Alexander fyrstur Íslendinga til að spila fimm hundruð leiki í bestu deild heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2021 10:31 Alexander Petersson spilar nú með liði MT Melsungen en hann er á sínu átjánda tímabili í bestu deild í heimi. Getty/Swen Pförtner Alexander Petersson náði stórum tímamótum á dögunum þegar hann náði að spila sinn fimm hundraðasta leik í þýsku Bundesligunni í handbolta. Þýska deildin er sú besta og sú mest krefjandi í handboltanum en þessi fyrrum íslenski landsliðsmaður er enn að. Hann er leikjahæsti íslenski handboltamaðurinn í sögu deildarinnar. Alexander, sem nú spilar með MT Melsungen, náði þessu í leik á móti Stuttgart. Alexander er að spila sitt átjánda tímabil í röð í deildinni. 5 0 2 According to his profile on the HBL-website and the statistics archive of @thw_handball Icelandic evergreen Alex Petersson of @mthandball played his 502th game in @liquimoly_hbl tonight. His 500th game was against @tvbstuttgart. #handball #iceland #handbolti @HSI_Iceland pic.twitter.com/di7soFECzz— Fabian Koch (@Fabian_Handball) November 25, 2021 Alexander lék sinn fyrsta leik í deildinni með HSG Düsseldorf tímabilið 2004 til 2005. Hann hafði þá leikið með Gróttu/KR á Íslandi í fimm ár og farið upp með Düsseldorf liðin tímaiblið á undan. Alexander var því 24 ára gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik í deildinni. Nú er hann enn að orðin 41 árs gamall. Þetta er fyrsta tímabil hans með Melsungen eftir að hafa skipt tímabilinu í fyrra á milli Rhein-Neckar Löwen og Flensburg-Handewitt. Melsungen er sjötta félagið sem Alexander spilar með í þýsku Bundesligunni. Hann hefur spilað flesta leiki fyrir Rhein-Neckar Löwen eða 248 en hann á 88 leiki að baki fyrir Flensburg-Handewitt. Eftir síðasta tímabil höfðu aðeins þrettán leikmenn náð að spila fimm hundruð leiki í deildinni þar af eru þrír af þeim enn að spila. Markverðirnir Johannes Bitter og Silvio Heinevetter en líka kollegi þeirra Carsten Lichtlein. Lichtlein er 41 árs gamall eins og Alexander og á leikjametið sem var 674 leikir fyrir þetta tímabil. Tveir aðrir hafa náð að spila sex hundruð leikir en það eru Jan Holpert og Christian Schwarzer. Schwarzer spilaði sex hundruð leiki á sínum ferli og er leikjahæsti útileikmaður sögunnar. Þýski handboltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Þýska deildin er sú besta og sú mest krefjandi í handboltanum en þessi fyrrum íslenski landsliðsmaður er enn að. Hann er leikjahæsti íslenski handboltamaðurinn í sögu deildarinnar. Alexander, sem nú spilar með MT Melsungen, náði þessu í leik á móti Stuttgart. Alexander er að spila sitt átjánda tímabil í röð í deildinni. 5 0 2 According to his profile on the HBL-website and the statistics archive of @thw_handball Icelandic evergreen Alex Petersson of @mthandball played his 502th game in @liquimoly_hbl tonight. His 500th game was against @tvbstuttgart. #handball #iceland #handbolti @HSI_Iceland pic.twitter.com/di7soFECzz— Fabian Koch (@Fabian_Handball) November 25, 2021 Alexander lék sinn fyrsta leik í deildinni með HSG Düsseldorf tímabilið 2004 til 2005. Hann hafði þá leikið með Gróttu/KR á Íslandi í fimm ár og farið upp með Düsseldorf liðin tímaiblið á undan. Alexander var því 24 ára gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik í deildinni. Nú er hann enn að orðin 41 árs gamall. Þetta er fyrsta tímabil hans með Melsungen eftir að hafa skipt tímabilinu í fyrra á milli Rhein-Neckar Löwen og Flensburg-Handewitt. Melsungen er sjötta félagið sem Alexander spilar með í þýsku Bundesligunni. Hann hefur spilað flesta leiki fyrir Rhein-Neckar Löwen eða 248 en hann á 88 leiki að baki fyrir Flensburg-Handewitt. Eftir síðasta tímabil höfðu aðeins þrettán leikmenn náð að spila fimm hundruð leiki í deildinni þar af eru þrír af þeim enn að spila. Markverðirnir Johannes Bitter og Silvio Heinevetter en líka kollegi þeirra Carsten Lichtlein. Lichtlein er 41 árs gamall eins og Alexander og á leikjametið sem var 674 leikir fyrir þetta tímabil. Tveir aðrir hafa náð að spila sex hundruð leikir en það eru Jan Holpert og Christian Schwarzer. Schwarzer spilaði sex hundruð leiki á sínum ferli og er leikjahæsti útileikmaður sögunnar.
Þýski handboltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira