Innherji

Þingið, borgin og Torg á topplista vikunnar

Ritstjórn Innherja skrifar
Þingsetning varð í vikunni. Á myndinni má meðal annars sjá Óla Björn Kárason, Hildi Sverrisdóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.
Þingsetning varð í vikunni. Á myndinni má meðal annars sjá Óla Björn Kárason, Hildi Sverrisdóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Vísir/Vilhelm

Alþingi, Reykjavíkurborg og Landspítali eru þau félög og stofnanir sem rötuðu mest í fréttir í liðinni viku.

Engan skal undra að Alþingi hafi verið ofarlega á baugi. Fréttir af þingsetningu, vandræðagangi um hvernig skuli takast á við óvandaða meðhöndlun kjörgagna í Norðvesturkjördæmi, hugmyndir um uppkosningu og hverjir það eru sem munu að lokum taka sæti á þinginu hafa skipt tugum. 

Stjórnarmyndunarviðræður eru svo á lokametrunum sem skýrir fjölda frétta um stjórnarflokkana þrjá, sem skipa fjórða til sjötta sæti á topplista vikunnar.

Reykjavíkurborg hefur einnig verið í brennidepli. Óvænt innkoma borgarstjóra í jólabókaflóðið spilar þar rullu auk vangaveltna ýmissa um hverjir ætli sér fram í sveitarstjórnarkosningum sem fram fara í maí. Fyrirhuguð ferð borgarstjóra til Mexikó að bjarga börnum frá fíknivanda, sem DV greindi frá, fór svo öfugt ofan í margan Reykvíkinginn.

Þá gaf borgin út kynningarbækling um uppbyggingu húsnæðis í Reykjavík sem ýmsum fannst kosningalykt af, fyrir litlar 12 milljónir úr vösum skattgreiðenda.

Um fjölda frétta af Landspítalanum þarf ekki að fjölyrða af augljósum ástæðum.

Torg ehf, útgáfufélag Fréttablaðsins og DV, rataði á topplista vikunnar. Hluti skýringarinnar er sú að Innherji rifjaði upp viðskipti aðaleiganda Torgs, Helga Magnússonar í vikunni, með bréf sem hann seldi í Bláa lóninu á lægra verði en viðskiptafélagi hans og meðeigandi í Torgi, Sigurður Arngrímsson.

Innherji, í samstarfi við Creditinfo, mun birta topplista félaga og stofnana sem hafa oftast komið fyrir í fréttum þá vikuna. Alltaf á föstudögum.


Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.


Tengdar fréttir

Baráttan um borgina að hefjast

Fyrirséð er að hart verður barist um hylli kjósenda í komandi borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. Áður en til kosninganna kemur, þurfa flokkarnir ýmist að stilla upp á lista eða fara í prófkjör og því ekki seinna vænna að flokkarnir fari að velja sér forystufólk. Fjölmörg ný nöfn eru nefnd til skjalanna í þeim efnum og sum hver kunnugleg.

Úlfar tekur við stjórnarformennsku í Bláa lóninu

Úlfar Steindórsson, forstjóri og eigandi Toyota á Íslandi, hefur tekið við sem stjórnarformaður Bláa lónsins eftir að hafa áður verið varamaður í stjórn ferðaþjónustufyrirtækisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×