Mikilvægt að hann hafi svipaða sýn en jánki ekki öllu Sindri Sverrisson skrifar 2. desember 2021 12:30 Arnar Þór Viðarsson hefur verið með Eið Smára Guðjohnsen sér til aðstoðar í þjálfarastörfum sínum fyrir KSÍ, fyrst hjá U21-landsliði karla og svo hjá A-landsliði karla. Nú þarf hann að finna nýjan mann. vísir/vilhelm Arnar Þór Viðarsson kemur til Íslands í næstu viku og kynnir stjórn KSÍ óskir sínar um nýjan aðstoðarþjálfara A-landsliðs karla, í stað Eiðs Smára Guðjohnsen. Arnar vill að sama skapi efla alla greiningarvinnu fyrir landslið KSÍ og stækka starfslið sitt. Arnar tók við A-landsliðinu fyrir tæpu ári síðan, ásamt Eiði sem einnig var hans aðstoðarmaður í U21-landsliðinu í tvö ár. Hann segir það hafa verið þungbæra en nauðsynlega ákvörðun að Eiður stigi til hliðar. Arnar er ekki endilega í leit að „nýjum Eiði“, enda kannski enginn Íslendingur með eins háar upphæðir í reynslubankanum sem leikmaður. Nýi aðstoðarmaðurinn þarf þó að fylla sem best í hans skarð en mögulega einnig að koma meira að leikgreiningu. Arnari virðist þó hugnast best að sú vinna verði í höndum annars aðstoðarmanns. „Áður en ég get sett fram fullmótað plan þarf ég að vita hvað hlutirnir mega kosta og hvernig heildarstarfsliðið getur litið út,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Hann er því ekki endilega bara í leit að aðstoðarþjálfara. „Maður lítur í kringum sig, byrjar að skrifa niður nöfn og ræðir svo að sjálfsögðu við nokkra aðila. Best er auðvitað ef að maður þekkir viðkomandi og veit að maður getur treyst honum,“ segir Arnar sem vonast til að nýr aðstoðarþjálfari verði ráðinn í þessum mánuði. Frekar íslenskan en erlendan Arnar segir að sér hugnist betur að fá íslenskan aðstoðarþjálfara en erlendan, en hann útiloki þó ekkert. Á meðal Íslendinga sem ekki eru í þjálfarastarfi í dag má nefna Ólaf Kristjánsson, Helga Kolviðsson og auðvitað Heimi Hallgrímsson. Arnar vill hins vegar ekkert gefa uppi um hvaða þjálfarar komi til greina. Helgi Kolviðsson og Heimir Hallgrímsson fóru með íslenska landsliðið á HM í Rússlandi. Helgi tók svo við landsliði Liechtenstein og Heimir við Al Arabi í Katar en hvorugur er sem stendur í þjálfarastarfi. Ætli þeir séu á lista hjá Arnari?vísir/vilhelm „Þetta er stærsta verkefnið fyrir mig núna næstu vikurnar og maður er strax farinn að líta í kringum sig. Fyrsta spurningin er hvernig aðstoðarþjálfara ég sé að leita að. Það er mjög mikilvægt að sá aðili hafi svipaða sýn á það hvernig íslenska landsliðið á að spila fótbolta, en að sjálfsögðu vill maður ekki fá einhvern inn sem jánkar bara öllu. Maður vill líka fá einhvern sem maður getur treyst, og getur talað við um allt og alla. Verkaskiptingin þarf líka að vera skýr,“ segir Arnar. Hægt að hafa einn eða fleiri „Þetta er enn voðalega opið. Ég kem heim til Íslands í næstu viku og þá ætla ég að vera búinn að teikna upp ramma með því hvernig ég sé þetta. Svo þarf samþykki stjórnar og framkvæmdastjóra. Það eru nokkrir möguleikar í stöðunni. Það er hægt að hafa áfram einn aðstoðarþjálfara en líka hægt að hafa fleiri aðila, hvort sem þeir séu þá í fullu starfi eða ekki,“ bætir Arnar við. Vonast til að samningar náist við Leicester-manninn Arnar, sem er enn yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ, hefur talað fyrir því að efla alla greiningarvinnu hjá sambandinu. Þannig horfir hann til þess að fá gagnagreinanda sér til fulltingis, og vonast til þess að þolþjálfarinn Tom Joel, sem starfar einnig fyrir Leicester, verði áfram með landsliðinu til að greina líkamlega frammistöðu leikmanna. Íslenska landsliðið æfir fyrir leik gegn Frökkum á LaugardalsvelliFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Við gerðum samning við Tom sem gildir út árið 2021. Hans vinna hjá Leicester er alltaf að verða mikilvægari og mikilvægari, og það var bara mjög vel gert hjá Erik [Hamrén] og Frey [Alexanderssyni] að fá hann inn til okkar á sínum tíma. Það yrði frábært ef við gætum haldið í Tom því hann er að vinna stórt starf hjá Leicester City í ensku úrvalsdeildinni, og þar eru öll tæki og tól fyrir hendi til að vinna þessa vinnu. Þar af leiðandi getum við lært mikið af honum,“ segir Arnar. Andstæðingarnir nánast alltaf með stærra teymi „Þessi greiningarvinna er kannski svolítið ný fyrir okkur en stærra dæmi en flestir gera sér grein fyrir. Eiður skilur eftir sig mjög stórt box sem þarf að tikka í, en við þurfum að mínu mati sem knattspyrnusamband að huga líka að framtíðinni með því að efla greiningarvinnu, hvernig sem við gerum það. Við erum ekki að tala um þetta af því að Eiður sé að hætta. Þetta er eitthvað sem við báðir og fleiri innan KSÍ höfum rætt mjög mikið. En þegar eitthvað gerist eins og í síðustu viku [þegar Eiður hætti] þarf maður að stokka spilin aðeins upp á nýtt, byrja með hreint blað, og það er það sem ég er að gera. Við vitum það þegar við spilum við andstæðinga okkar að þeir eru nánast alltaf með stærra teymi en við. Við þurfum að endurskipuleggja þessa vinnu og það er alltaf spurning hvort við fáum til þess verktaka eða menn í fullt starf því það þarf að samþykkja peningahliðina,“ segir Arnar. HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir „Flestir útlendingar hefðu labbað út frá þessu starfi“ Arnar Þór Viðarsson segist enn vera í draumastarfinu sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, þrátt fyrir einstaklega erfitt fyrsta ár í starfi. 2. desember 2021 10:00 „Þungbær ákvörðun þegar maður er að vinna með vini sínum“ Arnar Þór Viðarsson segir það hafa verið nauðsynlega ákvörðun að Eiður Smári Guðjohnsen, vinur hans og aðstoðarmaður, stigi frá borði sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta. 1. desember 2021 14:31 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira
Arnar tók við A-landsliðinu fyrir tæpu ári síðan, ásamt Eiði sem einnig var hans aðstoðarmaður í U21-landsliðinu í tvö ár. Hann segir það hafa verið þungbæra en nauðsynlega ákvörðun að Eiður stigi til hliðar. Arnar er ekki endilega í leit að „nýjum Eiði“, enda kannski enginn Íslendingur með eins háar upphæðir í reynslubankanum sem leikmaður. Nýi aðstoðarmaðurinn þarf þó að fylla sem best í hans skarð en mögulega einnig að koma meira að leikgreiningu. Arnari virðist þó hugnast best að sú vinna verði í höndum annars aðstoðarmanns. „Áður en ég get sett fram fullmótað plan þarf ég að vita hvað hlutirnir mega kosta og hvernig heildarstarfsliðið getur litið út,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Hann er því ekki endilega bara í leit að aðstoðarþjálfara. „Maður lítur í kringum sig, byrjar að skrifa niður nöfn og ræðir svo að sjálfsögðu við nokkra aðila. Best er auðvitað ef að maður þekkir viðkomandi og veit að maður getur treyst honum,“ segir Arnar sem vonast til að nýr aðstoðarþjálfari verði ráðinn í þessum mánuði. Frekar íslenskan en erlendan Arnar segir að sér hugnist betur að fá íslenskan aðstoðarþjálfara en erlendan, en hann útiloki þó ekkert. Á meðal Íslendinga sem ekki eru í þjálfarastarfi í dag má nefna Ólaf Kristjánsson, Helga Kolviðsson og auðvitað Heimi Hallgrímsson. Arnar vill hins vegar ekkert gefa uppi um hvaða þjálfarar komi til greina. Helgi Kolviðsson og Heimir Hallgrímsson fóru með íslenska landsliðið á HM í Rússlandi. Helgi tók svo við landsliði Liechtenstein og Heimir við Al Arabi í Katar en hvorugur er sem stendur í þjálfarastarfi. Ætli þeir séu á lista hjá Arnari?vísir/vilhelm „Þetta er stærsta verkefnið fyrir mig núna næstu vikurnar og maður er strax farinn að líta í kringum sig. Fyrsta spurningin er hvernig aðstoðarþjálfara ég sé að leita að. Það er mjög mikilvægt að sá aðili hafi svipaða sýn á það hvernig íslenska landsliðið á að spila fótbolta, en að sjálfsögðu vill maður ekki fá einhvern inn sem jánkar bara öllu. Maður vill líka fá einhvern sem maður getur treyst, og getur talað við um allt og alla. Verkaskiptingin þarf líka að vera skýr,“ segir Arnar. Hægt að hafa einn eða fleiri „Þetta er enn voðalega opið. Ég kem heim til Íslands í næstu viku og þá ætla ég að vera búinn að teikna upp ramma með því hvernig ég sé þetta. Svo þarf samþykki stjórnar og framkvæmdastjóra. Það eru nokkrir möguleikar í stöðunni. Það er hægt að hafa áfram einn aðstoðarþjálfara en líka hægt að hafa fleiri aðila, hvort sem þeir séu þá í fullu starfi eða ekki,“ bætir Arnar við. Vonast til að samningar náist við Leicester-manninn Arnar, sem er enn yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ, hefur talað fyrir því að efla alla greiningarvinnu hjá sambandinu. Þannig horfir hann til þess að fá gagnagreinanda sér til fulltingis, og vonast til þess að þolþjálfarinn Tom Joel, sem starfar einnig fyrir Leicester, verði áfram með landsliðinu til að greina líkamlega frammistöðu leikmanna. Íslenska landsliðið æfir fyrir leik gegn Frökkum á LaugardalsvelliFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Við gerðum samning við Tom sem gildir út árið 2021. Hans vinna hjá Leicester er alltaf að verða mikilvægari og mikilvægari, og það var bara mjög vel gert hjá Erik [Hamrén] og Frey [Alexanderssyni] að fá hann inn til okkar á sínum tíma. Það yrði frábært ef við gætum haldið í Tom því hann er að vinna stórt starf hjá Leicester City í ensku úrvalsdeildinni, og þar eru öll tæki og tól fyrir hendi til að vinna þessa vinnu. Þar af leiðandi getum við lært mikið af honum,“ segir Arnar. Andstæðingarnir nánast alltaf með stærra teymi „Þessi greiningarvinna er kannski svolítið ný fyrir okkur en stærra dæmi en flestir gera sér grein fyrir. Eiður skilur eftir sig mjög stórt box sem þarf að tikka í, en við þurfum að mínu mati sem knattspyrnusamband að huga líka að framtíðinni með því að efla greiningarvinnu, hvernig sem við gerum það. Við erum ekki að tala um þetta af því að Eiður sé að hætta. Þetta er eitthvað sem við báðir og fleiri innan KSÍ höfum rætt mjög mikið. En þegar eitthvað gerist eins og í síðustu viku [þegar Eiður hætti] þarf maður að stokka spilin aðeins upp á nýtt, byrja með hreint blað, og það er það sem ég er að gera. Við vitum það þegar við spilum við andstæðinga okkar að þeir eru nánast alltaf með stærra teymi en við. Við þurfum að endurskipuleggja þessa vinnu og það er alltaf spurning hvort við fáum til þess verktaka eða menn í fullt starf því það þarf að samþykkja peningahliðina,“ segir Arnar.
HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir „Flestir útlendingar hefðu labbað út frá þessu starfi“ Arnar Þór Viðarsson segist enn vera í draumastarfinu sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, þrátt fyrir einstaklega erfitt fyrsta ár í starfi. 2. desember 2021 10:00 „Þungbær ákvörðun þegar maður er að vinna með vini sínum“ Arnar Þór Viðarsson segir það hafa verið nauðsynlega ákvörðun að Eiður Smári Guðjohnsen, vinur hans og aðstoðarmaður, stigi frá borði sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta. 1. desember 2021 14:31 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira
„Flestir útlendingar hefðu labbað út frá þessu starfi“ Arnar Þór Viðarsson segist enn vera í draumastarfinu sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, þrátt fyrir einstaklega erfitt fyrsta ár í starfi. 2. desember 2021 10:00
„Þungbær ákvörðun þegar maður er að vinna með vini sínum“ Arnar Þór Viðarsson segir það hafa verið nauðsynlega ákvörðun að Eiður Smári Guðjohnsen, vinur hans og aðstoðarmaður, stigi frá borði sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta. 1. desember 2021 14:31