Þið eruð ekki Bayern, við erum Bayern! Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 27. nóvember 2021 12:45 Oliver Kahn talar á aðalfundi Bayern Munchen EPA-EFE/PHILIPP GUELLAND Það var talsverður hiti á árlegum aðalfundi þýska stórliðsins Bayern Munchen sem fram fór í Bæjaralandi seint á fimmtudagskvöld. Fundurinn leystist upp í hróp og köll og var fundinum slitið við litla hrifningu þeirra sem mættu. Ástæða ósættisins er styrkarsamningur við Qatar Airways. Fyrirfarm var búist við talsverðum hita á fundinum enda hafði einn fundargestur, Michael Ott, gefið það út að hann myndi leggja fyrir fundinn ályktin sem myndi banna forsvarsmönnum Bayern að semja aftur við Qatar Airways um auglýsingar á búningum liðsins. Fyrr um daginn hafði dómstóll í héraðinu sagt að sú tillaga væri ekki tiltæk og því hafnaði fundarstjórinn því að tillagan yrði borin upp. Það féll ekki í góðan jarðveg hjá þeim sem sóttu fundinn sem gerðu hróp og köll að fundarstjóranum. Ott flutti þó aðra tillögu. Hún fjallaði um að Bayern þyrfti alltaf að hafa alþjóðleg mannréttindi í huga þegar kæmi það því að nota ímynd liðsins. Þessi tillaga féll vel í kramið hjá fundargestum sem samþykktu tillöguna með miklum meirihluta, eða 77.8%. Öll stjórnin, þar með talinn framkvæmdastjórinn Oliver Kahn og forseti félagsins, Herbert Hainer kusu gegn tillögunni. 77.8% of the Bayern Munich members in attendance at the club s AGM vote for the club to identify itself with internationally-acknowledged human rights. The podium, which includes #FCBayern President Herbert Hainer and CEO Oliver Kahn, all voted against the motion.#FCBJHV pic.twitter.com/xNUGkRWzrC— Felix Tamsut (@ftamsut) November 25, 2021 Fljótlega eftir miðnætti steig formaður stuðningsmannaklúbbsins upp í pontu og spurði hvers vegna liðið þyrfti að semja við flugfélagið ríkisrekna, hvers vegna væri ekki bara samið við þann sem átti næst hæsta tilboðið. Hainer sagði þá að það hefði ekkert verið ákveðið í þeim efnum og sleit fundinum skyndilega. Það var ekki vinsælt hjá fundargestum sem gerðu að forsetanum hróp og köll og sögðust vilja hann á bak og burt. Margir voru enn á mælendaskrá og tók einn þeirra upp á því að standa einfaldlega upp á stól og lesa ræðuna sína. Das hatte Züge einer kleinen Revolution. Ein Mitglied, das von Präsident #Hainer nicht mehr bei den Wortmeldungen drangenommen wurde, stellte sich auf einen Stuhl und hielt seine lautstarke Rede trotzdem. #FCBayern #FCBJHV pic.twitter.com/wMqlf3Dnr4— Patrick Strasser (@AZ_Strasser) November 25, 2021 Þýski boltinn Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Sjá meira
Fyrirfarm var búist við talsverðum hita á fundinum enda hafði einn fundargestur, Michael Ott, gefið það út að hann myndi leggja fyrir fundinn ályktin sem myndi banna forsvarsmönnum Bayern að semja aftur við Qatar Airways um auglýsingar á búningum liðsins. Fyrr um daginn hafði dómstóll í héraðinu sagt að sú tillaga væri ekki tiltæk og því hafnaði fundarstjórinn því að tillagan yrði borin upp. Það féll ekki í góðan jarðveg hjá þeim sem sóttu fundinn sem gerðu hróp og köll að fundarstjóranum. Ott flutti þó aðra tillögu. Hún fjallaði um að Bayern þyrfti alltaf að hafa alþjóðleg mannréttindi í huga þegar kæmi það því að nota ímynd liðsins. Þessi tillaga féll vel í kramið hjá fundargestum sem samþykktu tillöguna með miklum meirihluta, eða 77.8%. Öll stjórnin, þar með talinn framkvæmdastjórinn Oliver Kahn og forseti félagsins, Herbert Hainer kusu gegn tillögunni. 77.8% of the Bayern Munich members in attendance at the club s AGM vote for the club to identify itself with internationally-acknowledged human rights. The podium, which includes #FCBayern President Herbert Hainer and CEO Oliver Kahn, all voted against the motion.#FCBJHV pic.twitter.com/xNUGkRWzrC— Felix Tamsut (@ftamsut) November 25, 2021 Fljótlega eftir miðnætti steig formaður stuðningsmannaklúbbsins upp í pontu og spurði hvers vegna liðið þyrfti að semja við flugfélagið ríkisrekna, hvers vegna væri ekki bara samið við þann sem átti næst hæsta tilboðið. Hainer sagði þá að það hefði ekkert verið ákveðið í þeim efnum og sleit fundinum skyndilega. Það var ekki vinsælt hjá fundargestum sem gerðu að forsetanum hróp og köll og sögðust vilja hann á bak og burt. Margir voru enn á mælendaskrá og tók einn þeirra upp á því að standa einfaldlega upp á stól og lesa ræðuna sína. Das hatte Züge einer kleinen Revolution. Ein Mitglied, das von Präsident #Hainer nicht mehr bei den Wortmeldungen drangenommen wurde, stellte sich auf einen Stuhl und hielt seine lautstarke Rede trotzdem. #FCBayern #FCBJHV pic.twitter.com/wMqlf3Dnr4— Patrick Strasser (@AZ_Strasser) November 25, 2021
Þýski boltinn Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Sjá meira