Macland í Kringluna eftir ellefu ár í miðbænum Snorri Másson skrifar 1. desember 2021 21:00 Macland hefur verið í ellefu ár við Laugarveginn. Macland Það er umrót á Laugavegi þessa dagana, alltaf slæðingur af fólki á kvöldin hvort sem eru Reykvíkingar í jólainnkaupum eða ferðamenn að gá að einhverju forvitnilegu. En leita þarf annað en hingað til að kaupa sér iPhone. Tölvu- og símabúðin Macland, sem hefur staðið í bláu húsi við horn Klapparstígs í ellefu ár, er á förum. Koma á þremur útibúum verslunarinnar undir eitt þak í Kringlunni og eigandinn, Hörður Ágústsson, kveðst munu sakna Laugavegarins. „Ég náttúrulega elska miðbæinn, ég elska að koma þarna og ég elska að reka verslun þarna, en húsnæðið sem við vorum í var orðið illa farið og var ekki nothæft lengur og við urðum að flytja búðina,“ segir Hörður í samtali við fréttastofu. Hörður segir Laugaveginn vera á lokametrunum í jákvæðri umbreytingu sem orðið hafi undanfarinn áratug. „Það er kannski framtíð Laugavegarins, að þróast í svona lista-, hönnunar- og barstreet/veitingahúsagötu. Það væri bara ofboðslega fallegt og ég held að það sé svolítið bara staðan,“ segir Hörður. Engin atlaga að geitinni enn Talandi um hönnun, ef kíkt er í næsta hús við Macland á Laugavegi hafa birst þar fyrirmyndarstofur og svefnherbergi frá IKEA. Þetta er samt ekki ný verslun, segir framkvæmdastjórinn, Stefán Rúnar Dagsson. „Við erum bara að reyna að ná til fólks og fá það til okkar. Við reyndar auglýsum líka netsöluna þarna. En við ákváðum að prófa þetta. IKEA úti hefur verið að gera þetta á járnbrautarstöðvum. En við erum ekki með járnbrautarkerfi á Íslandi, þannig að við gátum ekki nýtt okkur þá leiðina,“ segir Stefán í samtali við fréttastofu. Hættulegt að vera geit.Vísir/Vilhelm Það er ekki hægt að tala við framkvæmdastjóra IKEA án þess að spyrja hvernig geitinni líður: „Geitin stendur á sínum stað og líður vel. Kalt hjá henni núna,“ segir Stefán. Hefur engin atlaga verið gerð? „Ekki enn þá.“ Verslun Reykjavík Kringlan Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira
Tölvu- og símabúðin Macland, sem hefur staðið í bláu húsi við horn Klapparstígs í ellefu ár, er á förum. Koma á þremur útibúum verslunarinnar undir eitt þak í Kringlunni og eigandinn, Hörður Ágústsson, kveðst munu sakna Laugavegarins. „Ég náttúrulega elska miðbæinn, ég elska að koma þarna og ég elska að reka verslun þarna, en húsnæðið sem við vorum í var orðið illa farið og var ekki nothæft lengur og við urðum að flytja búðina,“ segir Hörður í samtali við fréttastofu. Hörður segir Laugaveginn vera á lokametrunum í jákvæðri umbreytingu sem orðið hafi undanfarinn áratug. „Það er kannski framtíð Laugavegarins, að þróast í svona lista-, hönnunar- og barstreet/veitingahúsagötu. Það væri bara ofboðslega fallegt og ég held að það sé svolítið bara staðan,“ segir Hörður. Engin atlaga að geitinni enn Talandi um hönnun, ef kíkt er í næsta hús við Macland á Laugavegi hafa birst þar fyrirmyndarstofur og svefnherbergi frá IKEA. Þetta er samt ekki ný verslun, segir framkvæmdastjórinn, Stefán Rúnar Dagsson. „Við erum bara að reyna að ná til fólks og fá það til okkar. Við reyndar auglýsum líka netsöluna þarna. En við ákváðum að prófa þetta. IKEA úti hefur verið að gera þetta á járnbrautarstöðvum. En við erum ekki með járnbrautarkerfi á Íslandi, þannig að við gátum ekki nýtt okkur þá leiðina,“ segir Stefán í samtali við fréttastofu. Hættulegt að vera geit.Vísir/Vilhelm Það er ekki hægt að tala við framkvæmdastjóra IKEA án þess að spyrja hvernig geitinni líður: „Geitin stendur á sínum stað og líður vel. Kalt hjá henni núna,“ segir Stefán. Hefur engin atlaga verið gerð? „Ekki enn þá.“
Verslun Reykjavík Kringlan Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira