Óháðir aðilar hafi hreinsað bæjarstjórann af eineltisásökunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. nóvember 2021 19:07 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/Egill Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir endanlega og afdráttarlausa niðurstöðu óháðra og löggildra fagaðila liggja fyrir, um að ásakanir hafnsögumanns í Vestmannaeyjum á hendur henni um einelti hafi ekki átt við rök að styðjast. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem Íris birtir á Facebook síðu sinni nú síðdegis. „Nú liggur fyrir endanleg og afdráttarlaus niðurstaða óháðra og löggiltra fagaðila þess efnis að ásakanir um að ég hafi beitt tiltekinn einstakling einelti hafi ekki átt við nein rök að styðjast. Staðhæfingar viðkomandi um einelti fái enga stoð í gögnum málsins eða því sem fram hafi komið hjá vitnum,“ skrifar bæjarstjórinn. Þá segir hún að þegar ásakanirnar hafi komið fram í sumar, hafi verið tekin ákvörðun um að verða við kröfu viðkomandi starfsmanns um að á vegum Vestmannaeyjabæjar færi ekki fram nein efnisleg meðferð á málinu heldur kallaðir til utanaðkomandi sérfræðingar. „Nú liggur sem sagt niðurstaðan fyrir: ekkert einelti. Ég get ekki sagt að þessi málalok komi mér á óvart en ég er ánægð með að þetta sé nú formlega komið á hreint. Að ég sé saklaus af því sem er jafn fjarri eðli mínu og upplagi og að leggja einhvern í einelti,“ skrifar Íris. Ekki náðist í Írisi við vinnslu þessarar fréttar. Taldi fram hjá sér gengið við ráðningu Forsaga málsins er sú að í ágúst á þessu ári sakaði Andrés Þorsteinn Sigurðsson, yfirhafnsögumaður Vestmannaeyjahafnar, Írisi um einelti og lygar. Hann hafi sótt um starf hafnarstjóra í Vestmannaeyjum en ekki fengið starfið. Andrés taldi Írisi hafa beitt sér fyrir því að annar aðili en hann yrði ráðinn í starfið. Í stað Andrésar var Dóra Björk Gunnarsdóttir ráðin hafnarstjóri en Andrés sagði hana grunnskólakennara með enga reynslu af starfsemi hafnarinnar né störfum við sjávarútveg. Aftur á móti hafi hann yfir fimmtán ára starfsreynslu sem yfirhafnsögumaður ásamt því að hafa gegnt stöðu skrifstofustjóra og séð um daglegan rekstur Vestmannaeyjahafnar. Andrés sagði þá á sínum tíma að ekki yrði hjá því litið að Dóra Björk hafi gegnt trúnaðarstörfum fyrir H-listaframboð Írisar auk þess sem hún hafi verið framkvæmdarstjóri ÍBV þegar Íris var formaður ÍBV og því eðli málsins samkvæmt góð vinátta þeirra á milli. Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem Íris birtir á Facebook síðu sinni nú síðdegis. „Nú liggur fyrir endanleg og afdráttarlaus niðurstaða óháðra og löggiltra fagaðila þess efnis að ásakanir um að ég hafi beitt tiltekinn einstakling einelti hafi ekki átt við nein rök að styðjast. Staðhæfingar viðkomandi um einelti fái enga stoð í gögnum málsins eða því sem fram hafi komið hjá vitnum,“ skrifar bæjarstjórinn. Þá segir hún að þegar ásakanirnar hafi komið fram í sumar, hafi verið tekin ákvörðun um að verða við kröfu viðkomandi starfsmanns um að á vegum Vestmannaeyjabæjar færi ekki fram nein efnisleg meðferð á málinu heldur kallaðir til utanaðkomandi sérfræðingar. „Nú liggur sem sagt niðurstaðan fyrir: ekkert einelti. Ég get ekki sagt að þessi málalok komi mér á óvart en ég er ánægð með að þetta sé nú formlega komið á hreint. Að ég sé saklaus af því sem er jafn fjarri eðli mínu og upplagi og að leggja einhvern í einelti,“ skrifar Íris. Ekki náðist í Írisi við vinnslu þessarar fréttar. Taldi fram hjá sér gengið við ráðningu Forsaga málsins er sú að í ágúst á þessu ári sakaði Andrés Þorsteinn Sigurðsson, yfirhafnsögumaður Vestmannaeyjahafnar, Írisi um einelti og lygar. Hann hafi sótt um starf hafnarstjóra í Vestmannaeyjum en ekki fengið starfið. Andrés taldi Írisi hafa beitt sér fyrir því að annar aðili en hann yrði ráðinn í starfið. Í stað Andrésar var Dóra Björk Gunnarsdóttir ráðin hafnarstjóri en Andrés sagði hana grunnskólakennara með enga reynslu af starfsemi hafnarinnar né störfum við sjávarútveg. Aftur á móti hafi hann yfir fimmtán ára starfsreynslu sem yfirhafnsögumaður ásamt því að hafa gegnt stöðu skrifstofustjóra og séð um daglegan rekstur Vestmannaeyjahafnar. Andrés sagði þá á sínum tíma að ekki yrði hjá því litið að Dóra Björk hafi gegnt trúnaðarstörfum fyrir H-listaframboð Írisar auk þess sem hún hafi verið framkvæmdarstjóri ÍBV þegar Íris var formaður ÍBV og því eðli málsins samkvæmt góð vinátta þeirra á milli.
Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira