Spurði Söru Sigmunds hvort hún væri einmana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2021 08:31 Sara Sigmundsdóttir fékk sérstaka spurningu í viðtali í gær. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit stórstjarnan Sara Sigmundsdóttir hefur farið í gegnum mörg viðtölin á ferli sínum en ein spurning í hlaðvarpsþættinum The Sevan Podcast í gær kom okkar konu örugglega aðeins á óvart. Sevan Matossian er aðalmaðurinn í hlaðvarpsþættinum The Sevan Podcast og hann spurði Söru meðal annars hreint út hvort hún væri einmana. Sevan sagðist hafa fengið það á tilfinninguna þegar hann frétti af því að Sara hefði yfirgefið vini og fjölskyldu á Íslandi og ákveðið að eyða nokkrum mánuðum við æfingar í Dúbaí. Það er ekki oft sem íþróttafólk fær slíka spurningu og kannski var Sevan eitthvað að reyna að stuða Söru aðeins. Sara var hissa en átti ekki vandræðum með að svara og útskýra af hverju hún væri komin alla leið til Dúbaí. „EINMANA, nei aldrei,“ svaraði Sara og pressaði á Sevan að segja sér af hverju hann héldi það. „Ég fékk það á tilfinninguna og ég veit ekki af hverju því það er ekki sanngjarnt að spyrja svona en mér fannst eins og einmanaleiki hefði drifið þig af stað til Dúbaí,“ sagði Matossian. „Ég án efa ekki einmana. Ég er mjög heppin með fólkið í kringum mig. Ég viðurkenni það að þegar þú glímir við meiðsli þá ertu stundum að ganga í gegnum hluti sem þú deilir ekki öllu með öðrum,“ sagði Sara. Getur unnið vinnu sína hvar sem er „Ég á alla þessa vini og allt þetta fólk í kringum mig til að styðja við bakið á mér. Ég er örugglega ekki einmana,“ sagði Sara. Instagram/@sarasigmunds „Ég lít á þetta þannig. Ástæðan fyrir því að ég er í Dúbaí er að ég á kannski þrjú til fimm ár eftir sem atvinnumaður í íþróttum. Ég á möguleika á því að ferðast um heiminn vegna þessa og get farið í mína vinnu hvar sem er,“ sagði Sara. „Eftir þrjú til fjögur ár þá vil ég festa rætur og stofna fjölskyldu. Ég vil þá finna mér einhvern stað til að vera á en á næstu þremur til fimm árum þá vil ég ferðast um heiminn og hitta nýtt fólk,“ sagði Sara. „Ég er svo opin og frjáls í hugsunarhætti og þar græði ég á því að vera atvinnumaður í íþróttum því þá fæ ég að fara á alla þessa staði,“ sagði Sara. Elti bestu vinkonuna til Dúbaí Sara sagðist hafa í raun elt bestu vinkonu sína til Dúbaí en þar er hún að tala um CrossFit konuna Carmen Bosmans sem fór að vinna í landinu árið 2016. Sara Sigmundsdóttir með þeim Carmen Bosmans og Lauren Stallwood.Instagram/@carmenbosmans „Ég hef hitt af fólki í gegnum tíðina á CrossFit mótum og ein af þeim er Carmen Bosmans sem er nú besta vinkonan mín í dag. Hún er þjálfari hér í Dúbaí. Ég á vini á Íslandi en enginn þeirra er í íþróttum,“ sagði Sara. „Hún keppti áður í CrossFit en er nú meira í þolgreinum. Hún vinnur mikið. Það er gott fyrir mig að komast á stað þar sem þú ert næstum því í búbblu. Ég er að æfa mikið núna og þarf að vera einbeitt,“ sagði Sara. Enginn að bíða eftir henni „Ég vil fá að vera friði með mínar æfingar og að sinna því sem ég þarf að gera en svo enda ég með henni á kvöldin. Það passar mér mjög vel því að það er enginn að bíða eftir mér eða búast við einhverju af mér. Hún þekkir það sjálf hvað það þarf að leggja mikla vinnu í það að æfa. Ég þarf ekkert að afsaka neitt þótt að æfingin mín dragist þar til átta eða níu um kvöldið,“ sagði Sara. „Hún er mjög skilningsríkur vinur,“ sagði Sara en það má sjá þetta brot út viðtalinu hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Sjá meira
Sevan Matossian er aðalmaðurinn í hlaðvarpsþættinum The Sevan Podcast og hann spurði Söru meðal annars hreint út hvort hún væri einmana. Sevan sagðist hafa fengið það á tilfinninguna þegar hann frétti af því að Sara hefði yfirgefið vini og fjölskyldu á Íslandi og ákveðið að eyða nokkrum mánuðum við æfingar í Dúbaí. Það er ekki oft sem íþróttafólk fær slíka spurningu og kannski var Sevan eitthvað að reyna að stuða Söru aðeins. Sara var hissa en átti ekki vandræðum með að svara og útskýra af hverju hún væri komin alla leið til Dúbaí. „EINMANA, nei aldrei,“ svaraði Sara og pressaði á Sevan að segja sér af hverju hann héldi það. „Ég fékk það á tilfinninguna og ég veit ekki af hverju því það er ekki sanngjarnt að spyrja svona en mér fannst eins og einmanaleiki hefði drifið þig af stað til Dúbaí,“ sagði Matossian. „Ég án efa ekki einmana. Ég er mjög heppin með fólkið í kringum mig. Ég viðurkenni það að þegar þú glímir við meiðsli þá ertu stundum að ganga í gegnum hluti sem þú deilir ekki öllu með öðrum,“ sagði Sara. Getur unnið vinnu sína hvar sem er „Ég á alla þessa vini og allt þetta fólk í kringum mig til að styðja við bakið á mér. Ég er örugglega ekki einmana,“ sagði Sara. Instagram/@sarasigmunds „Ég lít á þetta þannig. Ástæðan fyrir því að ég er í Dúbaí er að ég á kannski þrjú til fimm ár eftir sem atvinnumaður í íþróttum. Ég á möguleika á því að ferðast um heiminn vegna þessa og get farið í mína vinnu hvar sem er,“ sagði Sara. „Eftir þrjú til fjögur ár þá vil ég festa rætur og stofna fjölskyldu. Ég vil þá finna mér einhvern stað til að vera á en á næstu þremur til fimm árum þá vil ég ferðast um heiminn og hitta nýtt fólk,“ sagði Sara. „Ég er svo opin og frjáls í hugsunarhætti og þar græði ég á því að vera atvinnumaður í íþróttum því þá fæ ég að fara á alla þessa staði,“ sagði Sara. Elti bestu vinkonuna til Dúbaí Sara sagðist hafa í raun elt bestu vinkonu sína til Dúbaí en þar er hún að tala um CrossFit konuna Carmen Bosmans sem fór að vinna í landinu árið 2016. Sara Sigmundsdóttir með þeim Carmen Bosmans og Lauren Stallwood.Instagram/@carmenbosmans „Ég hef hitt af fólki í gegnum tíðina á CrossFit mótum og ein af þeim er Carmen Bosmans sem er nú besta vinkonan mín í dag. Hún er þjálfari hér í Dúbaí. Ég á vini á Íslandi en enginn þeirra er í íþróttum,“ sagði Sara. „Hún keppti áður í CrossFit en er nú meira í þolgreinum. Hún vinnur mikið. Það er gott fyrir mig að komast á stað þar sem þú ert næstum því í búbblu. Ég er að æfa mikið núna og þarf að vera einbeitt,“ sagði Sara. Enginn að bíða eftir henni „Ég vil fá að vera friði með mínar æfingar og að sinna því sem ég þarf að gera en svo enda ég með henni á kvöldin. Það passar mér mjög vel því að það er enginn að bíða eftir mér eða búast við einhverju af mér. Hún þekkir það sjálf hvað það þarf að leggja mikla vinnu í það að æfa. Ég þarf ekkert að afsaka neitt þótt að æfingin mín dragist þar til átta eða níu um kvöldið,“ sagði Sara. „Hún er mjög skilningsríkur vinur,“ sagði Sara en það má sjá þetta brot út viðtalinu hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Sjá meira