„Eina sekúndu eftir miðnætti þurfum við að byrja að hugsa um næsta leik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. desember 2021 22:46 Antonio Conte fagnaði mörkum Tottenham vel og innilega í kvöld. Marc Atkins/Getty Images Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, var eðlilega kátur með 2-0 sigur sinna manna gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hann segir að stigin séu mikilvæg fyrir sjálfstraust liðsins. „Þetta var góður sigur. Að ná í þrjú stig í kvöld var mjög mikilvægt,“ sagði Conte í leikslok. „Ef þú ert ekki tilbúinn í það að spila á móti Brentford þá þarftu að þjást.“ „Við spiluðum góðan leik og fengum færi til að vinna stærra en við verðum að vera sáttir við spilamennskuna. Stigin eru mikilvæg fyrir sjálfstraust stuðningsmannanna og okkar og gefur okkur trú á verkefninu sem við erum að vinna að á hverjum degi.“ Conte hrósaði leikmönnum sínum og segir þá sýna mikinn vilja til að bæta sig. Hann bætti einnig við að þó að menn geti notið sigursins í kvöld þá nái þau fagnaðarlæti ekki lengra en það. „Eftir fjórar vikur hjá klúbbnum hef ég bara gott að segja af leikmönnunum. Þeir sýna mikinn vilja, skuldbindingu og þrá. Núna er mikilvægt að einblína á deildina.“ „Við getum notið sigursins fram að miðnætti, en eina sekúndu eftir miðnætti þurfum við að byrja að hugsa um næsta leik á sunnudaginn. Við þurfum þrjú stig af því að það er eina leiðin til að halda okkur nálægt efsta hluta töflunnar.“ Conte var svo spurður út í framherja liðsins, Harry Kane, en þessi mikli markahrókur hefur aðeins skorað eitt mark í deildinni á þessu tímabili. Þjálfarinn segist þó ekki hafa áhyggjur af honum. „Ég hef engar áhyggjur af Harry Kane. Hann spilaði vel í kvöld. Hann fékk tækifæri til þess að skora, en markmaðurinn var virkilega góður. Að hafa leikmann eins og Kane sem spilar með jafn mikilli ástríðu og hann gerir mig mjög glaðan með hans frammistöðu.“ „Það skiptir ekki máli hvort að hann skori svo lengi sem hann spilar eins og hann gerði í kvöld. Tottenham er það fyrsta sem við þurfum að hugsa um,“ sagði Conte að lokum. Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira
„Þetta var góður sigur. Að ná í þrjú stig í kvöld var mjög mikilvægt,“ sagði Conte í leikslok. „Ef þú ert ekki tilbúinn í það að spila á móti Brentford þá þarftu að þjást.“ „Við spiluðum góðan leik og fengum færi til að vinna stærra en við verðum að vera sáttir við spilamennskuna. Stigin eru mikilvæg fyrir sjálfstraust stuðningsmannanna og okkar og gefur okkur trú á verkefninu sem við erum að vinna að á hverjum degi.“ Conte hrósaði leikmönnum sínum og segir þá sýna mikinn vilja til að bæta sig. Hann bætti einnig við að þó að menn geti notið sigursins í kvöld þá nái þau fagnaðarlæti ekki lengra en það. „Eftir fjórar vikur hjá klúbbnum hef ég bara gott að segja af leikmönnunum. Þeir sýna mikinn vilja, skuldbindingu og þrá. Núna er mikilvægt að einblína á deildina.“ „Við getum notið sigursins fram að miðnætti, en eina sekúndu eftir miðnætti þurfum við að byrja að hugsa um næsta leik á sunnudaginn. Við þurfum þrjú stig af því að það er eina leiðin til að halda okkur nálægt efsta hluta töflunnar.“ Conte var svo spurður út í framherja liðsins, Harry Kane, en þessi mikli markahrókur hefur aðeins skorað eitt mark í deildinni á þessu tímabili. Þjálfarinn segist þó ekki hafa áhyggjur af honum. „Ég hef engar áhyggjur af Harry Kane. Hann spilaði vel í kvöld. Hann fékk tækifæri til þess að skora, en markmaðurinn var virkilega góður. Að hafa leikmann eins og Kane sem spilar með jafn mikilli ástríðu og hann gerir mig mjög glaðan með hans frammistöðu.“ „Það skiptir ekki máli hvort að hann skori svo lengi sem hann spilar eins og hann gerði í kvöld. Tottenham er það fyrsta sem við þurfum að hugsa um,“ sagði Conte að lokum.
Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira