Enn eitt áfallið fyrir KSÍ: Tekjur sambandsins verða mun lægri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2021 09:31 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, á aukaþingi KSÍ á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Þetta hefur ekki verið gott haust fyrir Knattspyrnusamband Íslands og nú er ljóst að reksturinn hefur ekki verið eins og væntingar stóðu til. Það hefur gengið mikið hjá stærsta sérsambandi Íslands á þessu ári og hlutirnir hafa ekki gengið eins og stefnt var að í byrjun árs. Guðni Bergsson, formaður KSÍ og stjórn knattspyrnusambandsins þurfti að segja af sér á haustmánuðunum eins og frægt er og í framhaldinu var kosin bráðabirgðastjórn og formaður fram að næsta ársþingi í febrúar. Vanda Sigurgeirsdóttir og nýja stjórnin fékk ekki alltof góðar fréttir á síðasta fundi sínum. Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri Knattspyrnusambands Íslands sagði nefnilega frá því á stjórnarfundi sambandsins fyrir rúmri viku að tekjur KSÍ verða mun lægri en gert var ráð fyrir á áætlun. Þetta kemur fram í fundagerð á heimasíðu KSÍ sem finna má hér. Áætlunin var gerð vitandi að kórónuveirufaraldrinum ólíkt áætluninni árið á undan þar sem tekjur urði líka miklu minni en búist var við. Helstu ástæðurnar sem eru taldar upp í fundargerð stjórnar KSÍ fyrir þessari slöku tekjuöflun eru meðal annars það að takmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins vörðu lengur en búist var við. Hér kemur líka inn í reikninginn að miðasala á landsleiki íslenska karlalandsliðsins hafi verið dræm og þá voru fjárframlög frá evrópska knattspyrnusambandinu lægri en gert var ráð fyrir. Í máli Klöru frammi fyrir stjórn KSÍ kemur fram að rekstrargjöld séu í flestum tilfellum í samræmi við fjárhagsáætlun en einstaka liðir hafi þó farið fram yfir áætlun. Kostnaður við landslið Íslands eru lægri en gert var ráð fyrir og spá fyrir afkomu ársins hefur batnað frá sex mánaða uppgjöri. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ, gaf líka stjórn skýrslu um fundi með bakhjörlum sambandsins. Hún sagði að þeir fundir hafa gengið vel og miða að því að upplýsa umrædda bakhjarla um stöðu þeirra aðgerða er ráðist hefur verið í á síðustu vikum sem og að staðfesta að starfsemi sambandsins gangi vel. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Sjá meira
Það hefur gengið mikið hjá stærsta sérsambandi Íslands á þessu ári og hlutirnir hafa ekki gengið eins og stefnt var að í byrjun árs. Guðni Bergsson, formaður KSÍ og stjórn knattspyrnusambandsins þurfti að segja af sér á haustmánuðunum eins og frægt er og í framhaldinu var kosin bráðabirgðastjórn og formaður fram að næsta ársþingi í febrúar. Vanda Sigurgeirsdóttir og nýja stjórnin fékk ekki alltof góðar fréttir á síðasta fundi sínum. Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri Knattspyrnusambands Íslands sagði nefnilega frá því á stjórnarfundi sambandsins fyrir rúmri viku að tekjur KSÍ verða mun lægri en gert var ráð fyrir á áætlun. Þetta kemur fram í fundagerð á heimasíðu KSÍ sem finna má hér. Áætlunin var gerð vitandi að kórónuveirufaraldrinum ólíkt áætluninni árið á undan þar sem tekjur urði líka miklu minni en búist var við. Helstu ástæðurnar sem eru taldar upp í fundargerð stjórnar KSÍ fyrir þessari slöku tekjuöflun eru meðal annars það að takmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins vörðu lengur en búist var við. Hér kemur líka inn í reikninginn að miðasala á landsleiki íslenska karlalandsliðsins hafi verið dræm og þá voru fjárframlög frá evrópska knattspyrnusambandinu lægri en gert var ráð fyrir. Í máli Klöru frammi fyrir stjórn KSÍ kemur fram að rekstrargjöld séu í flestum tilfellum í samræmi við fjárhagsáætlun en einstaka liðir hafi þó farið fram yfir áætlun. Kostnaður við landslið Íslands eru lægri en gert var ráð fyrir og spá fyrir afkomu ársins hefur batnað frá sex mánaða uppgjöri. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ, gaf líka stjórn skýrslu um fundi með bakhjörlum sambandsins. Hún sagði að þeir fundir hafa gengið vel og miða að því að upplýsa umrædda bakhjarla um stöðu þeirra aðgerða er ráðist hefur verið í á síðustu vikum sem og að staðfesta að starfsemi sambandsins gangi vel.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð