Höfnuðu nýju svínabúi í Árborg vegna fjölda andmæla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. desember 2021 08:13 Samkvæmt fundargerð skipulags- og byggingarsviðs Árborgar barst fjöldi mótmæla gegn svínabúinu. Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt tillögu skipulags- og byggingarnefndar sveitarfélagsins, sem lagði til að fallið yrði frá áformum um deiliskipulag fyrir svínabú á jörðinni Hólar. Þá lagði nefndin einnig til að fallið yrði frá hugmyndum um að skilgreina iðnaðarsvæði á umræddum stað. Bæjarstjórn Árborgar hafði á fundi í september síðastliðnum samþykkt skipulagslýsingu áætlaðs deiliskipulags fyrir svínabú á Hólum en lýsingin tók til um 5 hektara svæðis norðan Gaulverjabæjarvegar, þar sem til stóð að reisa 600 gylltna svínabú með möguleika á stækkun húsakosts og aukinni framleiðslu á síðari stigum. Samkvæmt fundargerð skipulags- og byggingarnefndar barst hins vegar fjöldi andmæla og athugasemda, frá umsagnaraðilum, félagasamtökum og einstaklingum. Vörðuðu þær til að mynda, lyktarmengun, hljóðmengun, aukinn umferðarþunga, mengun grunnvatns, sýkingarhættu grunnvatns og nálægð við frístundabyggð og fornminjar. Að því er fram kemur í erindi nágranna Hóla var um að ræða umsókn frá Síld og fisk, sem framleiðir og selur vörur undir merkjum Ali. Í umræddu erindi segir meðal annars að svíabúið muni hafa í för með sér lyktar- og jarðvegsmengun, auk þess sem áhyggjum er lýst af nálægð búsins við nærliggjandi bæi og byggð. „Svínabú af því tagi sem hér er rætt um mun fela í sér verulegar umhverfisraskanir sem hafa neikvæð áhrif á nánasta umhverfi svínabúsins og þar með talið allar nálægar jarðir, íbúa þess og framtíðaruppbyggingu á jörðunum. Öllum má ljóst vera að af slíkri starfsemi hlýst mengun vegna úrgangs og lyktar sem mun dreifast víða. Svínabú af þessari stærð á ekki heima á svo þéttbýlu svæði sem Flóinn er,“ segir í erindinu. Árborg Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Sjá meira
Bæjarstjórn Árborgar hafði á fundi í september síðastliðnum samþykkt skipulagslýsingu áætlaðs deiliskipulags fyrir svínabú á Hólum en lýsingin tók til um 5 hektara svæðis norðan Gaulverjabæjarvegar, þar sem til stóð að reisa 600 gylltna svínabú með möguleika á stækkun húsakosts og aukinni framleiðslu á síðari stigum. Samkvæmt fundargerð skipulags- og byggingarnefndar barst hins vegar fjöldi andmæla og athugasemda, frá umsagnaraðilum, félagasamtökum og einstaklingum. Vörðuðu þær til að mynda, lyktarmengun, hljóðmengun, aukinn umferðarþunga, mengun grunnvatns, sýkingarhættu grunnvatns og nálægð við frístundabyggð og fornminjar. Að því er fram kemur í erindi nágranna Hóla var um að ræða umsókn frá Síld og fisk, sem framleiðir og selur vörur undir merkjum Ali. Í umræddu erindi segir meðal annars að svíabúið muni hafa í för með sér lyktar- og jarðvegsmengun, auk þess sem áhyggjum er lýst af nálægð búsins við nærliggjandi bæi og byggð. „Svínabú af því tagi sem hér er rætt um mun fela í sér verulegar umhverfisraskanir sem hafa neikvæð áhrif á nánasta umhverfi svínabúsins og þar með talið allar nálægar jarðir, íbúa þess og framtíðaruppbyggingu á jörðunum. Öllum má ljóst vera að af slíkri starfsemi hlýst mengun vegna úrgangs og lyktar sem mun dreifast víða. Svínabú af þessari stærð á ekki heima á svo þéttbýlu svæði sem Flóinn er,“ segir í erindinu.
Árborg Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Sjá meira