„Þetta var snarbilað“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. desember 2021 10:00 Kristinn Óli Haraldsson var aðeins 17 ára þegar hann varð einn þekktasti tónlistarmaður landsins. Vísir/vilhelm Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, varð landsþekktur á einni nóttu þegar hann gaf út lagið B.O.B.A árið 2017 með Jóa Pé. Króli er gestur vikunnar í Einkalífinu en aftur að lagið kom út komu þeir félagar fram mörgum sinnum í viku og það í tvö ár linnulaust. Álagið gríðarlegt og fór Króli yfir þennan tíma í þættinum. „Þegar ég tala um þetta er smá eins og ég trúi þessu ekki ennþá því þetta var fáránlegt, geðveikt grillað er eiginlega leiðin til að lýsa þessu. Það var eiginlega ekki fyrr en í Covid þegar maður náði smá stoppi til að hugsa til baka,“ segir Króli um þennan tíma þegar lagið kom út. „6. september breyttist allt og það hefur eiginlega ekki verið aftur snúið. Það var ógeðslega skrýtið að vera 16 og 17 ára og verða allt í einu svona þekktur. Þetta var algjörlega óraunverulegt. Maður fær síðan enga pásu til að meðtaka þetta. Orðræðan um okkur var líka rosalega fyndin því það var talað um að við værum svo miklar fyrirmyndir því við drukkum ekki. Flestir 16 og 17 ára unglingar í dag drekka ekki.“ Hann segir að þeir hafi á tíma jafnvel komið fram fimm til sex sinnum á einum og sama deginum. „Þetta var snarbilað. Það er eiginlega ótrúlegt að allir hafi ekki bara fengið ógeð af manni og ábyggilega sumir sem fengu hellings ógeð af manni sem er skiljanlegt þar sem maður fékk sjálfur ógeð af sér. Maður var með mann sem sá um þetta fyrir mann og valsaði bara stundum inn í allskyns partí og hugsaði bara, hvað er ég að gera hérna. Síðan fór maður á næsta stað og þetta var orðið heilalaust á tímabili. Ég man eftir tímabili þar sem maður spilaði 12 til 13 sinnum á föstudögum og laugardögum.“ Í þættinum ræðir Króli einnig um tímann þegar lagið vinsæla kom út og hvernig lífið breyttist á einu augabragði, leiklistina, æskuna, þunglyndið sem hann hefur barist við, framtíðina og margt fleira. Einkalífið Tónlist Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Króli er gestur vikunnar í Einkalífinu en aftur að lagið kom út komu þeir félagar fram mörgum sinnum í viku og það í tvö ár linnulaust. Álagið gríðarlegt og fór Króli yfir þennan tíma í þættinum. „Þegar ég tala um þetta er smá eins og ég trúi þessu ekki ennþá því þetta var fáránlegt, geðveikt grillað er eiginlega leiðin til að lýsa þessu. Það var eiginlega ekki fyrr en í Covid þegar maður náði smá stoppi til að hugsa til baka,“ segir Króli um þennan tíma þegar lagið kom út. „6. september breyttist allt og það hefur eiginlega ekki verið aftur snúið. Það var ógeðslega skrýtið að vera 16 og 17 ára og verða allt í einu svona þekktur. Þetta var algjörlega óraunverulegt. Maður fær síðan enga pásu til að meðtaka þetta. Orðræðan um okkur var líka rosalega fyndin því það var talað um að við værum svo miklar fyrirmyndir því við drukkum ekki. Flestir 16 og 17 ára unglingar í dag drekka ekki.“ Hann segir að þeir hafi á tíma jafnvel komið fram fimm til sex sinnum á einum og sama deginum. „Þetta var snarbilað. Það er eiginlega ótrúlegt að allir hafi ekki bara fengið ógeð af manni og ábyggilega sumir sem fengu hellings ógeð af manni sem er skiljanlegt þar sem maður fékk sjálfur ógeð af sér. Maður var með mann sem sá um þetta fyrir mann og valsaði bara stundum inn í allskyns partí og hugsaði bara, hvað er ég að gera hérna. Síðan fór maður á næsta stað og þetta var orðið heilalaust á tímabili. Ég man eftir tímabili þar sem maður spilaði 12 til 13 sinnum á föstudögum og laugardögum.“ Í þættinum ræðir Króli einnig um tímann þegar lagið vinsæla kom út og hvernig lífið breyttist á einu augabragði, leiklistina, æskuna, þunglyndið sem hann hefur barist við, framtíðina og margt fleira.
Einkalífið Tónlist Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira