Nýr stjóri Man. United er maður sem hafði mikil áhrif á bæði Klopp og Tuchel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2021 09:01 Ralf Rangnick fær nú sitt fyrsta tækifæri hjá einum af stóru klúbbum Evrópu. Getty/Roland Krivec Manchester United virðist hafa fundið sinn næsta knattspyrnustjóra í 63 ára gömlum Þjóðverja en hver er þessi Ralf Rangnick? Það voru kannski mörg frægari nöfn á markaðnum en það er ekki hægt að neita því að Rangnick hefur haft mikil áhrif á marga öfluga knattspyrnustjóra í gegnum tíðina þar á meðal þrjá af þeim allra fremstu í dag. Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, og Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, eru tveir af hæfustu knattspyrnustjórum ensku úrvalsdeildarinnar og hafa gert flotta hluti í deildinni síðustu ár. Sá þriðji er í hópnum er síðan Julian Nagelsman núverandi þjálfari Bayern München. Ralf Rangnick has had a huge influence on modern football pic.twitter.com/g3pp5STmkd— B/R Football (@brfootball) November 25, 2021 Allir hafa þessi fótboltahugsuðir orðið fyrir miklum áhrifum frá landa sínum Ralf Rangnick og spila sína útgáfu af taktíkinni sem Rangnick kom fram með á sínum tíma. Rangnick er ekki kallaður Prófessorinn í Þýskalandi fyrir ekki neitt. Hin fræga Gegenpressing Taktíkin sem er kennd við Rangnick er hin fræga Gegenpressing en þar er lykilatriðið að pressa mótherjann um leið og liðið tapar boltanum. Allir fyrrnefndir stjórar hafa náð miklum árangri með sinni útgáfu af þessum leikstíl. Hann er í raun guðfaðir kynslóðar þýskra þjálfara sem hafa verið svo áberandi síðustu ár. Jurgen Klopp and Julian Nagelsmann know what Ralf Rangnick is all about pic.twitter.com/FeTpPzan9s— GOAL (@goal) November 25, 2021 Það er líka athyglisvert að sjá hversu vel hefur gengið hjá Thomas Tuchel síðan hann tók við Chelsea liðinu. Hann hafði aldrei stýrt liði í enska boltanum en hefur á örskömmum tíma komið Chelsea á topp ensku úrvalsdeildarinnar og liðið hefur unnið þrettán af sautján leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni á þessu tímabili. Klopp hefur unnið bæði ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina sem stjóri Liverpool og liðið hefur einnig verið að spila mjög vel á þessu tímabili. Following his work at RB Salzburg & Leipzig, Rangnick appears to be someone with a clear plan which is why he wants to "decide EVERYTHING" and have a significant role at Man Utd afterwards.Ralf Rangnick & Erik ten Hag working together would change Manchester United. pic.twitter.com/LnLiyMeGwS— UtdFaithfuls (@UtdFaithfuls) November 25, 2021 Þá má ekki gleyma hinum unga Julian Nagelsman en undir hans stjórn hafa Bæjarar unnið alla fimm leiki sína í Meistaradeildinni með markatölunni 19-3 auk þess að vera á toppnum í deildinni heima. Allir þessir þrír hafa komist að hjá stóru félagi en nú fær Prófessorionn kannski loksins tækifærið. Byrjaði þjálfaraferilinn 25 ára gamall Rangnick hefur verið lengi að en hann byrjaði þjálfaraferil sinn 25 ára gamall árið 1983. Þá hafði hann spilað sem hálfáhugamaður en ekki komist langt sjálfur sem fótboltamaður. Rangnick kom fram með allt annan fótboltahugsjón en var í gildi í Þýskalandi á þesum tíma þegar þýska landsliðið spilaði 3-5-2 kerfið. Þýskaland varð í öðru sæti á HM 1986 og svo heimsmeistari fjórum árum síðar með þessu kerfi en Rangnick leitaði á ný mið. Rangnick fann sinn stíl eftir að hafa orðið fyrir miklum áhrifum af leikstíl Dynamo Kiev eftir æfingaleik gegn þá sovéska liðinu árið 1984. Kiev liðið lék þá undir stjórn goðsagnarinnar Valeriy Lobanovskyi. Fyrsta stóra tækifærið hjá Stuttgart Rangnick byrjaði sem spilandi þjálfari en vann sig síðan upp deildirnar í Þýskalandi. Hann fékk sitt fyrsta stóra tækifæri þegar hann tók við liði VfB Stuttgart árið 1998. Hann hafði áður þjálfað varalið og nítján ára lið félagsins. Rangnick hefur síðan þjálfað fleiri lið í Þýskalandi eins og Hannover 96, Schalke 04 og 1899 Hoffenheim. Nú síðast var hann þjálfari RB Leipzig en þar átti hann mikinn þátt í að koma því félagi í hóp þeirra sterkustu í Þýskalandi. Hann var einnig yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu en hann kemur til Manchester United frá Lokomotiv Moskvu þar sem hann hefur starfað sem yfirmaður knattspynur- og þróunarmála rússneska félagsins síðan í júlí. Ralf Rangnick told Man Utd board on Monday he ll accept this interim job only if future consultancy with power on club choices will be included in the deal. Man Utd are prepared to accept this condition. #MUFCTalks now on with Lokomotiv as advanced by @TheAthleticUK. pic.twitter.com/VA3XSb0eef— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 25, 2021 Rangnick hefur hins vegar ekki fengið tækifæri hjá einu af stór klúbbum Evrópu. Það var vitað um áhuga AC Milan á sínum tíma og hann á að hafa hafnað Chelsea á síðasta tímabili þegar liðið vildi finna tímabundinn eftirmann Frank Lampard. Chelsea réði aftur á móti Thomas Tuchel sem tryggði sér síðan fastráðningu með frábærum endaspretti á leiktíðinni. Nú tókst Manchester United hins vegar að sannfæra hann þótt að hann verði bara stjóri liðsins næstu sex mánuði. Lykilatriði í því er að hann fær síðan að vera yfirmaður knattspyrnumála hjá enska stórliðinu næstu tvö árin eftir það. Enski boltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira
Það voru kannski mörg frægari nöfn á markaðnum en það er ekki hægt að neita því að Rangnick hefur haft mikil áhrif á marga öfluga knattspyrnustjóra í gegnum tíðina þar á meðal þrjá af þeim allra fremstu í dag. Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, og Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, eru tveir af hæfustu knattspyrnustjórum ensku úrvalsdeildarinnar og hafa gert flotta hluti í deildinni síðustu ár. Sá þriðji er í hópnum er síðan Julian Nagelsman núverandi þjálfari Bayern München. Ralf Rangnick has had a huge influence on modern football pic.twitter.com/g3pp5STmkd— B/R Football (@brfootball) November 25, 2021 Allir hafa þessi fótboltahugsuðir orðið fyrir miklum áhrifum frá landa sínum Ralf Rangnick og spila sína útgáfu af taktíkinni sem Rangnick kom fram með á sínum tíma. Rangnick er ekki kallaður Prófessorinn í Þýskalandi fyrir ekki neitt. Hin fræga Gegenpressing Taktíkin sem er kennd við Rangnick er hin fræga Gegenpressing en þar er lykilatriðið að pressa mótherjann um leið og liðið tapar boltanum. Allir fyrrnefndir stjórar hafa náð miklum árangri með sinni útgáfu af þessum leikstíl. Hann er í raun guðfaðir kynslóðar þýskra þjálfara sem hafa verið svo áberandi síðustu ár. Jurgen Klopp and Julian Nagelsmann know what Ralf Rangnick is all about pic.twitter.com/FeTpPzan9s— GOAL (@goal) November 25, 2021 Það er líka athyglisvert að sjá hversu vel hefur gengið hjá Thomas Tuchel síðan hann tók við Chelsea liðinu. Hann hafði aldrei stýrt liði í enska boltanum en hefur á örskömmum tíma komið Chelsea á topp ensku úrvalsdeildarinnar og liðið hefur unnið þrettán af sautján leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni á þessu tímabili. Klopp hefur unnið bæði ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina sem stjóri Liverpool og liðið hefur einnig verið að spila mjög vel á þessu tímabili. Following his work at RB Salzburg & Leipzig, Rangnick appears to be someone with a clear plan which is why he wants to "decide EVERYTHING" and have a significant role at Man Utd afterwards.Ralf Rangnick & Erik ten Hag working together would change Manchester United. pic.twitter.com/LnLiyMeGwS— UtdFaithfuls (@UtdFaithfuls) November 25, 2021 Þá má ekki gleyma hinum unga Julian Nagelsman en undir hans stjórn hafa Bæjarar unnið alla fimm leiki sína í Meistaradeildinni með markatölunni 19-3 auk þess að vera á toppnum í deildinni heima. Allir þessir þrír hafa komist að hjá stóru félagi en nú fær Prófessorionn kannski loksins tækifærið. Byrjaði þjálfaraferilinn 25 ára gamall Rangnick hefur verið lengi að en hann byrjaði þjálfaraferil sinn 25 ára gamall árið 1983. Þá hafði hann spilað sem hálfáhugamaður en ekki komist langt sjálfur sem fótboltamaður. Rangnick kom fram með allt annan fótboltahugsjón en var í gildi í Þýskalandi á þesum tíma þegar þýska landsliðið spilaði 3-5-2 kerfið. Þýskaland varð í öðru sæti á HM 1986 og svo heimsmeistari fjórum árum síðar með þessu kerfi en Rangnick leitaði á ný mið. Rangnick fann sinn stíl eftir að hafa orðið fyrir miklum áhrifum af leikstíl Dynamo Kiev eftir æfingaleik gegn þá sovéska liðinu árið 1984. Kiev liðið lék þá undir stjórn goðsagnarinnar Valeriy Lobanovskyi. Fyrsta stóra tækifærið hjá Stuttgart Rangnick byrjaði sem spilandi þjálfari en vann sig síðan upp deildirnar í Þýskalandi. Hann fékk sitt fyrsta stóra tækifæri þegar hann tók við liði VfB Stuttgart árið 1998. Hann hafði áður þjálfað varalið og nítján ára lið félagsins. Rangnick hefur síðan þjálfað fleiri lið í Þýskalandi eins og Hannover 96, Schalke 04 og 1899 Hoffenheim. Nú síðast var hann þjálfari RB Leipzig en þar átti hann mikinn þátt í að koma því félagi í hóp þeirra sterkustu í Þýskalandi. Hann var einnig yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu en hann kemur til Manchester United frá Lokomotiv Moskvu þar sem hann hefur starfað sem yfirmaður knattspynur- og þróunarmála rússneska félagsins síðan í júlí. Ralf Rangnick told Man Utd board on Monday he ll accept this interim job only if future consultancy with power on club choices will be included in the deal. Man Utd are prepared to accept this condition. #MUFCTalks now on with Lokomotiv as advanced by @TheAthleticUK. pic.twitter.com/VA3XSb0eef— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 25, 2021 Rangnick hefur hins vegar ekki fengið tækifæri hjá einu af stór klúbbum Evrópu. Það var vitað um áhuga AC Milan á sínum tíma og hann á að hafa hafnað Chelsea á síðasta tímabili þegar liðið vildi finna tímabundinn eftirmann Frank Lampard. Chelsea réði aftur á móti Thomas Tuchel sem tryggði sér síðan fastráðningu með frábærum endaspretti á leiktíðinni. Nú tókst Manchester United hins vegar að sannfæra hann þótt að hann verði bara stjóri liðsins næstu sex mánuði. Lykilatriði í því er að hann fær síðan að vera yfirmaður knattspyrnumála hjá enska stórliðinu næstu tvö árin eftir það.
Enski boltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira