Losun í Kína dróst saman í fyrsta skipti eftir efnahagsbatann Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2021 14:21 Byggingarverkamenn að störfum í Sjanghæ í Kína. Vísir/EPA Koltvísýringslosun í Kína dróst lítillega saman á þriðja ársfjórðungi en það er í fyrsta skipti sem það gerist eftir að efnahagslífið tók við sér eftir kórónuveiruheimsfaraldurinn. Samdrátturinn er rakinn að hluta til minni byggingaframkvæmda og kolaskorts. Síðast dróst ársfjórðungslosun í Kína saman á milli ára á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs þegar kórónuveiran skaut fyrst upp kollinum. Á fyrri helmingi þessa árs jókst hún um níu prósent samkvæmt greiningu Orku- og loftgæðarannsóknastofnunarinnar (CREA) í Helsinki í Finnlandi. Framboð á kolum hefur verið afar takmarkað í Kína undanfarið og sögulega hátt verð hefur leitt til rafmagnsleysis í mörgum héruðum á þriðja ársfjórðungi. Það hefur komið niður á bæði iðnaði og almennum borgurum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Framleiðsla á stáli og sement dróst saman um sextán og ellefu prósent, hvor um sig, frá öðrum ársfjórðungi. Kínversk stjórnvöld hægðu á byggingariðnaði í landinu til þess að verjast mögulegu falli fasteignarisans Evergrande. Markmið kommúnistastjórnarinnar er að losun Kínverja á gróðurhúsalofttegundum nái hámarki í kringum árið 2030 og dragist síðan saman. Lauri Myllyvirta, aðalgreinandi CREA, segir samdráttinn á síðasta ársfjórðungi mögulega benda til þess að losun í Kína hafi þegar náð hámarki sínu, vel á undan áætlun. Dæli Kínverjar aftur fé í byggingariðnaðinn til þess að koma hjólum efnahagslífsins á hreyfingu gæti losun þó aukist aftur. Kína er mesti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum um þessar mundir en sögulega hafa Bandaríkin losað mest magn út í andrúmsloftið. Kína Loftslagsmál Tengdar fréttir Telja ríki heims vanmeta losun um milljarða tonna Vafasamar bókhaldsreglur, ófullkomin skil einstakra landa og vísvitandi misskráning er sögð ástæða þess að ríki heims vanmeta losun sína á gróðurhúsalofttegundum um milljarða tonna á hverju ári. Samkvæmt varfærnu mati gæti umframlosunin verið meiri en árslosun Bandaríkjanna. 8. nóvember 2021 14:12 Auka framleiðslu og brennslu kola til muna í Kína Kolaframleiðsla í Kína hefur verið aukin til muna og stendur til að auka hana enn fremur. Verið er að stækka gamlar námur og grafa nýjar víðsvegar um landið en Kína brennir þegar meira af kolum en öll önnur ríki heimsins samanlagt. 1. nóvember 2021 11:04 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Húsleit gerð hjá utanríkisþjónustu ESB vegna meints misferlis Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Síðast dróst ársfjórðungslosun í Kína saman á milli ára á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs þegar kórónuveiran skaut fyrst upp kollinum. Á fyrri helmingi þessa árs jókst hún um níu prósent samkvæmt greiningu Orku- og loftgæðarannsóknastofnunarinnar (CREA) í Helsinki í Finnlandi. Framboð á kolum hefur verið afar takmarkað í Kína undanfarið og sögulega hátt verð hefur leitt til rafmagnsleysis í mörgum héruðum á þriðja ársfjórðungi. Það hefur komið niður á bæði iðnaði og almennum borgurum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Framleiðsla á stáli og sement dróst saman um sextán og ellefu prósent, hvor um sig, frá öðrum ársfjórðungi. Kínversk stjórnvöld hægðu á byggingariðnaði í landinu til þess að verjast mögulegu falli fasteignarisans Evergrande. Markmið kommúnistastjórnarinnar er að losun Kínverja á gróðurhúsalofttegundum nái hámarki í kringum árið 2030 og dragist síðan saman. Lauri Myllyvirta, aðalgreinandi CREA, segir samdráttinn á síðasta ársfjórðungi mögulega benda til þess að losun í Kína hafi þegar náð hámarki sínu, vel á undan áætlun. Dæli Kínverjar aftur fé í byggingariðnaðinn til þess að koma hjólum efnahagslífsins á hreyfingu gæti losun þó aukist aftur. Kína er mesti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum um þessar mundir en sögulega hafa Bandaríkin losað mest magn út í andrúmsloftið.
Kína Loftslagsmál Tengdar fréttir Telja ríki heims vanmeta losun um milljarða tonna Vafasamar bókhaldsreglur, ófullkomin skil einstakra landa og vísvitandi misskráning er sögð ástæða þess að ríki heims vanmeta losun sína á gróðurhúsalofttegundum um milljarða tonna á hverju ári. Samkvæmt varfærnu mati gæti umframlosunin verið meiri en árslosun Bandaríkjanna. 8. nóvember 2021 14:12 Auka framleiðslu og brennslu kola til muna í Kína Kolaframleiðsla í Kína hefur verið aukin til muna og stendur til að auka hana enn fremur. Verið er að stækka gamlar námur og grafa nýjar víðsvegar um landið en Kína brennir þegar meira af kolum en öll önnur ríki heimsins samanlagt. 1. nóvember 2021 11:04 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Húsleit gerð hjá utanríkisþjónustu ESB vegna meints misferlis Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Telja ríki heims vanmeta losun um milljarða tonna Vafasamar bókhaldsreglur, ófullkomin skil einstakra landa og vísvitandi misskráning er sögð ástæða þess að ríki heims vanmeta losun sína á gróðurhúsalofttegundum um milljarða tonna á hverju ári. Samkvæmt varfærnu mati gæti umframlosunin verið meiri en árslosun Bandaríkjanna. 8. nóvember 2021 14:12
Auka framleiðslu og brennslu kola til muna í Kína Kolaframleiðsla í Kína hefur verið aukin til muna og stendur til að auka hana enn fremur. Verið er að stækka gamlar námur og grafa nýjar víðsvegar um landið en Kína brennir þegar meira af kolum en öll önnur ríki heimsins samanlagt. 1. nóvember 2021 11:04