Segir traustið til Ísteka brostið Telma Tómasson skrifar 26. nóvember 2021 17:09 Bára Eyfjörð Heimsdóttir formaður Dýralæknafélags Íslands, Sveinn Steinarsson formaður Félags hrossabænda og Súsanna Sand Ólafsdóttir formaður Félags tamningamanna fóru yfir málin í Pallborðinu í dag. Vísir/Ragnar Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. Eftir birtingu myndbands dýraverndarsamtaka um blóðmerar og aðbúnað hryssna í þeirri búgrein hefur mikil umræða skapast um hvort lögum um dýravelferð sé fylgt. Sveinn segir starfsemina alla undir sama eftirlitinu og í tengslum við eitt fyrirtæki (Ísteka) sem kaupi hráefnið eða afurðina af öllum þeim sem stunda þetta starf. „Það eru settar upp ákveðnar forsendur sem greinilega er ekki fylgt eftir. Það er það sem ég og mínir félagar eru forundrandi á og þar erum við stödd í umræðunni og gagnvart næst skrefum okkar. Það er traustið til fyrirtækisins sem leiðir þetta starf. Það er brostið,“ segir Sveinn. Hann var einn þriggja viðmælenda í Pallborðinu sem var sent út í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi þar sem tekist var á um málið. Auk hans sátu pallborðið þær Bára Eyfjörð Heimsdóttir formaður Dýralæknafélags Íslands og Súsanna Sand Ólafsdóttir formaður Félags tamningamanna. Pallborðið má nálgast í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Arnór Guðlaugsson framkvæmdastjóri Ísteka segir að aðgerðaráætlun til úrbóta sé í smíðum hjá fyrirtækinu. Slík áætlun innhaldi til að mynda að komið væri á fót aðferð til að meta val á hryssum til blóðtöku, farið yrði ofan í saumana á hönnun blóðtökubása, mannleg hegðun skoðuð, fræðsla aukin, öryggisverðir dýravelferðar yrðu ráðnir og myndavélaeftirlit sett á laggirnar. Útflutningstekjur af fullunninni vöru Ísteka eru tæpir 2 milljarðar á ársgrundvelli. Pallborðið Dýraheilbrigði Hestar Blóðmerahald Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira
Eftir birtingu myndbands dýraverndarsamtaka um blóðmerar og aðbúnað hryssna í þeirri búgrein hefur mikil umræða skapast um hvort lögum um dýravelferð sé fylgt. Sveinn segir starfsemina alla undir sama eftirlitinu og í tengslum við eitt fyrirtæki (Ísteka) sem kaupi hráefnið eða afurðina af öllum þeim sem stunda þetta starf. „Það eru settar upp ákveðnar forsendur sem greinilega er ekki fylgt eftir. Það er það sem ég og mínir félagar eru forundrandi á og þar erum við stödd í umræðunni og gagnvart næst skrefum okkar. Það er traustið til fyrirtækisins sem leiðir þetta starf. Það er brostið,“ segir Sveinn. Hann var einn þriggja viðmælenda í Pallborðinu sem var sent út í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi þar sem tekist var á um málið. Auk hans sátu pallborðið þær Bára Eyfjörð Heimsdóttir formaður Dýralæknafélags Íslands og Súsanna Sand Ólafsdóttir formaður Félags tamningamanna. Pallborðið má nálgast í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Arnór Guðlaugsson framkvæmdastjóri Ísteka segir að aðgerðaráætlun til úrbóta sé í smíðum hjá fyrirtækinu. Slík áætlun innhaldi til að mynda að komið væri á fót aðferð til að meta val á hryssum til blóðtöku, farið yrði ofan í saumana á hönnun blóðtökubása, mannleg hegðun skoðuð, fræðsla aukin, öryggisverðir dýravelferðar yrðu ráðnir og myndavélaeftirlit sett á laggirnar. Útflutningstekjur af fullunninni vöru Ísteka eru tæpir 2 milljarðar á ársgrundvelli.
Pallborðið Dýraheilbrigði Hestar Blóðmerahald Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira