Leikurinn var virkilega jafn og spennandi allt frá fyrstu mínútu. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var allt jafnt, 6-6, en Selfyssingar fóru með tveggja marka forskot inn í hálfleikinn, 12-14.
Áfram var erfitt að skilja liðin að í seinni hálfleik og þegar tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka var aftur orðið jafnt, 19-19. Þá náðu Selfyssingar góðu áhlaupi og komust fjórum mörkum yfir þegar tíu mínútur voru til leiksloka.
Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum var staðan 23-27, Selfyssingum í vil, en þá tók við góður kafli heimamanna sem hleypti spennu í lokamínútur leiksins. Valsmenn minnkuðu muninn í eitt mark þegar mínúta var eftir, en Einar Sverrisson skoraði sigurmark Selfyssinga með lokaskoti leiksins.
Niðurstaðan varð tveggja marka sigur Selfyssinga, 26-28, en liðið er nú með 12 stig í sjötta sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Valsmönnum sem sitja í þriðja sæti en eiga leik til góða.

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.