Liverpool með brasilískan heimsmeistara í þjálfarateyminu sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2021 09:31 Frægasta myndin af Taffarel sem fagnar hér eftir að Ítalinn Roberto Baggio klikkaði á víti í vítakeppni úrslitaleik HM 1994 en með því tryggðu Brasilíumenn sér heimsmeistaratitilinn. Getty/Shaun Botterill Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur bætti við brasilískri goðsögn inn í þjálfarateymi sitt. Claudio Taffarel er orðinn markamannsþjálfari hjá félaginu en aðalmarkvörður Liverpool liðsins er auðvitað brasilíski landsliðsmarkvörðurinn Alisson Becker. #LFC can announce a deal has been agreed for Claudio Taffarel to join the club s first-team staff, with the Brazilian set to assume the role of goalkeeping coach.The 55-year-old will join John Achterberg and Jack Robinson in working with the Reds keepers.— Liverpool FC (@LFC) November 30, 2021 Alisson og hann eru vanir að vinna saman því Taffarel er einnig markmannsþjálfari hjá brasilíska landsliðinu. Það er spurning hvort að þessi ráðning gefi Alisson eitthvað forskot í baráttunni um sæti í byrjunarliði Brasilíu en þar er hann auðvitað í samkeppni við Ederson, hinn frábæra markvörð Manchester City. „Við ræddum við Alisson því tveir af bestu markvörðum heimsins eru Brasilíumenn og við fundum út lausn svo við gátum fengið Taffarel til okkar. Það er góð viðbót við þjálfarateymið okkar,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. „Við teljum að hann geti gefið okkur annað sjónarhorn,“ sagði Klopp. New Liverpool sporting director Julian Ward spotted after arrival of Claudio Taffarel to Jurgen Klopp coaching staffhttps://t.co/ZKcIx7BvUX— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) December 1, 2021 Taffarel hættir ekki hjá brasilíska landsliðinu og það eru því löng ferðalög framundan hjá honum. „Við viljum vera góður skóli fyrir markverði í heimsfótboltanum og þess vegna erum við að ná í þriðja markmannsþjálfarann sem er mjög reyndur,“ sagði Klopp. „Í sambandi við markverðina þá erum við með Alisson Becker, sem er að okkar mati besti markvörður heims. Við erum líka með Caoimhin Kelleher sem við teljum að sé frábær leikmaður líka. Við erum líka með Adrian, Marcelo Pitaluga og Harvey Davies. Við erum með fimm markverði í á mismunandi aldri sem er frábært en við viljum fá meira frá þessum strákum,“ sagði Klopp. Taffarel er nú 55 ára gamall og var markvörður brasilíska landsliðsins þegar liðið var heimsmeistari 1994 og komst í úrslitaleikinn fjórum árum síða. Brasilíumenn unnu 1994 titilinn í vítakeppni en það var þá fyrsti heimsmeistaratitill Brassa í 24 ár. Tveir markvarðarþjálfarar voru fyrir hjá Liverpool eða þeir John Achterberg og Jack Robinson. Enski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira
Claudio Taffarel er orðinn markamannsþjálfari hjá félaginu en aðalmarkvörður Liverpool liðsins er auðvitað brasilíski landsliðsmarkvörðurinn Alisson Becker. #LFC can announce a deal has been agreed for Claudio Taffarel to join the club s first-team staff, with the Brazilian set to assume the role of goalkeeping coach.The 55-year-old will join John Achterberg and Jack Robinson in working with the Reds keepers.— Liverpool FC (@LFC) November 30, 2021 Alisson og hann eru vanir að vinna saman því Taffarel er einnig markmannsþjálfari hjá brasilíska landsliðinu. Það er spurning hvort að þessi ráðning gefi Alisson eitthvað forskot í baráttunni um sæti í byrjunarliði Brasilíu en þar er hann auðvitað í samkeppni við Ederson, hinn frábæra markvörð Manchester City. „Við ræddum við Alisson því tveir af bestu markvörðum heimsins eru Brasilíumenn og við fundum út lausn svo við gátum fengið Taffarel til okkar. Það er góð viðbót við þjálfarateymið okkar,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. „Við teljum að hann geti gefið okkur annað sjónarhorn,“ sagði Klopp. New Liverpool sporting director Julian Ward spotted after arrival of Claudio Taffarel to Jurgen Klopp coaching staffhttps://t.co/ZKcIx7BvUX— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) December 1, 2021 Taffarel hættir ekki hjá brasilíska landsliðinu og það eru því löng ferðalög framundan hjá honum. „Við viljum vera góður skóli fyrir markverði í heimsfótboltanum og þess vegna erum við að ná í þriðja markmannsþjálfarann sem er mjög reyndur,“ sagði Klopp. „Í sambandi við markverðina þá erum við með Alisson Becker, sem er að okkar mati besti markvörður heims. Við erum líka með Caoimhin Kelleher sem við teljum að sé frábær leikmaður líka. Við erum líka með Adrian, Marcelo Pitaluga og Harvey Davies. Við erum með fimm markverði í á mismunandi aldri sem er frábært en við viljum fá meira frá þessum strákum,“ sagði Klopp. Taffarel er nú 55 ára gamall og var markvörður brasilíska landsliðsins þegar liðið var heimsmeistari 1994 og komst í úrslitaleikinn fjórum árum síða. Brasilíumenn unnu 1994 titilinn í vítakeppni en það var þá fyrsti heimsmeistaratitill Brassa í 24 ár. Tveir markvarðarþjálfarar voru fyrir hjá Liverpool eða þeir John Achterberg og Jack Robinson.
Enski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira