Eldstöðin Grímsvötn sett á appelsínugula viðvörun Kristján Már Unnarsson skrifar 6. desember 2021 10:33 Séð ofan í Grímsvötn í gær. Vísir/RAX Veðurstofa Íslands hefur hækkað viðvörunarstig vegna Grímsvatna úr gulum lit í appelsíngulan lit fyrir alþjóðflug, sem táknar vaxandi líkur á eldgosi. Þetta var gert klukkan níu í morgun eftir jarðskjálftahrinu í eldstöðinni fyrr um morguninn. Stærsti skjálftinn mældist 3,6 stig og varð klukkan 17 mínútur yfir klukkan sex. Honum fylgdu síðan tíu skjálftar milli klukkan sex og átta í morgun. „Þetta virðast ekki vera ísskjálftar heldur í eldstöðinni sjálfri,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. Enginn gosórói sést þó enn á mælum. „En við erum með augun límd á Grímsvötnum. Það er lítið annað að gera en að bíða og sjá,“ segir Einar Bessi. Appelsínugulur litur í litakóða Alþjóðaflugmálastofnunarinnar þýðir: „Eldstöðin sýnir aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi.“ Svona líta eldstöðvar Íslands núna út á litakorti Veðurstofunnar fyrir alþjóðaflug.Veðurstofa Íslands Þrjár íslenskar eldstöðvar eru núna litamerktar umfram venjulegt ástand; Grímsvötn á appelsínugulum lit og Fagradalsfjall á Reykjanesi og Askja á gulum lit. Um gulan lit segir: "Eldstöðin sýnir merki um virkni, umfram venjulegt ástand. Eða, eftir að virknin hefur verið lækkuð frá hærra stigi: Umbrot hafa minnkað markvert en vel er fylgst með, ef vera kynni að þau aukist á ný." Efsta stig litakóðans, rautt, táknar: „Eldgos er yfirvofandi eða hafið – líklegt er að aska berist upp í lofthjúpinn. Eða: Eldgos stendur yfir og veruleg aska berst upp í andrúmsloftið." Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Fréttir af flugi Tengdar fréttir Skjálfti 3,6 að stærð í Grímsvötnum Skjálfti 3,6 að stærð varð í Grímsvötnum klukkan 6:16 í morgun. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá stærsti 2,3 að stærð. Ekki hefur mælist gosórói á svæðinu. 6. desember 2021 07:28 Hlaupið náð hámarki og á hraðri niðurleið: Sjáðu myndir RAX frá Grímsvötnum Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um 75 metra og hlaupið þar náði að öllum líkindum hámarki liðna nótt. Ragnar Axelsson ljósmyndari, þekktur undir nafninu RAX, flaug yfir svæðið í gær og myndaði sprungur ofan í Grímsvötnum, undir klettabeltum við skálana á Grímsfjalli. 5. desember 2021 21:15 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Stærsti skjálftinn mældist 3,6 stig og varð klukkan 17 mínútur yfir klukkan sex. Honum fylgdu síðan tíu skjálftar milli klukkan sex og átta í morgun. „Þetta virðast ekki vera ísskjálftar heldur í eldstöðinni sjálfri,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. Enginn gosórói sést þó enn á mælum. „En við erum með augun límd á Grímsvötnum. Það er lítið annað að gera en að bíða og sjá,“ segir Einar Bessi. Appelsínugulur litur í litakóða Alþjóðaflugmálastofnunarinnar þýðir: „Eldstöðin sýnir aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi.“ Svona líta eldstöðvar Íslands núna út á litakorti Veðurstofunnar fyrir alþjóðaflug.Veðurstofa Íslands Þrjár íslenskar eldstöðvar eru núna litamerktar umfram venjulegt ástand; Grímsvötn á appelsínugulum lit og Fagradalsfjall á Reykjanesi og Askja á gulum lit. Um gulan lit segir: "Eldstöðin sýnir merki um virkni, umfram venjulegt ástand. Eða, eftir að virknin hefur verið lækkuð frá hærra stigi: Umbrot hafa minnkað markvert en vel er fylgst með, ef vera kynni að þau aukist á ný." Efsta stig litakóðans, rautt, táknar: „Eldgos er yfirvofandi eða hafið – líklegt er að aska berist upp í lofthjúpinn. Eða: Eldgos stendur yfir og veruleg aska berst upp í andrúmsloftið."
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Fréttir af flugi Tengdar fréttir Skjálfti 3,6 að stærð í Grímsvötnum Skjálfti 3,6 að stærð varð í Grímsvötnum klukkan 6:16 í morgun. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá stærsti 2,3 að stærð. Ekki hefur mælist gosórói á svæðinu. 6. desember 2021 07:28 Hlaupið náð hámarki og á hraðri niðurleið: Sjáðu myndir RAX frá Grímsvötnum Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um 75 metra og hlaupið þar náði að öllum líkindum hámarki liðna nótt. Ragnar Axelsson ljósmyndari, þekktur undir nafninu RAX, flaug yfir svæðið í gær og myndaði sprungur ofan í Grímsvötnum, undir klettabeltum við skálana á Grímsfjalli. 5. desember 2021 21:15 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Skjálfti 3,6 að stærð í Grímsvötnum Skjálfti 3,6 að stærð varð í Grímsvötnum klukkan 6:16 í morgun. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá stærsti 2,3 að stærð. Ekki hefur mælist gosórói á svæðinu. 6. desember 2021 07:28
Hlaupið náð hámarki og á hraðri niðurleið: Sjáðu myndir RAX frá Grímsvötnum Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um 75 metra og hlaupið þar náði að öllum líkindum hámarki liðna nótt. Ragnar Axelsson ljósmyndari, þekktur undir nafninu RAX, flaug yfir svæðið í gær og myndaði sprungur ofan í Grímsvötnum, undir klettabeltum við skálana á Grímsfjalli. 5. desember 2021 21:15