Mikilvægt að hann hafi svipaða sýn en jánki ekki öllu Sindri Sverrisson skrifar 2. desember 2021 12:30 Arnar Þór Viðarsson hefur verið með Eið Smára Guðjohnsen sér til aðstoðar í þjálfarastörfum sínum fyrir KSÍ, fyrst hjá U21-landsliði karla og svo hjá A-landsliði karla. Nú þarf hann að finna nýjan mann. vísir/vilhelm Arnar Þór Viðarsson kemur til Íslands í næstu viku og kynnir stjórn KSÍ óskir sínar um nýjan aðstoðarþjálfara A-landsliðs karla, í stað Eiðs Smára Guðjohnsen. Arnar vill að sama skapi efla alla greiningarvinnu fyrir landslið KSÍ og stækka starfslið sitt. Arnar tók við A-landsliðinu fyrir tæpu ári síðan, ásamt Eiði sem einnig var hans aðstoðarmaður í U21-landsliðinu í tvö ár. Hann segir það hafa verið þungbæra en nauðsynlega ákvörðun að Eiður stigi til hliðar. Arnar er ekki endilega í leit að „nýjum Eiði“, enda kannski enginn Íslendingur með eins háar upphæðir í reynslubankanum sem leikmaður. Nýi aðstoðarmaðurinn þarf þó að fylla sem best í hans skarð en mögulega einnig að koma meira að leikgreiningu. Arnari virðist þó hugnast best að sú vinna verði í höndum annars aðstoðarmanns. „Áður en ég get sett fram fullmótað plan þarf ég að vita hvað hlutirnir mega kosta og hvernig heildarstarfsliðið getur litið út,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Hann er því ekki endilega bara í leit að aðstoðarþjálfara. „Maður lítur í kringum sig, byrjar að skrifa niður nöfn og ræðir svo að sjálfsögðu við nokkra aðila. Best er auðvitað ef að maður þekkir viðkomandi og veit að maður getur treyst honum,“ segir Arnar sem vonast til að nýr aðstoðarþjálfari verði ráðinn í þessum mánuði. Frekar íslenskan en erlendan Arnar segir að sér hugnist betur að fá íslenskan aðstoðarþjálfara en erlendan, en hann útiloki þó ekkert. Á meðal Íslendinga sem ekki eru í þjálfarastarfi í dag má nefna Ólaf Kristjánsson, Helga Kolviðsson og auðvitað Heimi Hallgrímsson. Arnar vill hins vegar ekkert gefa uppi um hvaða þjálfarar komi til greina. Helgi Kolviðsson og Heimir Hallgrímsson fóru með íslenska landsliðið á HM í Rússlandi. Helgi tók svo við landsliði Liechtenstein og Heimir við Al Arabi í Katar en hvorugur er sem stendur í þjálfarastarfi. Ætli þeir séu á lista hjá Arnari?vísir/vilhelm „Þetta er stærsta verkefnið fyrir mig núna næstu vikurnar og maður er strax farinn að líta í kringum sig. Fyrsta spurningin er hvernig aðstoðarþjálfara ég sé að leita að. Það er mjög mikilvægt að sá aðili hafi svipaða sýn á það hvernig íslenska landsliðið á að spila fótbolta, en að sjálfsögðu vill maður ekki fá einhvern inn sem jánkar bara öllu. Maður vill líka fá einhvern sem maður getur treyst, og getur talað við um allt og alla. Verkaskiptingin þarf líka að vera skýr,“ segir Arnar. Hægt að hafa einn eða fleiri „Þetta er enn voðalega opið. Ég kem heim til Íslands í næstu viku og þá ætla ég að vera búinn að teikna upp ramma með því hvernig ég sé þetta. Svo þarf samþykki stjórnar og framkvæmdastjóra. Það eru nokkrir möguleikar í stöðunni. Það er hægt að hafa áfram einn aðstoðarþjálfara en líka hægt að hafa fleiri aðila, hvort sem þeir séu þá í fullu starfi eða ekki,“ bætir Arnar við. Vonast til að samningar náist við Leicester-manninn Arnar, sem er enn yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ, hefur talað fyrir því að efla alla greiningarvinnu hjá sambandinu. Þannig horfir hann til þess að fá gagnagreinanda sér til fulltingis, og vonast til þess að þolþjálfarinn Tom Joel, sem starfar einnig fyrir Leicester, verði áfram með landsliðinu til að greina líkamlega frammistöðu leikmanna. Íslenska landsliðið æfir fyrir leik gegn Frökkum á LaugardalsvelliFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Við gerðum samning við Tom sem gildir út árið 2021. Hans vinna hjá Leicester er alltaf að verða mikilvægari og mikilvægari, og það var bara mjög vel gert hjá Erik [Hamrén] og Frey [Alexanderssyni] að fá hann inn til okkar á sínum tíma. Það yrði frábært ef við gætum haldið í Tom því hann er að vinna stórt starf hjá Leicester City í ensku úrvalsdeildinni, og þar eru öll tæki og tól fyrir hendi til að vinna þessa vinnu. Þar af leiðandi getum við lært mikið af honum,“ segir Arnar. Andstæðingarnir nánast alltaf með stærra teymi „Þessi greiningarvinna er kannski svolítið ný fyrir okkur en stærra dæmi en flestir gera sér grein fyrir. Eiður skilur eftir sig mjög stórt box sem þarf að tikka í, en við þurfum að mínu mati sem knattspyrnusamband að huga líka að framtíðinni með því að efla greiningarvinnu, hvernig sem við gerum það. Við erum ekki að tala um þetta af því að Eiður sé að hætta. Þetta er eitthvað sem við báðir og fleiri innan KSÍ höfum rætt mjög mikið. En þegar eitthvað gerist eins og í síðustu viku [þegar Eiður hætti] þarf maður að stokka spilin aðeins upp á nýtt, byrja með hreint blað, og það er það sem ég er að gera. Við vitum það þegar við spilum við andstæðinga okkar að þeir eru nánast alltaf með stærra teymi en við. Við þurfum að endurskipuleggja þessa vinnu og það er alltaf spurning hvort við fáum til þess verktaka eða menn í fullt starf því það þarf að samþykkja peningahliðina,“ segir Arnar. HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir „Flestir útlendingar hefðu labbað út frá þessu starfi“ Arnar Þór Viðarsson segist enn vera í draumastarfinu sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, þrátt fyrir einstaklega erfitt fyrsta ár í starfi. 2. desember 2021 10:00 „Þungbær ákvörðun þegar maður er að vinna með vini sínum“ Arnar Þór Viðarsson segir það hafa verið nauðsynlega ákvörðun að Eiður Smári Guðjohnsen, vinur hans og aðstoðarmaður, stigi frá borði sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta. 1. desember 2021 14:31 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Arnar tók við A-landsliðinu fyrir tæpu ári síðan, ásamt Eiði sem einnig var hans aðstoðarmaður í U21-landsliðinu í tvö ár. Hann segir það hafa verið þungbæra en nauðsynlega ákvörðun að Eiður stigi til hliðar. Arnar er ekki endilega í leit að „nýjum Eiði“, enda kannski enginn Íslendingur með eins háar upphæðir í reynslubankanum sem leikmaður. Nýi aðstoðarmaðurinn þarf þó að fylla sem best í hans skarð en mögulega einnig að koma meira að leikgreiningu. Arnari virðist þó hugnast best að sú vinna verði í höndum annars aðstoðarmanns. „Áður en ég get sett fram fullmótað plan þarf ég að vita hvað hlutirnir mega kosta og hvernig heildarstarfsliðið getur litið út,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Hann er því ekki endilega bara í leit að aðstoðarþjálfara. „Maður lítur í kringum sig, byrjar að skrifa niður nöfn og ræðir svo að sjálfsögðu við nokkra aðila. Best er auðvitað ef að maður þekkir viðkomandi og veit að maður getur treyst honum,“ segir Arnar sem vonast til að nýr aðstoðarþjálfari verði ráðinn í þessum mánuði. Frekar íslenskan en erlendan Arnar segir að sér hugnist betur að fá íslenskan aðstoðarþjálfara en erlendan, en hann útiloki þó ekkert. Á meðal Íslendinga sem ekki eru í þjálfarastarfi í dag má nefna Ólaf Kristjánsson, Helga Kolviðsson og auðvitað Heimi Hallgrímsson. Arnar vill hins vegar ekkert gefa uppi um hvaða þjálfarar komi til greina. Helgi Kolviðsson og Heimir Hallgrímsson fóru með íslenska landsliðið á HM í Rússlandi. Helgi tók svo við landsliði Liechtenstein og Heimir við Al Arabi í Katar en hvorugur er sem stendur í þjálfarastarfi. Ætli þeir séu á lista hjá Arnari?vísir/vilhelm „Þetta er stærsta verkefnið fyrir mig núna næstu vikurnar og maður er strax farinn að líta í kringum sig. Fyrsta spurningin er hvernig aðstoðarþjálfara ég sé að leita að. Það er mjög mikilvægt að sá aðili hafi svipaða sýn á það hvernig íslenska landsliðið á að spila fótbolta, en að sjálfsögðu vill maður ekki fá einhvern inn sem jánkar bara öllu. Maður vill líka fá einhvern sem maður getur treyst, og getur talað við um allt og alla. Verkaskiptingin þarf líka að vera skýr,“ segir Arnar. Hægt að hafa einn eða fleiri „Þetta er enn voðalega opið. Ég kem heim til Íslands í næstu viku og þá ætla ég að vera búinn að teikna upp ramma með því hvernig ég sé þetta. Svo þarf samþykki stjórnar og framkvæmdastjóra. Það eru nokkrir möguleikar í stöðunni. Það er hægt að hafa áfram einn aðstoðarþjálfara en líka hægt að hafa fleiri aðila, hvort sem þeir séu þá í fullu starfi eða ekki,“ bætir Arnar við. Vonast til að samningar náist við Leicester-manninn Arnar, sem er enn yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ, hefur talað fyrir því að efla alla greiningarvinnu hjá sambandinu. Þannig horfir hann til þess að fá gagnagreinanda sér til fulltingis, og vonast til þess að þolþjálfarinn Tom Joel, sem starfar einnig fyrir Leicester, verði áfram með landsliðinu til að greina líkamlega frammistöðu leikmanna. Íslenska landsliðið æfir fyrir leik gegn Frökkum á LaugardalsvelliFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Við gerðum samning við Tom sem gildir út árið 2021. Hans vinna hjá Leicester er alltaf að verða mikilvægari og mikilvægari, og það var bara mjög vel gert hjá Erik [Hamrén] og Frey [Alexanderssyni] að fá hann inn til okkar á sínum tíma. Það yrði frábært ef við gætum haldið í Tom því hann er að vinna stórt starf hjá Leicester City í ensku úrvalsdeildinni, og þar eru öll tæki og tól fyrir hendi til að vinna þessa vinnu. Þar af leiðandi getum við lært mikið af honum,“ segir Arnar. Andstæðingarnir nánast alltaf með stærra teymi „Þessi greiningarvinna er kannski svolítið ný fyrir okkur en stærra dæmi en flestir gera sér grein fyrir. Eiður skilur eftir sig mjög stórt box sem þarf að tikka í, en við þurfum að mínu mati sem knattspyrnusamband að huga líka að framtíðinni með því að efla greiningarvinnu, hvernig sem við gerum það. Við erum ekki að tala um þetta af því að Eiður sé að hætta. Þetta er eitthvað sem við báðir og fleiri innan KSÍ höfum rætt mjög mikið. En þegar eitthvað gerist eins og í síðustu viku [þegar Eiður hætti] þarf maður að stokka spilin aðeins upp á nýtt, byrja með hreint blað, og það er það sem ég er að gera. Við vitum það þegar við spilum við andstæðinga okkar að þeir eru nánast alltaf með stærra teymi en við. Við þurfum að endurskipuleggja þessa vinnu og það er alltaf spurning hvort við fáum til þess verktaka eða menn í fullt starf því það þarf að samþykkja peningahliðina,“ segir Arnar.
HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir „Flestir útlendingar hefðu labbað út frá þessu starfi“ Arnar Þór Viðarsson segist enn vera í draumastarfinu sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, þrátt fyrir einstaklega erfitt fyrsta ár í starfi. 2. desember 2021 10:00 „Þungbær ákvörðun þegar maður er að vinna með vini sínum“ Arnar Þór Viðarsson segir það hafa verið nauðsynlega ákvörðun að Eiður Smári Guðjohnsen, vinur hans og aðstoðarmaður, stigi frá borði sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta. 1. desember 2021 14:31 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
„Flestir útlendingar hefðu labbað út frá þessu starfi“ Arnar Þór Viðarsson segist enn vera í draumastarfinu sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, þrátt fyrir einstaklega erfitt fyrsta ár í starfi. 2. desember 2021 10:00
„Þungbær ákvörðun þegar maður er að vinna með vini sínum“ Arnar Þór Viðarsson segir það hafa verið nauðsynlega ákvörðun að Eiður Smári Guðjohnsen, vinur hans og aðstoðarmaður, stigi frá borði sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta. 1. desember 2021 14:31