinu vegna hækkunar álverðs. Árshlutareikningur OR samstæðunnar fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2021 var samþykktur af stjórn OR í dag. Auk móðurfélagsins eru innan samstæðunnar Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. Samstæðan hagnaðist um 2,1 milljarð króna á síðasta ársfjórðungi. Heildarafkoma samstæðunnar á tímabilinu 1. janúar til 30. september 2021 nam 12,2 milljörðum króna en var 8,1 milljarður á sama tímabili árið 2020. Þróun álverðs haft mikil áhrif á reiknaða afkomu Þar sem hluti raforkusölu OR er tengdur álverði kom lækkað mat á verðmæti slíkra raforkusamningasamninga niður á reiknaðri afkomu OR á árinu 2020 þegar álverð tók dýfu við upphaf kórónuveirufaraldursins. Á yfirstandandi ári hefur álverð hins vegar hækkað talsvert og mat OR á verðmæti samninganna breyst í samræmi við það. Eftir fyrstu níu mánuði ársins 2020 var verðmæti þessara langtímasamninga tengdra álverði metið hafa lækkað um 2,75 milljarða en í rekstrarreikningi yfirstandandi árs er það talið hafa vaxið um 7,86 milljarða króna. Sveiflan milli ára í þessari reiknuðu stærð uppgjörsins nemur því liðlega 10,6 milljörðum króna. Vöxtur í tekjum allra starfsþátta Fram kemur í tilkynningu frá OR að rekstrarkostnaður hafi lækkað um rúm 6% milli ára og hagstæðar ytri aðstæður á borð við hærra álverð og lægri vextir skili sér í bættri afkomu. Tekjur allra starfsþátta vaxa milli ára og rekstrarhagnaður (EBIT) nemur 14,4 milljörðum króna en var 11,2 milljarða fyrstu níu mánuðina 2020. Handbært fé frá rekstri OR og dótturfélaganna nam 21,8 milljörðum króna fyrstu níu mánuði ársins en var 19,4 milljarðar á sama tímabili 2020. Útgjöld vegna raforkukaupa og flutnings rafmagns lækka lítillega á milli ára og sömuleiðis launakostnaður en annar rekstrarkostnaður dregst saman um tæpan fimmtung. Vatnsgjald helst óbreytt „Ef við lítum fram hjá reiknuðum stærðum í uppgjörinu þá væri rekstrarafkoman jákvæð um sex milljarða króna. Það er eðlilegur afrakstur af því fé sem eigendur hafa bundið í starfseminni,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, í tilkynningu. „Vegna þessa árangurs í rekstrinum getum við haldið áfram að bjóða þjónustuna á tiltölulega lágu verði. Nýlega lækkuðu tengigjöld Veitna og nú liggur fyrir að raunlækkun verður á kalda vatninu með því að vatnsgjald heimila verður óbreytt á næsta ári. Um leið leyfir traust fjárhagsstaða okkur að tryggja gæði þjónustunnar, þróun og uppbyggingu.“ Orkumál Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Árshlutareikningur OR samstæðunnar fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2021 var samþykktur af stjórn OR í dag. Auk móðurfélagsins eru innan samstæðunnar Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. Samstæðan hagnaðist um 2,1 milljarð króna á síðasta ársfjórðungi. Heildarafkoma samstæðunnar á tímabilinu 1. janúar til 30. september 2021 nam 12,2 milljörðum króna en var 8,1 milljarður á sama tímabili árið 2020. Þróun álverðs haft mikil áhrif á reiknaða afkomu Þar sem hluti raforkusölu OR er tengdur álverði kom lækkað mat á verðmæti slíkra raforkusamningasamninga niður á reiknaðri afkomu OR á árinu 2020 þegar álverð tók dýfu við upphaf kórónuveirufaraldursins. Á yfirstandandi ári hefur álverð hins vegar hækkað talsvert og mat OR á verðmæti samninganna breyst í samræmi við það. Eftir fyrstu níu mánuði ársins 2020 var verðmæti þessara langtímasamninga tengdra álverði metið hafa lækkað um 2,75 milljarða en í rekstrarreikningi yfirstandandi árs er það talið hafa vaxið um 7,86 milljarða króna. Sveiflan milli ára í þessari reiknuðu stærð uppgjörsins nemur því liðlega 10,6 milljörðum króna. Vöxtur í tekjum allra starfsþátta Fram kemur í tilkynningu frá OR að rekstrarkostnaður hafi lækkað um rúm 6% milli ára og hagstæðar ytri aðstæður á borð við hærra álverð og lægri vextir skili sér í bættri afkomu. Tekjur allra starfsþátta vaxa milli ára og rekstrarhagnaður (EBIT) nemur 14,4 milljörðum króna en var 11,2 milljarða fyrstu níu mánuðina 2020. Handbært fé frá rekstri OR og dótturfélaganna nam 21,8 milljörðum króna fyrstu níu mánuði ársins en var 19,4 milljarðar á sama tímabili 2020. Útgjöld vegna raforkukaupa og flutnings rafmagns lækka lítillega á milli ára og sömuleiðis launakostnaður en annar rekstrarkostnaður dregst saman um tæpan fimmtung. Vatnsgjald helst óbreytt „Ef við lítum fram hjá reiknuðum stærðum í uppgjörinu þá væri rekstrarafkoman jákvæð um sex milljarða króna. Það er eðlilegur afrakstur af því fé sem eigendur hafa bundið í starfseminni,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, í tilkynningu. „Vegna þessa árangurs í rekstrinum getum við haldið áfram að bjóða þjónustuna á tiltölulega lágu verði. Nýlega lækkuðu tengigjöld Veitna og nú liggur fyrir að raunlækkun verður á kalda vatninu með því að vatnsgjald heimila verður óbreytt á næsta ári. Um leið leyfir traust fjárhagsstaða okkur að tryggja gæði þjónustunnar, þróun og uppbyggingu.“
Orkumál Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira