Benítez hangir á bláþræði fyrir enn einn Liverpool-slag sinn Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2021 16:31 Rafael Benítez er með Everton í brattri brekku. Getty/Robbie Jay Barratt Rafael Benítez er sá knattspyrnustjóri í ensku úrvalsdeildinni sem veðbankar telja líklegastan til að missa starfið sitt. Liverpoolslagurinn í kvöld er því sennilega sá mikilvægasti af mörgum sem Spánverjinn hefur tekið þátt í. Þegar Benítez stýrði Liverpool á sínum tíma tók hann 14 sinnum þátt í Merseyside-slag, eins og leikir Liverpool og Everton eru kallaðir í Bretlandi. Það hefur ekki gerst síðan árið 1894, fyrir meira en öld síðan, að knattspyrnustjóri upplifi það að hafa stýrt báðum þessum liðum í uppgjöri grannanna. Það er hins vegar lítil ástæða til bjartsýni fyrir Benítez og hans menn í kvöld. Everton hefur ekki unnið leik síðan í september og aðeins fengið eitt stig úr síðustu sex leikjum sínum. Eftir 1-0 tapið gegn Brentford um helgina hefur Everton auk þess leikið þrjá leiki í röð án þess að skora eitt einasta mark. Everton er komið niður í 14. sæti, með aðeins 15 stig eftir 13 leiki, víðs fjarri Liverpool sem hefur aðeins tapað einum deildarleik síðan í mars. Án Gylfa, Calvert-Lewin og Richarlison Það hefur sem sagt nánast allt gengið á afturfótunum hjá Benítez, sem tók við Everton í sumar. Liðið hóf reyndar leiktíðina frábærlega og náði í 10 af fyrstu 12 mögulegum stigum en svo hrökk allt í baklás. Auðvitað hjálpar ekki til að Everton missti Gylfa Þór Sigurðsson óvænt út fyrir tímabilið vegna lögreglumáls sem enn er til rannsóknar. Þá hafa lykilmenn á borð við Yerry Mina, Abdoulaye Doucoure, Dominic Calvert-Lewin og Richarlison glímt við meiðsli. Pressan er engu að síður mikil á Benítez en hann gæti minnkað hana með góðum úrslitum gegn sínu gamla liði í kvöld. Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Þegar Benítez stýrði Liverpool á sínum tíma tók hann 14 sinnum þátt í Merseyside-slag, eins og leikir Liverpool og Everton eru kallaðir í Bretlandi. Það hefur ekki gerst síðan árið 1894, fyrir meira en öld síðan, að knattspyrnustjóri upplifi það að hafa stýrt báðum þessum liðum í uppgjöri grannanna. Það er hins vegar lítil ástæða til bjartsýni fyrir Benítez og hans menn í kvöld. Everton hefur ekki unnið leik síðan í september og aðeins fengið eitt stig úr síðustu sex leikjum sínum. Eftir 1-0 tapið gegn Brentford um helgina hefur Everton auk þess leikið þrjá leiki í röð án þess að skora eitt einasta mark. Everton er komið niður í 14. sæti, með aðeins 15 stig eftir 13 leiki, víðs fjarri Liverpool sem hefur aðeins tapað einum deildarleik síðan í mars. Án Gylfa, Calvert-Lewin og Richarlison Það hefur sem sagt nánast allt gengið á afturfótunum hjá Benítez, sem tók við Everton í sumar. Liðið hóf reyndar leiktíðina frábærlega og náði í 10 af fyrstu 12 mögulegum stigum en svo hrökk allt í baklás. Auðvitað hjálpar ekki til að Everton missti Gylfa Þór Sigurðsson óvænt út fyrir tímabilið vegna lögreglumáls sem enn er til rannsóknar. Þá hafa lykilmenn á borð við Yerry Mina, Abdoulaye Doucoure, Dominic Calvert-Lewin og Richarlison glímt við meiðsli. Pressan er engu að síður mikil á Benítez en hann gæti minnkað hana með góðum úrslitum gegn sínu gamla liði í kvöld.
Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira