Körfubolti

Lakers vann stórveldaslaginn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
LeBron James minnti enn og aftur á sig í sigri Los Angeles Lakers á Boston Celtics í nótt.
LeBron James minnti enn og aftur á sig í sigri Los Angeles Lakers á Boston Celtics í nótt. getty/Harry How

LeBron James skoraði þrjátíu stig þegar Los Angeles Lakers vann Boston Celtics, 117-102, í uppgjöri tveggja sigursælustu liða NBA-deildarinnar í körfubolta frá upphafi í nótt.

Russell Westbrook átti einnig góðan leik og var með 24 stig og ellefu stoðsendingar. Anthony Davis skoraði sautján stig og tók sextán fráköst.

Jayson Tatum var með 34 stig í liði Boston sem var aðeins með 44 prósent skotnýtingu í leiknum.

Brooklyn Nets bar sigurorð af Dallas Mavericks á útivelli, 99-102. Kevin Durant skoraði 24 stig fyrir Brooklyn og James Harden 23. Luka Doncic var með 28 stig og níu stoðsendingar hjá Dallas.

Þá sigraði New York Knicks San Antonio Spurs, 109-121, á útivelli. RJ Barrett skoraði 32 stig fyrir New York en Derrick White var með 26 stig hjá San Antonio.

Úrslitin í nótt

  • LA Lakers 117-102 Boston
  • Dallas 99-102 Brooklyn
  • San Antonio 109-121 NY Knicks


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×