Vatnsflæðið úr Grímsvötnum komið í þrefalt rennsli Ölfusár Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2021 12:07 Gígjukvísl á Skeiðarársandi klukkan 11.35 í morgun, séð úr vefmyndavél á brúnni yfir ána. Búist er við að Grímsvatnahlaupið fari allt um þennan farveg. Rennslið þar laust fyrir hádegi mældist 924 rúmmetrar á sekúndu, sem er um fjórfalt meira en náttúrulegt rennsli árinnar. Veðurstofa Íslands/vefmyndavél Kraftur Grímsvatnahlaupsins fer stigvaxandi og er flæðið úr vötnunum núna á við þrefalt rennsli Ölfusár. Þá hefur íshellan yfir vötnunum sigið um sex metra frá því í gær og alls um sextán metra frá því hlaup hófst þar fyrir hálfum mánuði. Engin merki sjást enn um eldsumbrot. Það má líkja Grímsvötnum við risastórt baðkar nema þar er ístappi sem lokar fyrir frárennslið og hann brestur þegar vatnsþunginn er orðinn yfirþyrmandi. Fyrir hálfum mánuði byrjaði ísstíflan að bresta og síðustu sólarhringa hefur vatnið svo virkilega tekið að fossa út. Séð yfir Grímsvötn í gær.Ragnar Axelsson GPS-mælir sýndi í gær að yfirborð íshellunnar hafði lækkað um tíu metra á tveimur vikum. Núna fyrir hádegi var lækkunin komin niður í sextán metra, samkvæmt gögnum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Lækkunin bara frá því í gær er sex metrar á yfirborði þessa risastóra vatnsgeymis. Samhliða sjá menn mikla aukningu á því rúmmáli vatns sem flæðir út á hverri sekúndu. Þannig var rennslið úr Grímsvötnum í gær áætlað um 800 rúmmetrar á sekúndu. Í dag er áætlað að það sé komið upp í 1.200 rúmmetra á sekúndu. Það er um það bil þrefalt meðalrennsli Ölfusár við Selfoss, vatnsmesta fljóts landsins. Gufubólstrar sáust stíga upp úr Grímsvötnum þegar flogið var yfir í gær.Ragnar Axelsson Á Skeiðarársandi sjá vatnamælingamenn Veðurstofu að rennsli Gígjukvíslar heldur áfram að aukast, að sögn Einars Bessa Gestssonar náttúrvársérfræðings. Í gær áætluðu þeir að rennslið þar væri komið upp í 660 rúmmetra á sekúndu og laust fyrir hádegi í dag mældu þeir það 924 rúmmetra á sekúndu, sem nálgast það að vera fjórfalt náttúrulegt rennsli á þessum árstíma. Séð yfir hringveginn og brúna yfir Gígjukvísl í gær. Búist er við að hlaupið fari allt undir þessa brú.Ragnar Axelsson Síðast þegar eldgos fylgdi Grímsvatnahlaupi, árið 2004, hófst gosið þegar íshellan á Grímsvötnum hafði lækkað um tuttugu metra, að því er Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur tjáði okkur í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Miðað við að lækkunin núna sé orðin sextán metrar, og sex metrar bara á síðasta sólarhringa, má gera sér í hugarlund að vísindamenn rýna núna fast í öll merki um eldvirkni. Engin slík merki sjást þó enn, að sögn Einars Bessa. Frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi af hlaupinu má sjá hér: Grímsvötn Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Skaftárhreppur Almannavarnir Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Það má líkja Grímsvötnum við risastórt baðkar nema þar er ístappi sem lokar fyrir frárennslið og hann brestur þegar vatnsþunginn er orðinn yfirþyrmandi. Fyrir hálfum mánuði byrjaði ísstíflan að bresta og síðustu sólarhringa hefur vatnið svo virkilega tekið að fossa út. Séð yfir Grímsvötn í gær.Ragnar Axelsson GPS-mælir sýndi í gær að yfirborð íshellunnar hafði lækkað um tíu metra á tveimur vikum. Núna fyrir hádegi var lækkunin komin niður í sextán metra, samkvæmt gögnum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Lækkunin bara frá því í gær er sex metrar á yfirborði þessa risastóra vatnsgeymis. Samhliða sjá menn mikla aukningu á því rúmmáli vatns sem flæðir út á hverri sekúndu. Þannig var rennslið úr Grímsvötnum í gær áætlað um 800 rúmmetrar á sekúndu. Í dag er áætlað að það sé komið upp í 1.200 rúmmetra á sekúndu. Það er um það bil þrefalt meðalrennsli Ölfusár við Selfoss, vatnsmesta fljóts landsins. Gufubólstrar sáust stíga upp úr Grímsvötnum þegar flogið var yfir í gær.Ragnar Axelsson Á Skeiðarársandi sjá vatnamælingamenn Veðurstofu að rennsli Gígjukvíslar heldur áfram að aukast, að sögn Einars Bessa Gestssonar náttúrvársérfræðings. Í gær áætluðu þeir að rennslið þar væri komið upp í 660 rúmmetra á sekúndu og laust fyrir hádegi í dag mældu þeir það 924 rúmmetra á sekúndu, sem nálgast það að vera fjórfalt náttúrulegt rennsli á þessum árstíma. Séð yfir hringveginn og brúna yfir Gígjukvísl í gær. Búist er við að hlaupið fari allt undir þessa brú.Ragnar Axelsson Síðast þegar eldgos fylgdi Grímsvatnahlaupi, árið 2004, hófst gosið þegar íshellan á Grímsvötnum hafði lækkað um tuttugu metra, að því er Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur tjáði okkur í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Miðað við að lækkunin núna sé orðin sextán metrar, og sex metrar bara á síðasta sólarhringa, má gera sér í hugarlund að vísindamenn rýna núna fast í öll merki um eldvirkni. Engin slík merki sjást þó enn, að sögn Einars Bessa. Frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi af hlaupinu má sjá hér:
Grímsvötn Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Skaftárhreppur Almannavarnir Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira