Keane og Carra rifust um Cristiano Ronaldo en Neville skellihló Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2021 08:01 Cristiano Ronaldo var mjög pirraður í leiknum á Stamford Bridge í gær enda ósáttur að þurfa að byrja þennan stórleik á bekknum. AP/Kirsty Wigglesworth Það var fjör í sjónvarpssalnum hjá Sky Sports eftir leik Chelsea og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Ástæðan var Cristiano Ronaldo og það að sérfræðingarnir Roy Keane og Jamie Carragher voru mjög ósammála um hann og hans hlutskipti á Brúnni í gær. Cristiano Ronaldo var nefnilega settur á bekkinn fyrir stórleikinn á móti Chelsea en fékk að spila síðustu 26 mínútur leiksins. Staðan var 1-0 fyrir United þegar hann kom inn á völlinn en Chelsea náði að jafna með marki úr vítaspyrnu. Ronaldo rauk af velli í leikslok án þess að þakka leikmönnum Chelsea yfir og það fengu allir að sjá hversu ósáttur hann var.Jamie Carragher var samt á því að það væri alveg eðlilegt að Ronaldo fá ekki að byrja leik sem þennan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Cristiano Ronaldo er enn að skila mörkum en hann er ekki sá leikmaður sem hann var. Það á ekki að vera stórfrétt þótt að Cristiano Ronaldo byrji ekki alla leiki eða verði tekin af velli,“ sagði Jamie Carragher. Roy Keane var ekki sammála enda ekki hvaða leikur sem er sem fór fram á Stamford Bridge enda United að mæta þar toppliði Chelsea. Keane var harður á því að Ronaldo ætti að spila leikinn. „Þetta var stórleikur fyrir Manchester United. Ég fyrirgef það þótt að hann missi af einhverjum leikjum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar sem United mun alltaf komast áfram. Ég skil það en Ronaldo hefur unnið allt sem hægt að vinna í fótboltanum og hann er kominn aftur til lyfta félaginu. Auðvitað vill hann spila svona leik,“ sagði Roy Keane. Keane segir að Ronaldo hafi greinilega áhuga á að vera hjá félaginu og það ætti að skila honum sæti í svona leik en þeir voru samt sammála um það Ronaldo sé ekki að gera mikið í pressunni. „Ronaldo hefur ekki pressað í fjögur, fimm til sex ár en Ronaldo mun ekki laga vandamál United. Þú kemur samt ekki með Ronaldo til Manchester United til að láta hann sitja á bekknum,“ sagði Keane. Umræðurnar hitnuðu í kjölfarið en það má sjá þá félaga rífast um Cristiano Ronaldo hér fyrir ofan. Jimmy Floyd Hasselbaink sat á milli þeirra á meðan allt fór í rugl og þeir rifust og hlustuðu lítið á rök hvors annars. Sá sem hafði mjög gaman af öllum saman var Gary Neville sem sat heima hjá sér í þetta skiptið. Hér fyrir neðan má sjá hans viðbrögð. Looks like @GNev2 enjoyed that one pic.twitter.com/SPbQTNK6bQ— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 28, 2021 Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Cristiano Ronaldo var nefnilega settur á bekkinn fyrir stórleikinn á móti Chelsea en fékk að spila síðustu 26 mínútur leiksins. Staðan var 1-0 fyrir United þegar hann kom inn á völlinn en Chelsea náði að jafna með marki úr vítaspyrnu. Ronaldo rauk af velli í leikslok án þess að þakka leikmönnum Chelsea yfir og það fengu allir að sjá hversu ósáttur hann var.Jamie Carragher var samt á því að það væri alveg eðlilegt að Ronaldo fá ekki að byrja leik sem þennan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Cristiano Ronaldo er enn að skila mörkum en hann er ekki sá leikmaður sem hann var. Það á ekki að vera stórfrétt þótt að Cristiano Ronaldo byrji ekki alla leiki eða verði tekin af velli,“ sagði Jamie Carragher. Roy Keane var ekki sammála enda ekki hvaða leikur sem er sem fór fram á Stamford Bridge enda United að mæta þar toppliði Chelsea. Keane var harður á því að Ronaldo ætti að spila leikinn. „Þetta var stórleikur fyrir Manchester United. Ég fyrirgef það þótt að hann missi af einhverjum leikjum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar sem United mun alltaf komast áfram. Ég skil það en Ronaldo hefur unnið allt sem hægt að vinna í fótboltanum og hann er kominn aftur til lyfta félaginu. Auðvitað vill hann spila svona leik,“ sagði Roy Keane. Keane segir að Ronaldo hafi greinilega áhuga á að vera hjá félaginu og það ætti að skila honum sæti í svona leik en þeir voru samt sammála um það Ronaldo sé ekki að gera mikið í pressunni. „Ronaldo hefur ekki pressað í fjögur, fimm til sex ár en Ronaldo mun ekki laga vandamál United. Þú kemur samt ekki með Ronaldo til Manchester United til að láta hann sitja á bekknum,“ sagði Keane. Umræðurnar hitnuðu í kjölfarið en það má sjá þá félaga rífast um Cristiano Ronaldo hér fyrir ofan. Jimmy Floyd Hasselbaink sat á milli þeirra á meðan allt fór í rugl og þeir rifust og hlustuðu lítið á rök hvors annars. Sá sem hafði mjög gaman af öllum saman var Gary Neville sem sat heima hjá sér í þetta skiptið. Hér fyrir neðan má sjá hans viðbrögð. Looks like @GNev2 enjoyed that one pic.twitter.com/SPbQTNK6bQ— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 28, 2021
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti