Patrekur: Hef engar áhyggjur af markvörslunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2021 20:28 Þrátt fyrir takmarkaða markvörslu Stjörnunnar gegn ÍBV hefur Patrekur Jóhannesson, þjálfari Garðbæinga, ekki áhyggjur. vísir/Elín Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var mun sáttari með fyrri hálfleikinn en þann seinni gegn ÍBV í kvöld. Eyjamenn unnu leik liðanna í Mýrinni með fjögurra marka mun, 28-32. „Við byrjuðum í 5-1 vörn með Hrannar [Braga Eyjólfsson] fyrir framan. Við höfðum ekki mikinn tíma til að æfa það en mér fannst það ganga mjög vel,“ sagði Patrekur í samtali við Vísi eftir leik. „Í seinni hálfleik duttum við niður á hælana og það vantaði grunnatriðin sem þurfa að vera til staðar í handbolta. Að hreyfa sig aðeins meira og sýna útgeislun. Við vorum alltof of flatir í seinni hálfleik. Svo lentum við líka í vandræðum í sókninni. Hún var ekki nógu góð og við fleygðum boltanum í hendurnar á þeim.“ ÍBV skoraði tólf mörk eftir hraðaupphlaup eða í tómt mark Stjörnunnar í leiknum. Stjörnumenn spiluðu með sjö sóknarmenn á kafla í seinni hálfleik en án mikil árangurs. „Það gekk ekkert upp. Við komust ekki í gegn og þá þarf maður að prófa. Auðvitað er þetta áhætta en maður getur heldur ekki horft á liðið skorað tvö mörk á tíu mínútum eins og þetta var hjá okkur. Ég stend og fell með því. Í nokkrum leikjum í vetur höfum við spilað sjö gegn sex mjög vel en það gekk ekki upp í dag,“ sagði Patrekur. „Þetta var jafn leikur en Eyjamennirnir voru sterkari í seinni hálfleik.“ Markvarsla Stjörnunnar var ekki uppi á marga fiska í kvöld eins og svo oft áður í vetur. Þrátt fyrir það hefur Patrekur ekki áhyggjur af henni. „Nei, mér fannst Arnór [Freyr Stefánsson] fínn í fyrri hálfleik þegar vörnin vann vel. Í seinni hálfleik fékk ÍBV opin færi. Ég hef engar áhyggjur af markvörslunni. Ég er með þrjá virkilega góða markverði,“ sagði Patrekur að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - ÍBV 28-32 | Góður seinni hálfleikur skilaði Eyjamönnum sigri ÍBV jafnaði Val að stigum í 2. sæti Olís-deildar karla í handbolta með sigri á Stjörnunni, 28-32, í Garðabænum í kvöld. Stjörnumenn voru einu marki yfir í hálfleik, 16-15, en Eyjamenn voru mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik sem þeir unnu, 17-12. 24. nóvember 2021 20:05 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sjá meira
„Við byrjuðum í 5-1 vörn með Hrannar [Braga Eyjólfsson] fyrir framan. Við höfðum ekki mikinn tíma til að æfa það en mér fannst það ganga mjög vel,“ sagði Patrekur í samtali við Vísi eftir leik. „Í seinni hálfleik duttum við niður á hælana og það vantaði grunnatriðin sem þurfa að vera til staðar í handbolta. Að hreyfa sig aðeins meira og sýna útgeislun. Við vorum alltof of flatir í seinni hálfleik. Svo lentum við líka í vandræðum í sókninni. Hún var ekki nógu góð og við fleygðum boltanum í hendurnar á þeim.“ ÍBV skoraði tólf mörk eftir hraðaupphlaup eða í tómt mark Stjörnunnar í leiknum. Stjörnumenn spiluðu með sjö sóknarmenn á kafla í seinni hálfleik en án mikil árangurs. „Það gekk ekkert upp. Við komust ekki í gegn og þá þarf maður að prófa. Auðvitað er þetta áhætta en maður getur heldur ekki horft á liðið skorað tvö mörk á tíu mínútum eins og þetta var hjá okkur. Ég stend og fell með því. Í nokkrum leikjum í vetur höfum við spilað sjö gegn sex mjög vel en það gekk ekki upp í dag,“ sagði Patrekur. „Þetta var jafn leikur en Eyjamennirnir voru sterkari í seinni hálfleik.“ Markvarsla Stjörnunnar var ekki uppi á marga fiska í kvöld eins og svo oft áður í vetur. Þrátt fyrir það hefur Patrekur ekki áhyggjur af henni. „Nei, mér fannst Arnór [Freyr Stefánsson] fínn í fyrri hálfleik þegar vörnin vann vel. Í seinni hálfleik fékk ÍBV opin færi. Ég hef engar áhyggjur af markvörslunni. Ég er með þrjá virkilega góða markverði,“ sagði Patrekur að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - ÍBV 28-32 | Góður seinni hálfleikur skilaði Eyjamönnum sigri ÍBV jafnaði Val að stigum í 2. sæti Olís-deildar karla í handbolta með sigri á Stjörnunni, 28-32, í Garðabænum í kvöld. Stjörnumenn voru einu marki yfir í hálfleik, 16-15, en Eyjamenn voru mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik sem þeir unnu, 17-12. 24. nóvember 2021 20:05 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - ÍBV 28-32 | Góður seinni hálfleikur skilaði Eyjamönnum sigri ÍBV jafnaði Val að stigum í 2. sæti Olís-deildar karla í handbolta með sigri á Stjörnunni, 28-32, í Garðabænum í kvöld. Stjörnumenn voru einu marki yfir í hálfleik, 16-15, en Eyjamenn voru mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik sem þeir unnu, 17-12. 24. nóvember 2021 20:05