Táningur byrjaði óvænt hjá Liverpool í gær og fékk hrós frá Klopp og Thiago Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2021 11:30 Tyler Morton reynir langa sendingu í leiknum og svo sést hann með knattspyrnustjóranum Jürgen Klopp eftir leik. Getty/Daniel Chesterton Jürgen Klopp henti ungum leikmann sínum út í djúpu laugina í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar Liverpool vann 2-0 sigur á Porto á Anfield. Hinn nítján ára gamli Tyler Morton var inn á miðjunni með þeim Thiago og Alex Oxlade-Chamberlain. Morton hafi spilað í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni fjórum dögum fyrr þegar hann kom inn á sem varamaður sex mínútum fyrir leikslok á móti Arsenal. Tyler Morton's remarkable rise continues but Ibrahima Konate coincidence unwelcome#LFC https://t.co/nnDKWdLVRY— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 25, 2021 Nú var strákurinn kominn í byrjunarliðið og hann spilaði allan leikinn. Hann fékk líka nóg af hrósi eftir leikinn. „Hann stóð sig einstaklega vel,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, við BT Sport eftir leikinn. „Hann er góður leikmaður. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd að hann gat skilað frammistöðu eins og þessari,“ sagði Klopp. Mohamed Salah skoraði seinna mark Liverpool eftir að Morton hafði brotið upp leikinn með frábærri sendingu fram völlinn. Thiago skoraði fyrra mark leiksins og hann var ánægður með að spila við hlið táningsins á miðju Liverpool. "I said who is this player? Because he was training amazingly with us."Thiago Alcantara says that Liverpool youngster Tyler Morton will have a bright and great future pic.twitter.com/qdo0luEJ7P— Football Daily (@footballdaily) November 25, 2021 „Sumir leikmenn, sem spila vanalega ekki hjá okkur, áttu stórkostlegan leik,“ sagði Thiago og hélt áfram: „Þessi vegna erum við mjög ánægðir því það er mikill metnaður og hungur í öllum í liðinu,“ sagði Thiago. „Ég elska að æfa og spila með ungum leikmönnum sem hafa mikið hungur í upphafi ferils síns og get um leið gefið þeim góð ráð til að verða betri og búa sér til bjartari framtíð,“ sagði Thiago. „Við erum mjög ánægðir með Tyler. Hann er frábær leikmaður. Hann er búinn að vera að æfa með okkur og átti skilið að vera hluti af liðinu í kvöld,“ sagði Thiago. „Hann stóð sig stórkostlega og ég held að hann eigi eftir að eiga frábæran feril hér hjá Liverpool sem og í fótboltanum. Við erum ánægðir með að hafa hann hjá okkur og það var frábært að spila með honum í kvöld,“ sagði Thiago. Liverpool's Tyler Morton will make his #UCL debut against Porto.Morton, 19, will be making his second debut in just five days - he was handed his first #PL appearance as a second-half substitute in #LFC's 4-0 win over #AFC on Saturday.https://t.co/PL7nN3pjt2— The Athletic UK (@TheAthleticUK) November 24, 2021 Enski boltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira
Hinn nítján ára gamli Tyler Morton var inn á miðjunni með þeim Thiago og Alex Oxlade-Chamberlain. Morton hafi spilað í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni fjórum dögum fyrr þegar hann kom inn á sem varamaður sex mínútum fyrir leikslok á móti Arsenal. Tyler Morton's remarkable rise continues but Ibrahima Konate coincidence unwelcome#LFC https://t.co/nnDKWdLVRY— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 25, 2021 Nú var strákurinn kominn í byrjunarliðið og hann spilaði allan leikinn. Hann fékk líka nóg af hrósi eftir leikinn. „Hann stóð sig einstaklega vel,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, við BT Sport eftir leikinn. „Hann er góður leikmaður. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd að hann gat skilað frammistöðu eins og þessari,“ sagði Klopp. Mohamed Salah skoraði seinna mark Liverpool eftir að Morton hafði brotið upp leikinn með frábærri sendingu fram völlinn. Thiago skoraði fyrra mark leiksins og hann var ánægður með að spila við hlið táningsins á miðju Liverpool. "I said who is this player? Because he was training amazingly with us."Thiago Alcantara says that Liverpool youngster Tyler Morton will have a bright and great future pic.twitter.com/qdo0luEJ7P— Football Daily (@footballdaily) November 25, 2021 „Sumir leikmenn, sem spila vanalega ekki hjá okkur, áttu stórkostlegan leik,“ sagði Thiago og hélt áfram: „Þessi vegna erum við mjög ánægðir því það er mikill metnaður og hungur í öllum í liðinu,“ sagði Thiago. „Ég elska að æfa og spila með ungum leikmönnum sem hafa mikið hungur í upphafi ferils síns og get um leið gefið þeim góð ráð til að verða betri og búa sér til bjartari framtíð,“ sagði Thiago. „Við erum mjög ánægðir með Tyler. Hann er frábær leikmaður. Hann er búinn að vera að æfa með okkur og átti skilið að vera hluti af liðinu í kvöld,“ sagði Thiago. „Hann stóð sig stórkostlega og ég held að hann eigi eftir að eiga frábæran feril hér hjá Liverpool sem og í fótboltanum. Við erum ánægðir með að hafa hann hjá okkur og það var frábært að spila með honum í kvöld,“ sagði Thiago. Liverpool's Tyler Morton will make his #UCL debut against Porto.Morton, 19, will be making his second debut in just five days - he was handed his first #PL appearance as a second-half substitute in #LFC's 4-0 win over #AFC on Saturday.https://t.co/PL7nN3pjt2— The Athletic UK (@TheAthleticUK) November 24, 2021
Enski boltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira