Hurðaskellir í Haukaliðinu tekur við bókunum í desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2021 09:30 Aron Rafn Eðvarðsson fékk örugglega furðulegasta rauða spjaldið sem hefur sést í íslenskum handbolta. Vísir/Vilhelm Rauða spjald Haukamarkvarðarins Arons Rafns Eðvardssonar vakti mikla furðu í Evrópuleik liðsins í Rúmeníu um helgina. Aron Rafn fékk rauða spjaldið að því virðist fyrir að skella hurð of harkalega í hálfleiknum. Það fylgir sögunni að ekkert sá á hurðinni og leikurinn var ekki í gangi þegar þetta gerðist. Áður en leikur hófst í seinni hálfleik þá fóru dómararnir til Arons Kristjánssonar, þjálfara Hauka, líkt og þeir væru að fá það staðfest hver hefði skellt hurðinni í hálfleiknum. Aron virtist benda á Aron Rafn markvarðar og dómarnir fóru þá til hans og lyftu rauða spjaldinu öllum til mikillar furðu. Haukarnir töpuðu leiknum með tveimur mörkum og þurfa því að vinna upp þann mun í seinni hálfleiknum á Ásvöllum. Haukar höfðu líka húmor fyrir öllu saman þótt að það hafi verið mjög leiðinlegt fyrir Aron að missa af þessum seinni hálfleik og mögulega seinni leiknum ef hann verður settur í bann. „Aron Rafn, aka Hurðarskellir, er búinn að opna fyrir bókanir í desember. Kemur á æfingar hjá krökkum, labbar með þau í gegnum íþróttahús og kennir þeim að skella hurðum FAST!!,“ sagði færslu á fésbókarsíðu Hauka og með var mynd af Aroni Rafni við hurðina frægu. Haukarnir voru kannski of hissa á þessu til að vera almennilega reiðir en kannski ekki mikið sem þeir gáfu sagt við bosnísku dómarana. „Þetta er furðulegasta skýring sem maður hefur fengið fyrir rauðu spjald. Ég hef aldrei heyrt annað eins. Það verður fróðlegt að sjá hvaða skýringu dómarar setja í skýrsluna sem þeir senda til EHF,“ sagði Aron Kristjánsson í viðtali við handbolti.is eftir leikinn. Hér fyrir neðan má sjá færslu Haukanna. View this post on Instagram A post shared by Haukar Topphandbolti (@haukar_handbolti) Olís-deild karla Haukar Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sjá meira
Aron Rafn fékk rauða spjaldið að því virðist fyrir að skella hurð of harkalega í hálfleiknum. Það fylgir sögunni að ekkert sá á hurðinni og leikurinn var ekki í gangi þegar þetta gerðist. Áður en leikur hófst í seinni hálfleik þá fóru dómararnir til Arons Kristjánssonar, þjálfara Hauka, líkt og þeir væru að fá það staðfest hver hefði skellt hurðinni í hálfleiknum. Aron virtist benda á Aron Rafn markvarðar og dómarnir fóru þá til hans og lyftu rauða spjaldinu öllum til mikillar furðu. Haukarnir töpuðu leiknum með tveimur mörkum og þurfa því að vinna upp þann mun í seinni hálfleiknum á Ásvöllum. Haukar höfðu líka húmor fyrir öllu saman þótt að það hafi verið mjög leiðinlegt fyrir Aron að missa af þessum seinni hálfleik og mögulega seinni leiknum ef hann verður settur í bann. „Aron Rafn, aka Hurðarskellir, er búinn að opna fyrir bókanir í desember. Kemur á æfingar hjá krökkum, labbar með þau í gegnum íþróttahús og kennir þeim að skella hurðum FAST!!,“ sagði færslu á fésbókarsíðu Hauka og með var mynd af Aroni Rafni við hurðina frægu. Haukarnir voru kannski of hissa á þessu til að vera almennilega reiðir en kannski ekki mikið sem þeir gáfu sagt við bosnísku dómarana. „Þetta er furðulegasta skýring sem maður hefur fengið fyrir rauðu spjald. Ég hef aldrei heyrt annað eins. Það verður fróðlegt að sjá hvaða skýringu dómarar setja í skýrsluna sem þeir senda til EHF,“ sagði Aron Kristjánsson í viðtali við handbolti.is eftir leikinn. Hér fyrir neðan má sjá færslu Haukanna. View this post on Instagram A post shared by Haukar Topphandbolti (@haukar_handbolti)
Olís-deild karla Haukar Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sjá meira