Ítölsku meistararnir fóru illa með gamla þjálfarann sinn | AC Milan áfram á toppnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. desember 2021 21:48 José Mourinho og lærisveinar hans í Roma þurftu að sætta sig við 0-3 tap á heimavelli, en þetta var aðeins í annað sinn á sínum þjálfaraferli sem Mourinho tapar með þremur mörkum. Paolo Bruno/Getty Images Þrír leikir fóru fram í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. AC Milan hélt toppsætinu með 2-0 sigri gegn botnliði Salernitana, Inter vann öruggan 0-3 útisigur gegn Roma og Atalanta snéri taflinu við gegn Napoli og vann 2-3 útisigur. Franck Kessie og Alexis Saelemaekers skoruðu mörk AC Milan, en staðan var orðin 2-0 eftir tæplega tuttugu mínútna leik. AC Milan er því enn á toppi deildarinnar með 38 stig eftir 16 leiki, en Salernitana situr sem fastast á botninum með átta stig. 3️⃣ points: job done! 👊#MilanSalernitana #SempreMilan pic.twitter.com/leWzLOzvTz— AC Milan (@acmilan) December 4, 2021 José Mourinho og lærisveinar hans tóku á móti fyrrum vinnuveitendum þjálfarans er liðið mætti Inter í kvöld. Hakan Calhanoglu kom gestunum yfir á 15. mínútu áður en Edin Dzeko tvöfaldaði forystu Inter tæpum tíu mínútum síðar. Þriðja og seinasta mark leiksins kom svo á 39. mínútu þegar Denzel Dumfries setti boltann í netið. José Mourinho hefur aldrei tgapað með meiri mun á heimavelli á sínum þjálfaraferli. Einu sinni áður hefur hann tapað með þremur mörkum á heimavelli, en það var þegar hann var þjálfari Manchester United og tók á móti Tottenham í ágúst árið 2018. That first @Inter goal feeling... big win in Rome! ⚫🔵 #ForzaInter pic.twitter.com/Mxnv2VqDQD— Denzel Dumfries (@DenzelJMD2) December 4, 2021 Þá vann Atalanta virkilega sterkan 2-3 sigur er liðið heimsótti Napoli í seinasta leik kvöldsins. Ruslan Malinovsky kom gestunum yfir strax á sjöundu mínútu, en Piotr Zielinski jafnaði metin fyrir Napoli stuttu fyrir hálfleik. Dries Mertens kom heimamönnum í 2-1 strax í upphafi seinni hálfleiks, en Merih Demiral og Remo Freuler skoruðu sitt markið hvor með stuttu millibili fyrir Atalanta og tryggðu liðinu sigur, 2-3. Atalanta er nú í fjórða sæti deildarinnar með 34 stig eftir 16 leiki, tveimur stigum á eftir Napoli sem situr í þriðja sæti. Ítalski boltinn Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Franck Kessie og Alexis Saelemaekers skoruðu mörk AC Milan, en staðan var orðin 2-0 eftir tæplega tuttugu mínútna leik. AC Milan er því enn á toppi deildarinnar með 38 stig eftir 16 leiki, en Salernitana situr sem fastast á botninum með átta stig. 3️⃣ points: job done! 👊#MilanSalernitana #SempreMilan pic.twitter.com/leWzLOzvTz— AC Milan (@acmilan) December 4, 2021 José Mourinho og lærisveinar hans tóku á móti fyrrum vinnuveitendum þjálfarans er liðið mætti Inter í kvöld. Hakan Calhanoglu kom gestunum yfir á 15. mínútu áður en Edin Dzeko tvöfaldaði forystu Inter tæpum tíu mínútum síðar. Þriðja og seinasta mark leiksins kom svo á 39. mínútu þegar Denzel Dumfries setti boltann í netið. José Mourinho hefur aldrei tgapað með meiri mun á heimavelli á sínum þjálfaraferli. Einu sinni áður hefur hann tapað með þremur mörkum á heimavelli, en það var þegar hann var þjálfari Manchester United og tók á móti Tottenham í ágúst árið 2018. That first @Inter goal feeling... big win in Rome! ⚫🔵 #ForzaInter pic.twitter.com/Mxnv2VqDQD— Denzel Dumfries (@DenzelJMD2) December 4, 2021 Þá vann Atalanta virkilega sterkan 2-3 sigur er liðið heimsótti Napoli í seinasta leik kvöldsins. Ruslan Malinovsky kom gestunum yfir strax á sjöundu mínútu, en Piotr Zielinski jafnaði metin fyrir Napoli stuttu fyrir hálfleik. Dries Mertens kom heimamönnum í 2-1 strax í upphafi seinni hálfleiks, en Merih Demiral og Remo Freuler skoruðu sitt markið hvor með stuttu millibili fyrir Atalanta og tryggðu liðinu sigur, 2-3. Atalanta er nú í fjórða sæti deildarinnar með 34 stig eftir 16 leiki, tveimur stigum á eftir Napoli sem situr í þriðja sæti.
Ítalski boltinn Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira