Skilyrði að strákarnir okkar séu með mótefni en þeir mega fara af hótelinu Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2021 14:00 Bjarki Már Elísson greindist með kórónuveirusmit í apríl og má keppa á EM í janúar. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur tilkynnt hvaða smitvarnareglur gilda á EM karla í handbolta sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar. Íslenska landsliðið leikur sína leiki í Búdapest, í stærstu handboltahöll Evrópu, og byrjar á leik við Portúgal 14. janúar. Það er eins gott að strákarnir okkar séu bólusettir gegn Covid-19, eða búnir að fá sjúkdóminn og þar með mynda mótefni, því samkvæmt reglunum sem EHF hefur nú sett er það skilyrði til að fá að spila á mótinu. Vísir spurði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóra HSÍ, fyrr í þessum mánuði hvort að þetta gæti skapað vandræði fyrir Ísland. Hann sagði svo ekki vera. Allir leikmenn sem valdir hefðu verið í síðasta verkefni hefðu í það minnsta verið bólusettir. EHF segir að leikmenn verði skyldaðir til að fara í PCR-próf annan hvern dag en öfugt við það sem var á EM kvenna í Danmörku fyrir ári síðan þá verða þeir ekki lokaðir inni í búblu allt mótið. Þannig verður leikmönnum leyft að fara út af hóteli sínu, ekki bara til að fara á æfingar og spila leiki. Ef að leikmaður greinist með smit á mótinu þá verður hann sendur í einangrun. Liðsfélagar þurfa þá að fara í sóttkví en losna úr henni um leið og neikvætt sýni fæst úr smitprófi. Á síðasta stórmóti, HM í Egyptalandi í janúar, var engin krafa um bólusetningar enda var þá tiltölulega nýbyrjað að bólusetja fólk gegn Covid-19. Veiran hafði mikil áhrif á mótið og þurfti að skipta tveimur liðum út vegna hópsmita. EM karla fer fram dagana 13.-30. janúar, í Ungverjalandi og Slóvakíu. Ísland leikur sína leiki í Búdapest og er í riðli með Portúgal, Hollandi og Ungverjalandi. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Íslenska landsliðið leikur sína leiki í Búdapest, í stærstu handboltahöll Evrópu, og byrjar á leik við Portúgal 14. janúar. Það er eins gott að strákarnir okkar séu bólusettir gegn Covid-19, eða búnir að fá sjúkdóminn og þar með mynda mótefni, því samkvæmt reglunum sem EHF hefur nú sett er það skilyrði til að fá að spila á mótinu. Vísir spurði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóra HSÍ, fyrr í þessum mánuði hvort að þetta gæti skapað vandræði fyrir Ísland. Hann sagði svo ekki vera. Allir leikmenn sem valdir hefðu verið í síðasta verkefni hefðu í það minnsta verið bólusettir. EHF segir að leikmenn verði skyldaðir til að fara í PCR-próf annan hvern dag en öfugt við það sem var á EM kvenna í Danmörku fyrir ári síðan þá verða þeir ekki lokaðir inni í búblu allt mótið. Þannig verður leikmönnum leyft að fara út af hóteli sínu, ekki bara til að fara á æfingar og spila leiki. Ef að leikmaður greinist með smit á mótinu þá verður hann sendur í einangrun. Liðsfélagar þurfa þá að fara í sóttkví en losna úr henni um leið og neikvætt sýni fæst úr smitprófi. Á síðasta stórmóti, HM í Egyptalandi í janúar, var engin krafa um bólusetningar enda var þá tiltölulega nýbyrjað að bólusetja fólk gegn Covid-19. Veiran hafði mikil áhrif á mótið og þurfti að skipta tveimur liðum út vegna hópsmita. EM karla fer fram dagana 13.-30. janúar, í Ungverjalandi og Slóvakíu. Ísland leikur sína leiki í Búdapest og er í riðli með Portúgal, Hollandi og Ungverjalandi.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira