Messias hélt lífi í vonum AC Milan | Dortmund úr leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. nóvember 2021 22:25 Messias var bjargvættur AC Milan í kvöld. Denis Doyle/Getty Images Nú er öllum átta leikjum kvöldsins í næst seinustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lokið. Junior Messias tryggði AC Milan 1-0 sigur gegn Atlético Madrid í B-riðli og Borussia Dortmund er úr leik eftir 3-1 tap gegn Sporting. Messias var bjargvættur AC Milan þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri liðsins gegn Atlético Madrid á 87. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. AC Milan er nú með fjögur stig þegar ein umferð er eftir, líkt og Atlético Madrid, einu stigi á eftir Porto sem situr í öðru sæti. Atléticó Madrid situr ofar en AC Milan á fleiri útivallarmörkum skoruðum í innbyrgðis viðureginum liðanna og Milan-liðið þarf því að vinna Liverpool í lokaumferðinni og treysta á að Porto og Atlético geri jafntefli á sama tíma. 3 golden points: we're still in the race lads, c'monnn! 👊3 punti d'oro: siamo ancora in corsa. Forza Milan! 👊#AtletiMilan #UCL #SempreMilan pic.twitter.com/1sOfygTy4s— AC Milan (@acmilan) November 24, 2021 Pedro Goncalves skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik fyrir Sporting gegn Dortmund og sá til þess að staðan var 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Gestirnir í Dortmund gerðu sér ekki auðveldara fyrir þegar Emre Can fékk að líta beint rautt spjald á 74. mínútu og liðið þurfti því að spila manni færri seinasta stundarfjórðunginn. Þegar um tíu mínútur voru til leiksloka fékk Pedro Goncalves tækifæri til að fullkomna þrennu sína af vítapunktinum, en Gregor Kobel í marki Dortmund sá við honum. Pedro Porro var þó fyrstur að átta sig og skallaði frákastið í netið. Donyell Malen minnkaði muninn fyrir gestina í uppbótartíma, en þá voru úrslitin nú þegar ráðin. Niðurstaðan 3-1 sigur Sporting og liðið á leið í 16- liða úrslit á kostnað Dortmund sem þarf að gera sér Evrópudeildina að góðu. Úrslit kvöldsins A-riðill Club Brugge 0-5 RB Leipzig Manchester City 2-1 PSG B-riðill Atlético Madrid 0-1 AC Milan Liverpool 2-0 Porto C-riðill Besiktas 2-1 Ajax Sporting 3-1 Dortmund D-riðill Inter 2-0 Shakhtar Donetsk Sheriff 0-3 Real Madrid Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Sjá meira
Messias var bjargvættur AC Milan þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri liðsins gegn Atlético Madrid á 87. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. AC Milan er nú með fjögur stig þegar ein umferð er eftir, líkt og Atlético Madrid, einu stigi á eftir Porto sem situr í öðru sæti. Atléticó Madrid situr ofar en AC Milan á fleiri útivallarmörkum skoruðum í innbyrgðis viðureginum liðanna og Milan-liðið þarf því að vinna Liverpool í lokaumferðinni og treysta á að Porto og Atlético geri jafntefli á sama tíma. 3 golden points: we're still in the race lads, c'monnn! 👊3 punti d'oro: siamo ancora in corsa. Forza Milan! 👊#AtletiMilan #UCL #SempreMilan pic.twitter.com/1sOfygTy4s— AC Milan (@acmilan) November 24, 2021 Pedro Goncalves skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik fyrir Sporting gegn Dortmund og sá til þess að staðan var 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Gestirnir í Dortmund gerðu sér ekki auðveldara fyrir þegar Emre Can fékk að líta beint rautt spjald á 74. mínútu og liðið þurfti því að spila manni færri seinasta stundarfjórðunginn. Þegar um tíu mínútur voru til leiksloka fékk Pedro Goncalves tækifæri til að fullkomna þrennu sína af vítapunktinum, en Gregor Kobel í marki Dortmund sá við honum. Pedro Porro var þó fyrstur að átta sig og skallaði frákastið í netið. Donyell Malen minnkaði muninn fyrir gestina í uppbótartíma, en þá voru úrslitin nú þegar ráðin. Niðurstaðan 3-1 sigur Sporting og liðið á leið í 16- liða úrslit á kostnað Dortmund sem þarf að gera sér Evrópudeildina að góðu. Úrslit kvöldsins A-riðill Club Brugge 0-5 RB Leipzig Manchester City 2-1 PSG B-riðill Atlético Madrid 0-1 AC Milan Liverpool 2-0 Porto C-riðill Besiktas 2-1 Ajax Sporting 3-1 Dortmund D-riðill Inter 2-0 Shakhtar Donetsk Sheriff 0-3 Real Madrid
A-riðill Club Brugge 0-5 RB Leipzig Manchester City 2-1 PSG B-riðill Atlético Madrid 0-1 AC Milan Liverpool 2-0 Porto C-riðill Besiktas 2-1 Ajax Sporting 3-1 Dortmund D-riðill Inter 2-0 Shakhtar Donetsk Sheriff 0-3 Real Madrid
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Sjá meira