Gætu borgað fyrir lyftu og viðhald með nýrri hæð Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 21:01 Teikningin sýnir mögulega ofanábyggingu með nýjum íbúðum ásamt lyftum sem tengdar eru við allar hæðir til að bæta aðgengi. Húsfélög lyftulausra fjölbýlishúsa gætu niðurgreitt uppsetningu á lyftu með því að bæta nýrri hæð ofan á hús sín, samkvæmt nýjum hugmyndum að hverfisskipulagi í Reykjavík. Markmiðið er að bæta aðgengi og gera eldra fólki kleift að búa lengur í íbúðum sínum. Talið er að allt að tíu þúsund íbúðir í Reykjavík séu í lyftulausum, þriggja til fimm hæða fjölbýlishúsum. Með nýjum hugmyndum að hverfisskipulagi sem nú er verið að kynna á Kjarvalsstöðum yrði þessum húsfélögum veitt heimild til að bæta við heilli íbúðarhæð, til dæmis eins og sést á myndinni hér fyrir ofan, samtímis því sem bætt yrði við lyftu. Þúsundir húsfélaga, að öllum líkindum í öllum hverfum borgarinnar, gætu nýtt sér heimildina. „Og nýta kannski byggingarréttinn sem kemur með því að selja íbúðir þarna á fimmtu hæðinni, nýta hagnaðinn af því til þess að fjármagna lyftu, breytingar og lagfæringar á húsinu, lagfæringar á lóðinni,“ segir Ævar Harðarson, deildarstjóri hverfisskipulags Reykjavíkur. Hann fór ítarlega yfir hugmyndirnar í pistli sem birtist á Vísi í síðustu viku. Samkvæmt ákvæðum núverandi byggingarreglugerðar er aðgengi að þessum fjölbýlishúsum ófullnægjandi. Það myndi breytast með lyftu - og gæti til dæmis gert eldra fólki kleift að búa lengur í íbúðum sínum en áður. „Og kalla á það að það er kannski minni þörf fyrir hjúkrunarheimili, það yrði hægt að stunda meiri heimahjúkrun. Þetta bætir rosalega mikið lífsgæði,“ segir Ævar. Fyrirmyndir skort Heimildin var sett inn í hverfisskipulag í Árbæ 2019 en hefur ekki verið nýtt hingað til, einkum vegna skorts á fyrirmyndum. Reykjavíkurborg og Félagsbústaðir, sem eiga mörg fjölbýlishús þar sem heimildin gæti nýst, hafa því efnt til hönnunarsamkeppni um útfærslu á viðbótarhæð og lyftu. „Sem Félagsbústaðir gætu nýtt fyrir sig en vonandi húsfélögin líka. Það eru miklir möguleikar, það hafa litlar breytingar verið gerðar á þessum húsum.“ Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Eldri borgarar Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Sjá meira
Talið er að allt að tíu þúsund íbúðir í Reykjavík séu í lyftulausum, þriggja til fimm hæða fjölbýlishúsum. Með nýjum hugmyndum að hverfisskipulagi sem nú er verið að kynna á Kjarvalsstöðum yrði þessum húsfélögum veitt heimild til að bæta við heilli íbúðarhæð, til dæmis eins og sést á myndinni hér fyrir ofan, samtímis því sem bætt yrði við lyftu. Þúsundir húsfélaga, að öllum líkindum í öllum hverfum borgarinnar, gætu nýtt sér heimildina. „Og nýta kannski byggingarréttinn sem kemur með því að selja íbúðir þarna á fimmtu hæðinni, nýta hagnaðinn af því til þess að fjármagna lyftu, breytingar og lagfæringar á húsinu, lagfæringar á lóðinni,“ segir Ævar Harðarson, deildarstjóri hverfisskipulags Reykjavíkur. Hann fór ítarlega yfir hugmyndirnar í pistli sem birtist á Vísi í síðustu viku. Samkvæmt ákvæðum núverandi byggingarreglugerðar er aðgengi að þessum fjölbýlishúsum ófullnægjandi. Það myndi breytast með lyftu - og gæti til dæmis gert eldra fólki kleift að búa lengur í íbúðum sínum en áður. „Og kalla á það að það er kannski minni þörf fyrir hjúkrunarheimili, það yrði hægt að stunda meiri heimahjúkrun. Þetta bætir rosalega mikið lífsgæði,“ segir Ævar. Fyrirmyndir skort Heimildin var sett inn í hverfisskipulag í Árbæ 2019 en hefur ekki verið nýtt hingað til, einkum vegna skorts á fyrirmyndum. Reykjavíkurborg og Félagsbústaðir, sem eiga mörg fjölbýlishús þar sem heimildin gæti nýst, hafa því efnt til hönnunarsamkeppni um útfærslu á viðbótarhæð og lyftu. „Sem Félagsbústaðir gætu nýtt fyrir sig en vonandi húsfélögin líka. Það eru miklir möguleikar, það hafa litlar breytingar verið gerðar á þessum húsum.“
Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Eldri borgarar Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels