Gular og appelsínugular veðurviðvaranir vegna hvassviðri eru í gildi þar til hádegis, en fer síðan að lægja smám saman. Dálítil él norðaustanlands fram eftir degi en annars yfirleitt léttskýjað og víða talsvert frost í dag, eitt til tíu stig og kaldast inn til landsins.
Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar.
„Á morgun er spáð hægum vindum með smá éljum á víð og dreif, en jafnvel rigningu syðst um tíma og heldur hærri hitatölum. Á sunnudag nálgast síðan ný lægð, sem hreyfist austur yfir landið með tilheyrandi úrkomu í öllum landshlutum.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Norðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og él, en bjart með köflum SA-lands. Frost víða 0 til 8 stig, en frostlaust við suður- og vesturströndina og sums staðar væta þar.
Á sunnudag: Gengur í suðaustan og austan 8-13 m/s með rigningu eða slyddu og hita kringum frostmark, en snjókomu og vægu frosti NA-til.
Á mánudag: Útlit fyrir vaxandi austanátt með snjókomu eða slyddu, en úrkomulítið NA-til. Svalt í veðri.
Á þriðjudag: Snýst líklega í stífa norðanátt með úrkomu í flestum landshlutum. Áfram svalt í veðri.
Á miðvikudag (fullveldisdagurinn): Líklega hægir vindar og bjart veður, en talsvert frost á öllu landinu.
Á fimmtudag: Reikna má með vaxandi suðaustanátt með snjókomu eða slyddu, en síðar rigningu og hlýnandi veðri.