Hundrað handteknir eftir að æstur múgur barði mann til bana og brenndi Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2021 12:06 Eftir að Diyawadanda var barinn til bana var lík hans brennt út á götu. AP/Shahid Akram Búið er að handtaka rúmlega hundrað manns í Pakistan eftir að maður frá Sri Lanka sem hafði verið sakaður um guðlast var myrtur af æstum múg. Forsætisráðherra Pakistans heitir því að fólkinu verði refsað. Priyantha Diyawadana (48) var yfirmaður í verksmiðju í borginni Sialkot. Hann var nýverið sakaður um guðlast með því að vanvirða plaköt sem nafn Múhameðs spámanns hafði verið skrifað á. Síðasta föstudag fór hundraða manna múgur að verksmiðjunni og dró Diyawadana þar út. Múgurinn barði Diyawadana til dauða á meðan teknar voru myndir og myndbönd af morðinu. Fólk tók einnig myndir af sér með líki Diyawadana áður en það var brennt út á götu, samkvæmt frétt BBC. Einn samstarfsmaður hans reyndi að koma honum til bjargar og reyndi að útskýra fólki að hann hefði ekki vanvirt spámanninn heldur hefði hann tekið niður nokkur plaköt fyrir þrif á veggjum sem þau höfðu verið hengd upp á. Priyantha Diyawadana var 48 ára gamall.AP/Shahid Ikram Það virkaði þó ekki. Samkvæmt Times of India leiddi krufning í ljós að nánast öll bein Diyawadana voru brotin og var hann sagður hafa dáið vegna áverka á höfði og andliti. Þá segir að hann hafi borið sár víðsvegar um líkamanna og að mæna hans hafi verið brotin á þremur stöðum. Ódæðið hefur vakið mikla reiði víða um Pakistan og víðar. Imran Khan, forsætisráðherra landsins, sagðist um helgina hafa rætt við Gotabaya Rajapaksa, forseta Sri Lanka, og sagt honum að rúmlega hundrað manns hefðu verið handteknir og þeim yrði refsað. Þá sagði hann frá því að Malik Adnan, samstarfsmaður Diyawadana sem reyndi að koma honum til bjargar, væri hetja og yrði heiðraður. On behalf of the nation I want to salute moral courage & bravery of Malik Adnan who tried his utmost to shelter & save Priyantha Diyawadana from the vigilante mob in Sialkot incl endangering his own life by physically trying to shield victim. We will award him Tamgha i Shujaat— Imran Khan (@ImranKhanPTI) December 5, 2021 Til stendur að flytja lík Diyawadanda til Sri Lanka í dag en kona hans og tvö börn búa þar. Eins og bent er á í frétt Sky News er guðlast bannað samkvæmt lögum Pakistans og er hægt að dæma fólk til dauða fyrir guðlast. Pakistanskir íslamistar hafa lengi barist af hörku gegn því að lögum verði breytt. Mannréttindasamtök hafa lengi kvartað yfir því að fólk sem tilheyrir minnihlutahópum er iðulega sakað um guðlast í Pakistan. Pakistan Tengdar fréttir Átta ára drengur í lífshættu eftir að hafa verið ákærður fyrir guðlast Átta ára drengur er nú undir öryggiseftirliti lögreglu í Pakistan, eftir að hafa verið handtekinn fyrir að pissa á mottu í íslömskum skóla. Drengurinn, hvers fjölskylda er hindúatrúar, er yngsta manneskjan í sögu landsins til að vera ákærð fyrir guðlast. 9. ágúst 2021 08:51 Hæstiréttur Pakistan stendur við sýknun Asia Bibi Bibi, sem er kristin, varði átta árum í fangelsi áður en Hæstiréttur feldi dóminn niður í október síðastliðnum. 29. janúar 2019 11:30 Guðlast í Pakistan: Eiginmaður Bibi biður vestræna leiðtoga um hjálp Eiginmaður kristinnar konu í Pakistan, sem sýknuð var um guðlast á dögunum, hefur beðið yfirvöld Bretlands, Bandaríkjanna eða Kanada að veita fjölskyldu sinni hæli. 5. nóvember 2018 11:23 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Priyantha Diyawadana (48) var yfirmaður í verksmiðju í borginni Sialkot. Hann var nýverið sakaður um guðlast með því að vanvirða plaköt sem nafn Múhameðs spámanns hafði verið skrifað á. Síðasta föstudag fór hundraða manna múgur að verksmiðjunni og dró Diyawadana þar út. Múgurinn barði Diyawadana til dauða á meðan teknar voru myndir og myndbönd af morðinu. Fólk tók einnig myndir af sér með líki Diyawadana áður en það var brennt út á götu, samkvæmt frétt BBC. Einn samstarfsmaður hans reyndi að koma honum til bjargar og reyndi að útskýra fólki að hann hefði ekki vanvirt spámanninn heldur hefði hann tekið niður nokkur plaköt fyrir þrif á veggjum sem þau höfðu verið hengd upp á. Priyantha Diyawadana var 48 ára gamall.AP/Shahid Ikram Það virkaði þó ekki. Samkvæmt Times of India leiddi krufning í ljós að nánast öll bein Diyawadana voru brotin og var hann sagður hafa dáið vegna áverka á höfði og andliti. Þá segir að hann hafi borið sár víðsvegar um líkamanna og að mæna hans hafi verið brotin á þremur stöðum. Ódæðið hefur vakið mikla reiði víða um Pakistan og víðar. Imran Khan, forsætisráðherra landsins, sagðist um helgina hafa rætt við Gotabaya Rajapaksa, forseta Sri Lanka, og sagt honum að rúmlega hundrað manns hefðu verið handteknir og þeim yrði refsað. Þá sagði hann frá því að Malik Adnan, samstarfsmaður Diyawadana sem reyndi að koma honum til bjargar, væri hetja og yrði heiðraður. On behalf of the nation I want to salute moral courage & bravery of Malik Adnan who tried his utmost to shelter & save Priyantha Diyawadana from the vigilante mob in Sialkot incl endangering his own life by physically trying to shield victim. We will award him Tamgha i Shujaat— Imran Khan (@ImranKhanPTI) December 5, 2021 Til stendur að flytja lík Diyawadanda til Sri Lanka í dag en kona hans og tvö börn búa þar. Eins og bent er á í frétt Sky News er guðlast bannað samkvæmt lögum Pakistans og er hægt að dæma fólk til dauða fyrir guðlast. Pakistanskir íslamistar hafa lengi barist af hörku gegn því að lögum verði breytt. Mannréttindasamtök hafa lengi kvartað yfir því að fólk sem tilheyrir minnihlutahópum er iðulega sakað um guðlast í Pakistan.
Pakistan Tengdar fréttir Átta ára drengur í lífshættu eftir að hafa verið ákærður fyrir guðlast Átta ára drengur er nú undir öryggiseftirliti lögreglu í Pakistan, eftir að hafa verið handtekinn fyrir að pissa á mottu í íslömskum skóla. Drengurinn, hvers fjölskylda er hindúatrúar, er yngsta manneskjan í sögu landsins til að vera ákærð fyrir guðlast. 9. ágúst 2021 08:51 Hæstiréttur Pakistan stendur við sýknun Asia Bibi Bibi, sem er kristin, varði átta árum í fangelsi áður en Hæstiréttur feldi dóminn niður í október síðastliðnum. 29. janúar 2019 11:30 Guðlast í Pakistan: Eiginmaður Bibi biður vestræna leiðtoga um hjálp Eiginmaður kristinnar konu í Pakistan, sem sýknuð var um guðlast á dögunum, hefur beðið yfirvöld Bretlands, Bandaríkjanna eða Kanada að veita fjölskyldu sinni hæli. 5. nóvember 2018 11:23 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Átta ára drengur í lífshættu eftir að hafa verið ákærður fyrir guðlast Átta ára drengur er nú undir öryggiseftirliti lögreglu í Pakistan, eftir að hafa verið handtekinn fyrir að pissa á mottu í íslömskum skóla. Drengurinn, hvers fjölskylda er hindúatrúar, er yngsta manneskjan í sögu landsins til að vera ákærð fyrir guðlast. 9. ágúst 2021 08:51
Hæstiréttur Pakistan stendur við sýknun Asia Bibi Bibi, sem er kristin, varði átta árum í fangelsi áður en Hæstiréttur feldi dóminn niður í október síðastliðnum. 29. janúar 2019 11:30
Guðlast í Pakistan: Eiginmaður Bibi biður vestræna leiðtoga um hjálp Eiginmaður kristinnar konu í Pakistan, sem sýknuð var um guðlast á dögunum, hefur beðið yfirvöld Bretlands, Bandaríkjanna eða Kanada að veita fjölskyldu sinni hæli. 5. nóvember 2018 11:23