Skyndiákvörðun gæti stefnt velferð þúsunda hryssna í voða Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. desember 2021 11:42 Matvælastofnun rannsakar nú meint alvarleg brot á velferð blóðtökuhryssna. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun er enn með til rannsóknar ábendingar um aðbúnað blóðtökuhryssna sem hafa mikið verið til umfjöllunar að undanförnu. Stofnunin segist taka ábendingum um brot mjög alvarlega. Mikilvægt sé að heildstæð umræða fari fram en ekki sé hægt að grípa til skyndilausna. Rannsókn Matvælastofnunar á meintum alvarlegum brotum á velferð blóðtökuhryssna heldur áfram en stofnunin segir ábendingar um alvarleg dýravelferðarbrot ávallt teknar mjög alvarlega. Unnið er að endurskoðun á þeim skilyrðum sem sett eru fyrir starfseminni og eftirlit með henni. Í tilkynningu um málið þakkar MAST dýravelferðarsamtökunum AWF og TSB fyrir veitta aðstoð við rannsókn málsins en samtökin birtu á dögunum heimildarmynd um blóðtöku mera á Íslandi. Þá sendu samtökin opið bréf frá sér í gær og hefur MAST það bréf til hliðsjónar við rannsókn málsins. „Stofnunin tekur undir með samtökunum að mikilvægt sé að rannsóknin beinist ekki síst að kerfisbundnum veikleikum í starfseminni sem geta komið niður á velferð hryssnanna,“ segir í tilkynningu MAST um málið. Mikið hefur verið fjallað um blóðmerabúskap í fjölmiðlum undanfarnar vikur eftir birtingu myndbands dýraverndarsamtaka um aðbúnað hryssna en hormónið PMSG er unnið úr blóði fylfullra hryssa sem síðan er notað til að framleiða frjósemislyf fyrir dýr. Um árabil hefur blóðmerahald verið bannað í löndum Evrópusambandsins á grunni laga um dýravernd og er Ísland eina landið í Evrópu þar sem greinin er stunduð. Matvælastofnun fer samkvæmt lögum með rannsókn dýravelferðarmála hér á landi og að rannsókn lokinni getur stofnunin lokið málum með stjórnvaldssektum eða vísað málunum til lögreglu. „Matvælastofnun styður að heildstæð umræða fari fram um framtíð greinarinnar en telur mikilvægt að í þeirri umræðu sé ekki gripið til skyndiákvarðana. Slík ákvörðun gæti stefnt velferð allt að 5000 hryssna í voða, m.a. væri þá hætt við að fjöldi hryssna kæmi til slátrunar seint á meðgöngu,“ segir í tilkynningu. Allir sem kunna að hafa ábendingar er varða velferð dýra er bent á að hægt sé að senda slíkar ábendingar á Matvælastofnun í gegnum vefsíðu stofnunarinnar. Blóðmerahald Dýraheilbrigði Hestar Tengdar fréttir Óverjandi að hryssurnar þurfi að upplifa þjáningu Dýraverndarsamband Íslands fordæmir harðlega illa meðferð á fylfullum hryssum og folöldum sem sést í myndbandi sem nýlega var birt á vegum erlendra dýraverndarsamtaka. 28. nóvember 2021 07:30 Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09 Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Rannsókn Matvælastofnunar á meintum alvarlegum brotum á velferð blóðtökuhryssna heldur áfram en stofnunin segir ábendingar um alvarleg dýravelferðarbrot ávallt teknar mjög alvarlega. Unnið er að endurskoðun á þeim skilyrðum sem sett eru fyrir starfseminni og eftirlit með henni. Í tilkynningu um málið þakkar MAST dýravelferðarsamtökunum AWF og TSB fyrir veitta aðstoð við rannsókn málsins en samtökin birtu á dögunum heimildarmynd um blóðtöku mera á Íslandi. Þá sendu samtökin opið bréf frá sér í gær og hefur MAST það bréf til hliðsjónar við rannsókn málsins. „Stofnunin tekur undir með samtökunum að mikilvægt sé að rannsóknin beinist ekki síst að kerfisbundnum veikleikum í starfseminni sem geta komið niður á velferð hryssnanna,“ segir í tilkynningu MAST um málið. Mikið hefur verið fjallað um blóðmerabúskap í fjölmiðlum undanfarnar vikur eftir birtingu myndbands dýraverndarsamtaka um aðbúnað hryssna en hormónið PMSG er unnið úr blóði fylfullra hryssa sem síðan er notað til að framleiða frjósemislyf fyrir dýr. Um árabil hefur blóðmerahald verið bannað í löndum Evrópusambandsins á grunni laga um dýravernd og er Ísland eina landið í Evrópu þar sem greinin er stunduð. Matvælastofnun fer samkvæmt lögum með rannsókn dýravelferðarmála hér á landi og að rannsókn lokinni getur stofnunin lokið málum með stjórnvaldssektum eða vísað málunum til lögreglu. „Matvælastofnun styður að heildstæð umræða fari fram um framtíð greinarinnar en telur mikilvægt að í þeirri umræðu sé ekki gripið til skyndiákvarðana. Slík ákvörðun gæti stefnt velferð allt að 5000 hryssna í voða, m.a. væri þá hætt við að fjöldi hryssna kæmi til slátrunar seint á meðgöngu,“ segir í tilkynningu. Allir sem kunna að hafa ábendingar er varða velferð dýra er bent á að hægt sé að senda slíkar ábendingar á Matvælastofnun í gegnum vefsíðu stofnunarinnar.
Blóðmerahald Dýraheilbrigði Hestar Tengdar fréttir Óverjandi að hryssurnar þurfi að upplifa þjáningu Dýraverndarsamband Íslands fordæmir harðlega illa meðferð á fylfullum hryssum og folöldum sem sést í myndbandi sem nýlega var birt á vegum erlendra dýraverndarsamtaka. 28. nóvember 2021 07:30 Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09 Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Óverjandi að hryssurnar þurfi að upplifa þjáningu Dýraverndarsamband Íslands fordæmir harðlega illa meðferð á fylfullum hryssum og folöldum sem sést í myndbandi sem nýlega var birt á vegum erlendra dýraverndarsamtaka. 28. nóvember 2021 07:30
Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09
Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06