Hægt verður að fylgjast með kynningunni í spilaranum hér fyrir neðan en útsendingin hefst klukkan 16. Vaxtarrými er ætlað frumkvöðlum og nýjum jafnt sem rótgrónum fyrirtækjum á Norðurlandi sem vilja efla nýsköpun.
Norðanátt stendur fyrir hraðlinum, sem eru regnhlífasamtök nýsköpunar á Norðurlandi, og er samstarfsverkefni Eims, landshlutasamtakanna SSNE og SSNV, Nýsköpun í Norðri (NÍN) og RATA. Vaxtarrými er viðskiptahraðall með fókus á sjálfbærni, mat, vatn og orku.
Dagskrá:
16:00 - Sesselja Ingibjörg Barðdal, framkvæmdarstjóri Eims, og Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps og verkefnastjóri NÍN, stýra dagskrá.
16:15 - Opnunarerindi flytja Hilda Jana, formaður SSNE, og Unnur Valborg, framkvæmdastjóri SSNV.
16:30 - Þátttökuteymin kynna verkefnin sín.
17:15 - Lokaorð frá Önnu Lind hjá SSNE og Kolfinnu hjá SSNV.